Fimmta tap Hauka í röð | Njarðvíkingar unnu lokakaflann 14-2 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2012 20:58 Cameron Echols. Mynd/Valli Njarðvíkingar áttu frábæran lokasprett í tíu stiga sigri sínum á Haukum, 85-75, í leik liðanna í 13. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var jafn á flestum tölum en Njarðvíkingar unnu síðustu þrjár mínútur leiksins 14-2. Þetta var annar sigur Njarðvíkurliðsins í röð en Haukarnir eru hinsvegar ekki í alltof góðum málum í öðru fallsæti deildarinnar eftir fimmta tapið í röð. Cameron Echols var með 26 stig og 20 fráköst fyrir Njarðvík og Travis Holmes skoraði 24 stig. Ólafur Helgi Jónsson var síðan með 11 stig. Christopher Smith skoraði 29 stig og tók 19 fráköst hjá Haukum og Hayward Fain var með 17 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Njarðvík komst í 8-2 í upphafi leiks en Haukar voru fljótir að jafna leikinn og komast yfir. Njarðvíkingar áttu góðan endasprett í leikhlutanum og voru fimm stigum yfir, 24-19, við lok hans. Haukarnir skoruðu sex fyrstu stigin í öðrum leikhlutanum og komust yfir í 25-24. Liðin skiptust á að hafa forystuna í framhaldinu og staðan var síðan jöfn í hálfleik, 40-40. Christopher Smith var kominn með 23 stig í hálfleik en 58 prósent stiga liðsins. Njarðvíkingar komust sjö stigum yfir, 51-44, eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik en Haukar unnu sig aftur inn í leikinn og staðan var aftur jöfn, 59-59, við lok þriðja leikhlutans. Haukar voru 73-71 yfir þegar rúmar 3 mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu þá níu stig í röð og náðu sjö stiga forskoti þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum. Njarðvíkingar unnu að lokum tíu stiga sigur eftir að hafa endað leikinn á 14-2 spretti.Haukar-Njarðvík 75-85 (19-24, 21-16, 19-19, 16-26)Haukar: Christopher Smith 29/19 fráköst/6 varin skot, Hayward Fain 17/7 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Barja 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marel Örn Guðlaugsson 6, Helgi Björn Einarsson 6, Davíð Páll Hermannsson 5, Alik Joseph-Pauline 4/4 fráköst/6 stoðsendingar.Njarðvík: Cameron Echols 26/20 fráköst, Travis Holmes 24/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/3 varin skot, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 6/9 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 5, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Óli Ragnar Alexandersson 1, Páll Kristinsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Njarðvíkingar áttu frábæran lokasprett í tíu stiga sigri sínum á Haukum, 85-75, í leik liðanna í 13. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var jafn á flestum tölum en Njarðvíkingar unnu síðustu þrjár mínútur leiksins 14-2. Þetta var annar sigur Njarðvíkurliðsins í röð en Haukarnir eru hinsvegar ekki í alltof góðum málum í öðru fallsæti deildarinnar eftir fimmta tapið í röð. Cameron Echols var með 26 stig og 20 fráköst fyrir Njarðvík og Travis Holmes skoraði 24 stig. Ólafur Helgi Jónsson var síðan með 11 stig. Christopher Smith skoraði 29 stig og tók 19 fráköst hjá Haukum og Hayward Fain var með 17 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Njarðvík komst í 8-2 í upphafi leiks en Haukar voru fljótir að jafna leikinn og komast yfir. Njarðvíkingar áttu góðan endasprett í leikhlutanum og voru fimm stigum yfir, 24-19, við lok hans. Haukarnir skoruðu sex fyrstu stigin í öðrum leikhlutanum og komust yfir í 25-24. Liðin skiptust á að hafa forystuna í framhaldinu og staðan var síðan jöfn í hálfleik, 40-40. Christopher Smith var kominn með 23 stig í hálfleik en 58 prósent stiga liðsins. Njarðvíkingar komust sjö stigum yfir, 51-44, eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik en Haukar unnu sig aftur inn í leikinn og staðan var aftur jöfn, 59-59, við lok þriðja leikhlutans. Haukar voru 73-71 yfir þegar rúmar 3 mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu þá níu stig í röð og náðu sjö stiga forskoti þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum. Njarðvíkingar unnu að lokum tíu stiga sigur eftir að hafa endað leikinn á 14-2 spretti.Haukar-Njarðvík 75-85 (19-24, 21-16, 19-19, 16-26)Haukar: Christopher Smith 29/19 fráköst/6 varin skot, Hayward Fain 17/7 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Barja 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marel Örn Guðlaugsson 6, Helgi Björn Einarsson 6, Davíð Páll Hermannsson 5, Alik Joseph-Pauline 4/4 fráköst/6 stoðsendingar.Njarðvík: Cameron Echols 26/20 fráköst, Travis Holmes 24/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/3 varin skot, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 6/9 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 5, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Óli Ragnar Alexandersson 1, Páll Kristinsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira