Körfubolti

Bikarmeistararnir sækja Þórsara heim | þrír leikir í kvöld

Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur hefur landað 34 titlum á ferli sínum sem þjálfari.
Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur hefur landað 34 titlum á ferli sínum sem þjálfari. Valli
Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar 17. umferð lýkur. Botnlið Vals tekur á móti Tindastól á Hlíðarenda, Þór Þorlákshöfn leikur gegn nýkrýndum bikarmeisturum úr Keflavík. KR-ingar taka á móti Fjölni. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15.

Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Stjarnan sem er í öðru sæti. Þórsarar, sem eru nýliðar í deildinni, eru í fimmta sæti með 20 stig og má búast við hörkuleik.

KR-ingar eru í fjórða sæti með 20 stig en Fjölnismenn eru í áttunda sæti með 14 stig. Tindastóll er í hörkubaráttu um að komast í úrslitakeppnina en liðið er í 9. sæti með 14 stig líkt og Fjölnir. Átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Valsmenn eru án stiga í neðsta sæti deildarinnar en liðið leikur nú án erlendra leikmanna og undirbýr sig fyrir átökin í næst efstu deild á næsta tímabili.

Valur – Tindastóll

KR – Fjölnir

Þór Þ – Keflavík

Staðan í deildinni:

1. Grindavík 32

2. Stjarnan 22

3. Keflavík 22

4. KR 20

5. Þór Þorlákshöfn 20

6. Snæfell 18

7. Njarðvík 16

8. Fjölnir 14

9. Tindastóll 14

10. ÍR 12

11. Haukar 8

12. Valur 0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×