Kaupþingsforstjóri skaut fast á seðlabankastjóra í rafmögnuðu lofti Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. mars 2012 19:30 Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann gagnrýndi starfsmenn seðlabankans fyrir dómi fyrir þversagnir í orðum og athöfnum. Hreiðar Már sagði fyrir dómi að það stæðist ekki að Seðlabankinn hafi í einu orðinu varað við hruni og vanda bankannna en samt lagt til að 800 milljónum evra af skattfé almennings yrði varið í kaup á 75 prósent hlutafjár í Glitni. Hreiðar var þar að vísa til Glitnishelgarinnar svokölluðu í Seðlabankanum þegar tilkynnt var í Seðlabankanum 29. september 2008 um kaup ríkisins á 75 prósent hlutafjár í Glitni fyrir 84 milljarða króna. Kaupin raungerðust aldrei því Alþingi setti neyðarlög 6. október sama ár og Glitnir skilaði starfsleyfi sínu á grundvelli þeirra. „Aftur var Seðlabankinn að valda okkkur vonbrigðum þegar hann ætlaði að vera lánveitandi til þrautavara í lok september 2008 þá tók hann að okkar viti gríðarlega ranga ákvörðun að kaupa hlutafé í Glitni fyrir 800 milljónir evra. Við erum búin að hlusta á þrjá seðlabankamenn lýsa því yfir að þeir hafi vitað hvað í stefndi. Af hverju tóku þeir þá ákvörðun um að eyða 800 milljónum evra af skattpeningum til að kaupa hlutafé í Glitni? Það fær ekki staðist í mínum huga," sagði Hreiðar Már fyrir Landsdómi.Pólitík réð ferðinni Hreiðar Már gagnrýndi líka framgang Seðlabankans í embættistíð Davíðs Oddssonar fyrir að hafa látið pólitík ráða ferðinni í stefnumótun. „Það olli okkur gríðarlegum vonbrigðum þegar við ætluðum að breyta um uppgjörsmynt og ætluðum að gera upp í evrum, þegar Seðlabanki Íslands kom í veg fyrir það. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur. (...) Vandamálið er þegar þú ert með gjaldmiðil sem sveiflast jafn mikið og íslenska krónan þá er gríðarlega erfitt að útskýra fyrir fjárfestum (...) og öðrum hvað er raunverulega að gerast. (...) Ég tel að þetta hafi verið röng ákvörðun hjá Seðlabanka Íslands að hafna Kaupþingi að gera upp í evrum," sagði Hreiðar Már.Allir vilja NIBC-vísuna kveðið hafa Þá var Hreiðar Már spurður um aðkomu stjórnvalda að kaupunum á hollenska bankanum NIBC. Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri FME sagði fyrr í dag að þrír væru nú búnir að reyna að eigna sér heiðurinn af því að fallið var frá þeim kaupum. Jónas reyndi hins vegar ekki að eigna sér neinn heiður af þessu. Skýrslutaka yfir Hreiðari varpaði hins vegar ljósi á málið. Hreiðar Már sagðist fyrir dómi hafa rætt við Jónas Fr. um hans aðkomu að málinu. „Jónas Fr. ræddi við seljandann og gerði honum grein fyrir að það væri ekki sjálfgefið að FME myndi samþykkja kaupin," sagði Hreiðar Már. Óbeinn þrýstingur? „Já, kannski." Fram hefur komið að nokkrir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara gerðu sér sérstaklega ferð í Landsdóm til að fylgjast með skýrslutöku yfir Hreiðari. Þeir yfirgáfu síðan salinn þegar skýrslutöku yfir honum var lokið. Hreiðar Már hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu svokallaða og hefur réttarstöðu sakbornings í fleiri málum. Að lokinni skýrslutöku vildi Hreiðar Már ekkert segja við fjölmiðla. Þrátt fyrir mikinn ágang og ítrekaðar spurningar. Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sótti Hreiðar Má á Land-Rover jeppa og þeir keyrðu á brott. Gunnar Steinn hefur verið Hreiðari Má innan handar með ímyndarmál og fleira og veitti honum t.d ráðgjöf fyrir Kastljóssviðtal sem hann mætti í árið 2009. thorbjorn@stod2.is Landsdómur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann gagnrýndi starfsmenn seðlabankans fyrir dómi fyrir þversagnir í orðum og athöfnum. Hreiðar Már sagði fyrir dómi að það stæðist ekki að Seðlabankinn hafi í einu orðinu varað við hruni og vanda bankannna en samt lagt til að 800 milljónum evra af skattfé almennings yrði varið í kaup á 75 prósent hlutafjár í Glitni. Hreiðar var þar að vísa til Glitnishelgarinnar svokölluðu í Seðlabankanum þegar tilkynnt var í Seðlabankanum 29. september 2008 um kaup ríkisins á 75 prósent hlutafjár í Glitni fyrir 84 milljarða króna. Kaupin raungerðust aldrei því Alþingi setti neyðarlög 6. október sama ár og Glitnir skilaði starfsleyfi sínu á grundvelli þeirra. „Aftur var Seðlabankinn að valda okkkur vonbrigðum þegar hann ætlaði að vera lánveitandi til þrautavara í lok september 2008 þá tók hann að okkar viti gríðarlega ranga ákvörðun að kaupa hlutafé í Glitni fyrir 800 milljónir evra. Við erum búin að hlusta á þrjá seðlabankamenn lýsa því yfir að þeir hafi vitað hvað í stefndi. Af hverju tóku þeir þá ákvörðun um að eyða 800 milljónum evra af skattpeningum til að kaupa hlutafé í Glitni? Það fær ekki staðist í mínum huga," sagði Hreiðar Már fyrir Landsdómi.Pólitík réð ferðinni Hreiðar Már gagnrýndi líka framgang Seðlabankans í embættistíð Davíðs Oddssonar fyrir að hafa látið pólitík ráða ferðinni í stefnumótun. „Það olli okkur gríðarlegum vonbrigðum þegar við ætluðum að breyta um uppgjörsmynt og ætluðum að gera upp í evrum, þegar Seðlabanki Íslands kom í veg fyrir það. Það voru mikil vonbrigði fyrir okkur. (...) Vandamálið er þegar þú ert með gjaldmiðil sem sveiflast jafn mikið og íslenska krónan þá er gríðarlega erfitt að útskýra fyrir fjárfestum (...) og öðrum hvað er raunverulega að gerast. (...) Ég tel að þetta hafi verið röng ákvörðun hjá Seðlabanka Íslands að hafna Kaupþingi að gera upp í evrum," sagði Hreiðar Már.Allir vilja NIBC-vísuna kveðið hafa Þá var Hreiðar Már spurður um aðkomu stjórnvalda að kaupunum á hollenska bankanum NIBC. Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri FME sagði fyrr í dag að þrír væru nú búnir að reyna að eigna sér heiðurinn af því að fallið var frá þeim kaupum. Jónas reyndi hins vegar ekki að eigna sér neinn heiður af þessu. Skýrslutaka yfir Hreiðari varpaði hins vegar ljósi á málið. Hreiðar Már sagðist fyrir dómi hafa rætt við Jónas Fr. um hans aðkomu að málinu. „Jónas Fr. ræddi við seljandann og gerði honum grein fyrir að það væri ekki sjálfgefið að FME myndi samþykkja kaupin," sagði Hreiðar Már. Óbeinn þrýstingur? „Já, kannski." Fram hefur komið að nokkrir starfsmenn embættis sérstaks saksóknara gerðu sér sérstaklega ferð í Landsdóm til að fylgjast með skýrslutöku yfir Hreiðari. Þeir yfirgáfu síðan salinn þegar skýrslutöku yfir honum var lokið. Hreiðar Már hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu svokallaða og hefur réttarstöðu sakbornings í fleiri málum. Að lokinni skýrslutöku vildi Hreiðar Már ekkert segja við fjölmiðla. Þrátt fyrir mikinn ágang og ítrekaðar spurningar. Gunnar Steinn Pálsson almannatengill sótti Hreiðar Má á Land-Rover jeppa og þeir keyrðu á brott. Gunnar Steinn hefur verið Hreiðari Má innan handar með ímyndarmál og fleira og veitti honum t.d ráðgjöf fyrir Kastljóssviðtal sem hann mætti í árið 2009. thorbjorn@stod2.is
Landsdómur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira