Heil umferð fór fram í N1-deild kvenna í dag. Toppliðin Fram og Valur unnu örugga sigra en HK, sem er í þriðja sæti, vann góðan sigur á Stjörnunni á heimavelli.
Í botnbaráttunni hafði KA/Þór betur gegn botnliði FH, 25-21, í Hafnarfirði og komst þar með upp í sjöunda sæti deildarinnar.
Grótta er í sjöunda sætinu eftir að hafa tapað fyrir Val og Haukar eru í sjötta eftir tap fyrir Fram.
Fram og Valur eru með 20 stig en HK með fjórtán. ÍBV sat hjá í dag en liðið er í fimmta sæti með tólf stig og Stjarnan kemur svo næst með tíu.
Úrslit og markaskorarar dagsins:
FH - KA/Þór 21-25
Mörk FH: Indíana N. Jóhannsdóttir 6, Kristrún Steinþórsdóttir 5, Sigrún Jóhannsdóttir 3, Birna Íris Helgadóttir 2, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 2, Steinunn Snorradóttir 1.
Mörk KA/Þórs: Ásdís Sigurðardóttir 12, Martha Hermannsdóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Kolbrá Ingólfsdóttir 3, Erla Heiður Tryggvadóttir 1.
Haukar - Fram 24-28
Mörk Hauka: Marija Gedroit 9, Ásta Börk Agnarsdóttir 5, Viktoría Valdimarsdóttir 3, Silja Ísberg 3, Ásthildur Friðriksdóttir 2, Karen Helga Sigurjónsdóttir 1, Díana Sigmarsdóttir 1.
Varin skot: Rakel Kristín Jónsdóttir 6, Sólvegi Björk Ásmundsdóttir 3.
Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Anett Köbli 4, Sunna Jónsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Guðrún Þór Hálfdánsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1, María Karlsdóttir 1.
Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 14, Karen Ösp Guðbjörnsdóttir 2.
Valur - Grótta 27-22
Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8, Anna úrsúla Guðmundsdóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4, Dagný Skúladóttir 3, Þorgerður Anna Atladóttir 3, Karólína Lárudóttir 2, Ágústa Edda Björnsdóttir 1, Nataly Valencia 1, Arndís María Erlingsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Laufey Guðmundsdóttir 4, Sunna María Einarsdóttir 4, Elín Helga Jónsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Tinna Laxdal 3, Sóley Arnarsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Guðríður Ósk Jónsdóttir 1.
HK - Stjarnan 32-30
Mörk HK: Elísa Ósk Viðarsdóttir 7, Heiðrún Björk Helgadóttir 5, Brynja Magnúsdóttir 4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4, Elín Anna Baldursdóttir 3, Elva Björg Arnarsdóttir 3, Gerður Arinbjarnar 2.
Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 8, Hanna G. Stefánsdóttir 8, Rut Steinsen 4, Esther Ragnarsdóttir 3, Þórhildur Gunnarsdóttir 3, Hildur Harðardóttir 2, Sandra Sigurjónsdóttir 2.
Fram og Valur með örugga sigra
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti



Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn

Komnir með þrettán stiga forskot
Enski boltinn

Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni
Fótbolti


Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn
