Körfubolti

Vesturlandsslagur í úrslitum 1. deildar karla í körfubolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darrell Flake.
Darrell Flake. Mynd/E. Stefán
Það verða Vesturlandsliðin og nágrannarnir Skallagrímur og ÍA sem mætast í úrslitaeinvíginu í 1. deild karla í körfubolta en bæði lið unnu undanúrslitaeinvígi sín 2-0. ÍA vann 86-72 sigur á Hamar á Akranesi í kvöld en Skallagrímur tryggði sig áfram með 88-77 sigri á Hetti á Egilsstöðum.

Skallagrímur var síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2008-09 en það eru liðin tólf ár síðan að Skagamenn spiluðu í efstu deild í körfunni. ÍA var síðasta liðið inn í úrslitakeppnina en hefur spilað mjög vel í síðustu tveimur leikjum.

Terrence Watson, spilandi þjálfari ÍA, var einni stoðsendingu frá þrennunni í kvöld en hann endaði með 19 stig, 18 fráköst og 9 stoðsendingar. Calvin Wooten skoraði 30 stig fyrir Hamar en Hvergerðingar áttu aldrei möguleika í Skagaliðið í þessum tveimur leikjum.

Darrell Flake var með 19 stig og 12 fráköst hjá Skallagrími og Egill Egilsson skoraði 18 stig en það dugði Hetti ekki að Michael Sloan skoraði 44 stig í leiknum.



ÍA-Hamar 86-72 (23-16, 25-15, 21-21, 17-20)

ÍA: Terrence Watson 19/18 fráköst/9 stoðsendingar, Áskell Jónsson 17/7 fráköst, Lorenzo Lee McClelland 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Kristján Nikulásson 10/4 fráköst, Ómar Örn Helgason 10, Sigurður Rúnar Sigurðsson 7/5 fráköst, Dagur Þórisson 3, Birkir Guðjónsson 3, Trausti Freyr Jónsson 3.

Hamar: Calvin Wooten 30, Louie Arron Kirkman 13/5 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 10/8 fráköst, Halldór Gunnar Jónsson 8, Björgvin Jóhannesson 3, Emil F. Þorvaldsson 3, Lárus Jónsson 2/5 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 2, Svavar Páll Pálsson 1.



Höttur-Skallagrímur 77-88 (21-20, 22-26, 15-25, 19-17)

Höttur: Michael Sloan 44/5 fráköst, Bjarki Ármann Oddsson 12/9 fráköst, Trevon Bryant 8/16 fráköst/3 varin skot, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 4, Andrés Kristleifsson 3, Viðar Örn Hafsteinsson 2, Kristinn Harðarson 2, Frosti Sigurdsson 2.

Skallagrímur: Darrell Flake 19/12 fráköst, Egill Egilsson 18/4 fráköst, Danny Rashad Sumner 16, Sigmar Egilsson 15, Lloyd Harrison 12/10 fráköst/8 stoðsendingar, Hörður Helgi Hreiðarsson 8/7 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×