Handbolti

Hrafnhildur Ósk: Ætluðum ekki að grenja hérna þriðja árið í röð

Stefán Hirst Friðriksson í Laugardalshöll skrifar
Hrafnhildur skoraði fimm mörk fyrir Valskonur í dag.
Hrafnhildur skoraði fimm mörk fyrir Valskonur í dag. Mynd / Daníel
„Þetta var eiginlega alltof auðvelt. Við vorum að búast við hörkuleik en hernaðaráætlun okkar tókst fullkomlega. Við ætluðum að koma þeim á óvart með framliggjandi vörn og þær voru ekkert að komast framhjá okkur," sagði Hrafnhildur.

,,Við erum með frábæra liðsheild. Við vorum ekkert að svekkja okkur þó að við höfum klúðrað fullt af dauðafærum í leiknum. Það var bara alltaf næsti bolti sem myndi enda inni og við vorum ekkert að hengja haus í leiknum. Eins og ég segi var þetta bara nokkuð auðvelt í dag," bætti Hrafnhildur við.

Aðspurð um hvort að tap í bikarúrslitum síðustu tveggja ára hefði haft einhver áhrif eða aukið spennuna í undirbúningnum sagði Hrafnhildur:

,,Við vorum ennþá meira ákveðnar að vinna þennan leik eftir að hafa tapað síðustu tvö ár í bikarúrslitum. Maður þekkir alveg þá tilfinningu að tapa líka og það er náttúrulega ömurleg tilfinning. Við vorum ekki að fara að grenja hérna þriðja árið í röð," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals sátt í lok leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×