Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 93-94 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2012 21:05 Quincy Hankins-Cole átti þrjár magnaðar troðslur í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Snæfellingar unnu dramatískan sigur á KR í 13. umferð Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Vesturbænum í kvöld. Þar með er sigurgöngu KR-inga á árinu 2012 lokið. KR-ingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu með ellefu stigum í hálfleik. Í síðari hálfleik áttu heimamenn í mestu vandræðum með vörn gestanna. Með Nonna Mæju í broddi fylkingar jöfnuðu gestirnir metin og tryggðu sér að lokum sætan sigur 93-94. Eftir tvíframlengda viðureign liðanna í Vesturbænum á mánudag var ekki von á öðru en hníjöfnum leik. Ekki var útlit fyrir annað í fyrsta leikhluta. Snæfellingar ætluðu greinilega að hafa góðar gætur á Joshua Brown sem skoraði 49 stig gegn þeim í síðasta leik. Þeim tókst það ágætlega og jafnt var á flestum tölum. Heimamenn leiddu þó með tveimur stigum að leikhlutanum loknum, 22-20. Heimamenn með þá Finn Atla Magnússon og Robin Ferguson í broddi fylkingar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta. Joshua Brown lét einnig að sér kveða í auknum mæli og KR-ingar juku forystuna. Dejan Sencanski setti niður fallegan þrist undir lok hálfleiksins og heimamenn leiddu með ellefu stigum þegar gengið var til búningsklefa, 53-42. Í stöðunni 24-22 í fyrri hálfleik fékk Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, dæmda á sig tæknivillu að því er hann vildi meina fyrir litlar sakir. Hvort það hafi haft áhrif á taktinn í leik gestanna í leikhlutanum skal ósagt látið. Gestirnir úr Stykkishólmi mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Fremstur í flokki fór Jón Ólafur Jónsson betur þekktur sem Nonni Mæju. Hann skoraði átta af fyrstu tíu stigum gestanna sem minnkuðu smátt og smátt muninn. KR-ingar áttu í miklum vandræðum með að finna lausnir í sókninni og töpuðu boltanum ítrekað á klaufalegan hátt. Í stöðunni 61-54 ætlaði allt um koll að keyra. Svo virtist sem Sencanski í liði KR hefði slegið til Quincy Hankins-Cole og þurfti að ganga á milli þeirra. Uppskar hvor sína villuna. Uppákoman virtist nýtast gestunum ágætlega því þeir gengu á lagið og unnu leikhlutann með tíu stigum. Heimamenn leiddu þó með einu stigi fyrir fjórða leikhluta, 71-70. Snæfell byrjaði lokaleikhlutann af krafti. Hankins-Cole tróð boltanum af miklum tilþrifum í tvígang og Nonni Mæju setti fallegan þrist. Í stöðunni 75-81 leist Hrafni Kristjánssyni, þjálfara KR, ekki á blikuna og tók leikhlé. Í kjölfarið fór í gang þriggja stiga skotkeppni liðanna sem virtust aðeins hafa áhuga á þremur stigum í hverri sókn. Í stöðunni 84-89 fékk Nonni Mæju sína fimmtu villu. Við það hikstuðu gestirnir en enn ein troðsla Hankins-Cole kom þeim stigi yfir þegar um mínúta var eftir. Pálmi Sigurgeirsson skoraði úr tveimur vítaskotum þegar 15 sekúndur voru eftir og gestirnir með þriggja stiga forystu. KR-ingar brunuðu í sókn en Sheldon-Hall stal boltanum af Joshua Brown og gestirnir tryggðu sér sigur á vítalínunni. Hreggviður Magnússon lagaði reyndar stöðuna með flautukörfu langt utan af velli en sigurinn var Snæfellinga. KR-ingum voru mislagðar hendur í sóknarleiknum í kvöld, sérstaklega í síðari hálfleik. Þeir töpuðu boltanum alls 15 sinnum og átti Hreggviður Magnússon sérstaklega erfitt uppdráttar. Joshua Brown var stigahæstur með 23 stig og var heilt yfir bestur í liði KR. Snæfellingar hljóta að vera í skýjunum með sigurinn. Þeir spiluðu hörkuvörn í síðari hálfleiknum og settu niður mikilvæg skot þegar þess þurfti. Þá kveikti Hankins-Cole í liði sínu með glæsilegum troðslum en Bandaríkjamaðurinn skoraði alls 27 stig í leiknum. Maður leiksins var þó Nonni Mæju sem fór á kostum í upphafi síðari hálfleiks, setti niður mikilvæga þrista og gaf tóninn í varnarleiknum. Fjarvera hans undir lok fjórða leikhluta var nálægt því að kosta gestina sigurinn. Sigurinn hlýtur að vera sérstaklega sætur fyrir Snæfellinga eftir dramatískt tap gegn KR í viðureign liðanna í Powerade-bikarnum á mánudaginn. Að leiknum loknum eru KR-ingar í 2.-4. sæti með 16 stig líkt og Stjarnan og Keflavík en hafa spilað leik meira. Snæfell er í 6. sæti með 14 stig. KR-Snæfell 93-94 (22-20, 31-22, 18-28, 22-24)KR: Joshua Brown 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 17/14 fráköst, Finnur Atli Magnusson 16/9 fráköst, Dejan Sencanski 14/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, Martin Hermannsson 7, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2..Snæfell: Quincy Hankins-Cole 27/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 17/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 6/5 fráköst, Ólafur Torfason 4, Óskar Hjartarson 3. Nonni Mæju: Ákveðnir að borga fyrir tapið í bikarnumJón Ólafur JónssonMynd/StefánJón Ólafur Jónsson fór fremstur í flokki í liði gestanna og var kampakátur með sigurinn. „Leikurinn á mánudaginn var hrikalega svekkjandi og við vorum alveg ákveðnir að borga fyrir það," sagði Jón Ólafur sem skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst. „Við ákváðum að spila vörnina af miklu meiri krafti í síðari hálfleik. Pressa þá stífar og láta þá hafa fyrir hlutanum," sagði Jón Ólafur sem fór af velli með sína fimmtu villu í stöðunni 84-89 og tæpar fjórar mínútur eftir. Við það hikstuðu gestirnir og KR-ingar gengu á lagið. „Við vorum dálítið óskynsamir í lokin og flýttum okkur of mikið í sókninni. Það gengur ekki upp. Við erum miklu betri þegar við látum boltann ganga og spilum sem lið," sagði Nonni og hélt inn í klefa. Skömmu síðar heyrðist hátt og snjallt: „Snæfell, Snæfell, Snæfell." Hrafn: Vörnin ekki nógu góð til að vinnaHrafn KristjánssonMynd/Stefán„Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en mér fannst við samt aldrei spila nógu góða vörn til þess að vinna körfuboltaleik. Planið var að bæta vörnina í seinni hálfleik en það gekk svo sannarlega ekki eftir. Það er svolítið sárt," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, í leikslok. KR-ingar töpuðu boltanum 15 sinnum í leiknum, oft á afar klaufalegan hátt. „Við vorum bara með fjóra tapaða bolta í hálfleik. En margir af þessum töpuðu boltum voru mjög dýrir, á ögurstundu í seinni hálfleik," sagði Hrafn sem sagði mögulegt að um þreytu eða einbeitingarskort væri að ræða. Hann sagðist þó eiga sökina væru menn þreyttir inni á vellinum. Umdeilt atvik gerðist í þriðja leikhluta þegar Sencanski, Serbinn í liði KR, virtist slá til Hankins-Cole í liði gestanna. „Hann (Sencanski) bað mig afsökunar. Sagðist hafa misst stjórn á skapi sínu. Þessi ásetningsvilla var fyllilega verðskulduð. Hann sagðist hafa fengið olnboga í hálsinn en í hita leiksins er erfitt að greina hvort það sé viljandi eða ekki," sagði Hrafn. Dominos-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Snæfellingar unnu dramatískan sigur á KR í 13. umferð Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Vesturbænum í kvöld. Þar með er sigurgöngu KR-inga á árinu 2012 lokið. KR-ingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu með ellefu stigum í hálfleik. Í síðari hálfleik áttu heimamenn í mestu vandræðum með vörn gestanna. Með Nonna Mæju í broddi fylkingar jöfnuðu gestirnir metin og tryggðu sér að lokum sætan sigur 93-94. Eftir tvíframlengda viðureign liðanna í Vesturbænum á mánudag var ekki von á öðru en hníjöfnum leik. Ekki var útlit fyrir annað í fyrsta leikhluta. Snæfellingar ætluðu greinilega að hafa góðar gætur á Joshua Brown sem skoraði 49 stig gegn þeim í síðasta leik. Þeim tókst það ágætlega og jafnt var á flestum tölum. Heimamenn leiddu þó með tveimur stigum að leikhlutanum loknum, 22-20. Heimamenn með þá Finn Atla Magnússon og Robin Ferguson í broddi fylkingar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta. Joshua Brown lét einnig að sér kveða í auknum mæli og KR-ingar juku forystuna. Dejan Sencanski setti niður fallegan þrist undir lok hálfleiksins og heimamenn leiddu með ellefu stigum þegar gengið var til búningsklefa, 53-42. Í stöðunni 24-22 í fyrri hálfleik fékk Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, dæmda á sig tæknivillu að því er hann vildi meina fyrir litlar sakir. Hvort það hafi haft áhrif á taktinn í leik gestanna í leikhlutanum skal ósagt látið. Gestirnir úr Stykkishólmi mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Fremstur í flokki fór Jón Ólafur Jónsson betur þekktur sem Nonni Mæju. Hann skoraði átta af fyrstu tíu stigum gestanna sem minnkuðu smátt og smátt muninn. KR-ingar áttu í miklum vandræðum með að finna lausnir í sókninni og töpuðu boltanum ítrekað á klaufalegan hátt. Í stöðunni 61-54 ætlaði allt um koll að keyra. Svo virtist sem Sencanski í liði KR hefði slegið til Quincy Hankins-Cole og þurfti að ganga á milli þeirra. Uppskar hvor sína villuna. Uppákoman virtist nýtast gestunum ágætlega því þeir gengu á lagið og unnu leikhlutann með tíu stigum. Heimamenn leiddu þó með einu stigi fyrir fjórða leikhluta, 71-70. Snæfell byrjaði lokaleikhlutann af krafti. Hankins-Cole tróð boltanum af miklum tilþrifum í tvígang og Nonni Mæju setti fallegan þrist. Í stöðunni 75-81 leist Hrafni Kristjánssyni, þjálfara KR, ekki á blikuna og tók leikhlé. Í kjölfarið fór í gang þriggja stiga skotkeppni liðanna sem virtust aðeins hafa áhuga á þremur stigum í hverri sókn. Í stöðunni 84-89 fékk Nonni Mæju sína fimmtu villu. Við það hikstuðu gestirnir en enn ein troðsla Hankins-Cole kom þeim stigi yfir þegar um mínúta var eftir. Pálmi Sigurgeirsson skoraði úr tveimur vítaskotum þegar 15 sekúndur voru eftir og gestirnir með þriggja stiga forystu. KR-ingar brunuðu í sókn en Sheldon-Hall stal boltanum af Joshua Brown og gestirnir tryggðu sér sigur á vítalínunni. Hreggviður Magnússon lagaði reyndar stöðuna með flautukörfu langt utan af velli en sigurinn var Snæfellinga. KR-ingum voru mislagðar hendur í sóknarleiknum í kvöld, sérstaklega í síðari hálfleik. Þeir töpuðu boltanum alls 15 sinnum og átti Hreggviður Magnússon sérstaklega erfitt uppdráttar. Joshua Brown var stigahæstur með 23 stig og var heilt yfir bestur í liði KR. Snæfellingar hljóta að vera í skýjunum með sigurinn. Þeir spiluðu hörkuvörn í síðari hálfleiknum og settu niður mikilvæg skot þegar þess þurfti. Þá kveikti Hankins-Cole í liði sínu með glæsilegum troðslum en Bandaríkjamaðurinn skoraði alls 27 stig í leiknum. Maður leiksins var þó Nonni Mæju sem fór á kostum í upphafi síðari hálfleiks, setti niður mikilvæga þrista og gaf tóninn í varnarleiknum. Fjarvera hans undir lok fjórða leikhluta var nálægt því að kosta gestina sigurinn. Sigurinn hlýtur að vera sérstaklega sætur fyrir Snæfellinga eftir dramatískt tap gegn KR í viðureign liðanna í Powerade-bikarnum á mánudaginn. Að leiknum loknum eru KR-ingar í 2.-4. sæti með 16 stig líkt og Stjarnan og Keflavík en hafa spilað leik meira. Snæfell er í 6. sæti með 14 stig. KR-Snæfell 93-94 (22-20, 31-22, 18-28, 22-24)KR: Joshua Brown 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 17/14 fráköst, Finnur Atli Magnusson 16/9 fráköst, Dejan Sencanski 14/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 11, Martin Hermannsson 7, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2..Snæfell: Quincy Hankins-Cole 27/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/9 fráköst/5 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 17/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 6/5 fráköst, Ólafur Torfason 4, Óskar Hjartarson 3. Nonni Mæju: Ákveðnir að borga fyrir tapið í bikarnumJón Ólafur JónssonMynd/StefánJón Ólafur Jónsson fór fremstur í flokki í liði gestanna og var kampakátur með sigurinn. „Leikurinn á mánudaginn var hrikalega svekkjandi og við vorum alveg ákveðnir að borga fyrir það," sagði Jón Ólafur sem skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst. „Við ákváðum að spila vörnina af miklu meiri krafti í síðari hálfleik. Pressa þá stífar og láta þá hafa fyrir hlutanum," sagði Jón Ólafur sem fór af velli með sína fimmtu villu í stöðunni 84-89 og tæpar fjórar mínútur eftir. Við það hikstuðu gestirnir og KR-ingar gengu á lagið. „Við vorum dálítið óskynsamir í lokin og flýttum okkur of mikið í sókninni. Það gengur ekki upp. Við erum miklu betri þegar við látum boltann ganga og spilum sem lið," sagði Nonni og hélt inn í klefa. Skömmu síðar heyrðist hátt og snjallt: „Snæfell, Snæfell, Snæfell." Hrafn: Vörnin ekki nógu góð til að vinnaHrafn KristjánssonMynd/Stefán„Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik en mér fannst við samt aldrei spila nógu góða vörn til þess að vinna körfuboltaleik. Planið var að bæta vörnina í seinni hálfleik en það gekk svo sannarlega ekki eftir. Það er svolítið sárt," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, í leikslok. KR-ingar töpuðu boltanum 15 sinnum í leiknum, oft á afar klaufalegan hátt. „Við vorum bara með fjóra tapaða bolta í hálfleik. En margir af þessum töpuðu boltum voru mjög dýrir, á ögurstundu í seinni hálfleik," sagði Hrafn sem sagði mögulegt að um þreytu eða einbeitingarskort væri að ræða. Hann sagðist þó eiga sökina væru menn þreyttir inni á vellinum. Umdeilt atvik gerðist í þriðja leikhluta þegar Sencanski, Serbinn í liði KR, virtist slá til Hankins-Cole í liði gestanna. „Hann (Sencanski) bað mig afsökunar. Sagðist hafa misst stjórn á skapi sínu. Þessi ásetningsvilla var fyllilega verðskulduð. Hann sagðist hafa fengið olnboga í hálsinn en í hita leiksins er erfitt að greina hvort það sé viljandi eða ekki," sagði Hrafn.
Dominos-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira