Hlaupararnir Trausti Stefánsson og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir munu keppa fyrir Íslands hönd á HM innanhúss í frjálsíþróttum sem fer fram í Istanbúl í Tyrklandi dagana 9.-11. mars næstkomandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frjálsíþróttasambandi Íslands en þátttaka þeirra er háð staðfestingu Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF, þar sem enginn íslenskur keppandi náði lágmarki fyrir mótið.
Trausti og Hrafnhild Eir hafa náð flestum stiga þeirra einstaklinga sem komu til greina við val Frjálsíþróttasambandsins, samkvæmt tilkynningunni. Trausti keppir í 400 m hlaupi en hann hefur tvíbætt Íslandsmet sitt í greininni á árinu. Hrafnhild Eir mun keppa í 60 m hlaupi en hún á best 7,69 sekúndur í greininni.
Trausti og Hrafnhild fulltrúar Íslands á HM
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti


„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti
Fleiri fréttir
