Handbolti

Framkonur náðu aftur tveggja stiga forystu á toppnum | Fjórtán sigrar í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stella Sigurðardóttir
Stella Sigurðardóttir Mynd/Valli
Fram náði tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir sjö marka sigur á Gróttu, 25-18, í Safamýrinni í dag. Gróttuliðið hefur vaxið mikið eftir áramót en náði aðeins að halda í við Framliðið í fyrri hálfleik.

Fram tapaði óvænt fyrsta leik sínum í deildinni í haust en hefur síðan unnið fjórtán deildarleiki í röð. Nú er tíu leikja hlé á deildinni en í næstu umferð mætast Fram og Valur í óopinberum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn.



Fram - Grótta 25-18 (12-10)

Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 8, Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Karólína Vilborg Torfadóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1,

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 6, Unnur Ómarsdóttir 6, Tinna Laxdal 2, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1, Ásrún Lilja Birgisdóttir 1, Björg Fenger 1, Elín Helga Jónsdóttir 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×