Fótbolti

Anzhi á höttunum eftir Sneijder

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Hinir moldríkur eigendur Anzhi Makhachkala í Rússlandi munu nú vera á höttunum eftir Wesley Sneijder, leikmanni Inter á Ítalíu.

Félagaskiptaglugginn í Rússlandi er enn opinn en ekki verður lokað á félagaskipti þar í landi fyrr en 24. febrúar næstkomandi.

Rússneskir fjölmiðlar fullyrða að Anzhi ætli sér að styrkja leikmannahópinn í mánuðinum en Sneijder hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Anzhi er sagt reiðubúið að borga 25 milljónir evra fyrir kappann.

Sneijder var sjálfur orðaður við Manchester United í sumar en talið er að ekkert hafi orðið af þeim félagaskiptum vegna hárra launakrafna kappans. Hann ætti því að vera ánægður með tilboð Rússana sem munu vera reiðubúnir að borga honum átta milljónir evra í árslaun - um 1,3 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×