Handbolti

Sunna María með tíu mörk í sigri Gróttu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunna María Einarsdóttir.
Sunna María Einarsdóttir.
Sunna María Einarsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru aðeins einu stigi á eftir Haukum í baráttunni um sjötta sætið í N1 deild kvenna í handbolta eftir 24-19 sigur í innbyrðisleik liðanna í dag. Gróttuliðið hefur þar með unnið tvo sigra á nýja árinu en liðið náði ekki að vinna leik fyrir jól.

Sunna María fór fyrir sínu liði og skoraði tíu mörk í leiknum en þær Unnur Ómarsdóttir og Laufey Ásta Guðmundsdóttir voru báðar með sex mörk. Haukaliðið hafði unnið sannfærandi sigur á FH í síðasta leik en náði ekki að fylgja honum eftir í dag.



Grótta-Haukar 24-19 (12-8)

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 10, Unnur Ómarsdóttir 6, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 6, Björg Fenger 1, Rebekka Guðmundsdóttir 1.

Mörk Hauka: Marija Gedroit 6, Silja Ísberg 4, Ásta Björk Agnarsdóttir 3, Karen Helga Sigurjónsdóttir 2, Viktoría Valdimarsdóttir 1, Díana Sigmarsdóttir 1, Elsa Björg Árnadóttir 1, Ásthildur Friðgeirsdóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×