Valskonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta í kvöld eftir 24-21 sigur á erkifjendunum í Fram í leik liðanna í átta liða úrslitum keppninnar.
Valsliðið skoraði sex fyrstu mörkin og komst síðan í 10-3 á fyrstu 20 mínútum leiksins. Framkonur náðu að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þær ekki og þar með er tveggja ára sigurganga þeirra í bikarnum á enda.
Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Vals og Fram í Vodafonehöllinn í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Frábær byrjun Valskvenna vó þungt - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti



Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn

Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn

Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni
Fótbolti



Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn