Blatter: Höness að kenna að München fékk ekki Vetrarólympíuleikana 2018 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 22:45 Höness á góðri stundu. nordic photos / getty images Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir að gagnrýni Þjóðverjans Uli Höness á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010 hafi orðið til þess að möguleikar München um að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018 urðu að engu. „Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2010 í Suður-Afríku töluðu Uli Höness og félagar niður viðburðinn, eitthvað sem er erfitt að toppa," sagði hinn svissneski Blatter við þýska blaðið Kicker. München var ein þeirra borga sem sótti um að halda leikana en svo fór að Pyeongchang í Suður-Kóreu hlaut hnossið. Blatter sagði Issa Hayatou, forseta afríska knattspyrnusambandsins, hafa sagt Franz Beckenbauer, að München skyldi ekki eiga von á neinum atkvæðum frá Afríkuþjóðum sökum gagnrýni Höness og félaga. Beckenbauer, sem varð heimsmeistari í knattspyrnu með V-Þjóðverjum sem leikmaður og þjálfari, hafði flogið til Durban í Suður-Afríku skömmu áður en alþjóðaólympíunefndin greiddi atkvæði sem fulltrúi þýsku borgarinar í þeim tilgangi að tala máli þýsku borgarinnar. „Hann (Hayatou) sagði Beckenbauer að hann skyldi ekki reikna með neinum atkvæðum frá Afríku. Þeir hefðu ekki gleymt því hvernig reynt hefði verið að eyðileggja heimsmeistaramótið," sagði Blatter sem var kjörinn forseti FIFA í fjórða skipti á síðasta ári. „Þannig fór það. Án atkvæðanna tólf frá Afríku er engin leið að vinna réttinn til að halda Ólympíuleika," sagði Svisslendingurinn. Höness, sem gegnir embætti forseta knattspyrnufélagsins Bayern München, var afar gagnrýninn á heimsmeistaramótið árið 2010. Hann sagði meðal annars að ákvörðunin um að halda keppnina í Suður-Afríku væru ein stærstu mistök Blatter í starfi vegna öryggismála. Höness og Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern, hafa einnig harðlega gagnrýnt Blatter undanfarna mánuði en Svisslendingurinn hefur verið í sviðsljósinu vegna ásakana um spillingu í starfi. Þýski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir að gagnrýni Þjóðverjans Uli Höness á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2010 hafi orðið til þess að möguleikar München um að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018 urðu að engu. „Í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 2010 í Suður-Afríku töluðu Uli Höness og félagar niður viðburðinn, eitthvað sem er erfitt að toppa," sagði hinn svissneski Blatter við þýska blaðið Kicker. München var ein þeirra borga sem sótti um að halda leikana en svo fór að Pyeongchang í Suður-Kóreu hlaut hnossið. Blatter sagði Issa Hayatou, forseta afríska knattspyrnusambandsins, hafa sagt Franz Beckenbauer, að München skyldi ekki eiga von á neinum atkvæðum frá Afríkuþjóðum sökum gagnrýni Höness og félaga. Beckenbauer, sem varð heimsmeistari í knattspyrnu með V-Þjóðverjum sem leikmaður og þjálfari, hafði flogið til Durban í Suður-Afríku skömmu áður en alþjóðaólympíunefndin greiddi atkvæði sem fulltrúi þýsku borgarinar í þeim tilgangi að tala máli þýsku borgarinnar. „Hann (Hayatou) sagði Beckenbauer að hann skyldi ekki reikna með neinum atkvæðum frá Afríku. Þeir hefðu ekki gleymt því hvernig reynt hefði verið að eyðileggja heimsmeistaramótið," sagði Blatter sem var kjörinn forseti FIFA í fjórða skipti á síðasta ári. „Þannig fór það. Án atkvæðanna tólf frá Afríku er engin leið að vinna réttinn til að halda Ólympíuleika," sagði Svisslendingurinn. Höness, sem gegnir embætti forseta knattspyrnufélagsins Bayern München, var afar gagnrýninn á heimsmeistaramótið árið 2010. Hann sagði meðal annars að ákvörðunin um að halda keppnina í Suður-Afríku væru ein stærstu mistök Blatter í starfi vegna öryggismála. Höness og Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri Bayern, hafa einnig harðlega gagnrýnt Blatter undanfarna mánuði en Svisslendingurinn hefur verið í sviðsljósinu vegna ásakana um spillingu í starfi.
Þýski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira