Umfjöllun og viðtöl Akureyri - Valur 27-25 Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 30. mars 2012 15:08 Mynd/Valli Akureyri vann Val 27-25 í lokaumferð N1-deildar karla í kvöld. Leikurinn var æsispennandi þar til undir lokin þegar Akureyri reyndist sterkara. Áður en leikur hófst klöppuðu stuðningsmenn Akureyrar vel og lengi fyrir Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, en hann er á leiðinni út til Danmerkur. Þá fékk Andri Snær Stefánsson fékk blómvönd fyrir sinn hundraðasta leik sem hann leik í síðustu umferð gegn FH. Svarta Áttan, stuðningsmannafélag Akureyrar, gaf einnig Guðmundi Hólmari Helgasyni gjöf í tilefni þess að hann er nýbakaður faðir. Það var ekki nein gjafmildi í boði í upphafi leiks en bæði lið mættu tilbúin til leiks klár í að berjast um tvö stigin sem í boði voru. Það var ekki fyrr en fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður sem Valsmenn náðu þriggja marka forustu í fyrsta sinn í leiknum. Sú forusta dugði skammt þar sem Akureyringar voru búnir að jafna strax um fimm mínútum seinna eftir að Atli Hilmarsson tók leikhlé. Valsmenn sóttu vel út á móti Guðmundi Hólmari og riðlaði það sóknarleik Akureyrar nokkuð. Liðin var hikandi oft á tíðum og tapaði boltanum nokkrum sinnum klaufalega. Valsmenn voru fljótir að refsa og skoruðu nokkur mörk úr hraðaupphlaupum. Gestirnir sóttu stíft á skyttur Akureyrar sem fundu í staðinn Hörð Fannar ítrekað inni á línunni. Hann fékk ein sjö dauðafæri, skoraði fimm mörk og fiskaði víti. Sókn Valsmanna var fín lengst af og Akureyringar náðu ekki að finna taktinn almennilega í vörninni. Báðir markmennirnir, Sveinbjörn hjá Akureyri og Hlynur hjá Val, vörðu sjö skot í hálfleiknum. Jafnt var svo á flestum tölum út hálfleikinn þangað til að Valsmenn náðu að fara inn í leikhléið með eins marka forustu, 16-17. Akureyringar mættu mjög svo grimmir til leiks í seinni hálfleik og voru fljótir að koma sér í tveggja marka forsutu og var það þéttur varnarleikur þeirra sem skilaði þeirri forustu. Valsmenn áttu í bullandi vandræðum með að finna leið í geg enda skoruðu þeir aðeins tvö mörk á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks og Sturla Ásgeirsson átti þau bæði. Varnarleikur Valsmanna var aftur á móti nokkuð góður og Hlynur Morthens á varðbergi þar fyrir aftan. Sturla Ásgeirsson hélt áfram að leiða sóknarleik Vals en Bjarni Fritzsson var öflugastur sóknarlega í liði Akureyrar í bráðfjörugum seinni hálfleik þar sem liðin skiptust á að leiða. Stefán "Uxi" Guðnason kom þá inn á í mark Akureyrar lokaði markinu og lagði grunn að tveggja marka sigri Akureyringa. Stefán var frábær undir lokin og varði vel. Akureyrar sigu fram úr og unnu flottan sigur í skemmtilegum leik. Valsmenn hefðu getað komist yfir þegar Stefán varði meistaralega úr hraðaupphlaupi og þeir gátu svo jafnað þegar Stefán varði úr dauðafæri. Uxinn tók svo enn eitt skotið að utan og lagði grunn að sigrinum. Hörður Fannar var virkilega öflugur í liði Akureyrar og Guðlaugur stóð vörnina vel. Sturla var bestur í liði Vals í kaflaskiptum leik. Akureyri mætir FH í undanúrslitunum þar sem FH á heimaleikjarétt. Valur er aftur á móti komið í sumarfrí. Stefán Guðnason: Lokaði markinu til að losna við skammir frá Bjarna Fritz Stefán "Uxi" Guðnason var að vonum kátur eftir leik enda mætti hann í markið undir lokin og lokaði því hreinlega, varði þrjú síðustu skot leiksins og átti mikið í því að heimamenn lönduðu sigri. "Það komu þægileg skot, vörnin small í gang og lokaði vel þannig að skotmenn gátu varla sett hann annarstaðar en þar sem ég náði til. Bjarni er alltaf á bakinu á mér með staðsetningar fyrir hvert mark sem ég fæ á mig í leik þá er hann kominn er það bara hálftími aukalega með honum. Það er því best að hafa mörkin sem fæst, því þá kemst ég fyrr heim." Núna er það ljóst að Akureyringar mæta FH í úrslitum, er Stefán sáttur með þá niðurstöðu? "Það er skemmtilegra að fá FHinga og þá eru það helst sárindi frá síðasta tímabili sem sitja í manni og ég er mjög ánægður að fá tækifæri til að kvitta fyrir það." Sturla Ásgeirsson: Ætlaði aldrei aftur í frí fyrir páska Sturla Ásgeirsson var ekkert sérstaklega sáttur eftir leikinn í kvöld enda voru Valsmenn inni í leiknum þangað til að Stefán Guðnason lokaði markinu. "Já, þetta var bara fínn leikur af okkar hálfu þangað til að það voru bara 2-3 mínútur eftir. Stefán kom í markið, Fúsi er eini sem er svona stór fyrir sunnan og hann er með okkur í liði þannig að mönnum brá og skutu bara í hann. Það voru rosalega dýrar vörslur fyrir okkur, þeir náðu að skora í bakið og komast yfir." Var hann annars sáttur með leik Valsmanna í kvöld þrátt fyrir tap? "Þetta var einn af okkar betri leikjum í vetur, skemmtilegt að spila enda fullt af fólki í húsinu enda mikilvægur leikur fyrir Akureyri. Bara helst súrt að fá ekkert út úr þessu. Það er líf í húsinu, maður heyrir í þeim og það er bara gaman enda eflir það mann bara og peppir." Þetta er annað árið í röð sem Sturla er að fara í frí áður en úrslitakeppnin hefst. Þetta er væntanlega ekki í takt við væntingar og plön? "Sama gerðist í fyrra, ég sagði þá við mig að þetta ætti aldrei að gerast aftur að vera kominn í frí fyrir páska. Ég, strákarnir og allt félagið erum mjög óánægð með að komast ekki í úrslitin. Einhverjir dýrir punktar á tímabilinu eru að gera það að verkum að við erum ekki að komast áfram. Við höfum sýnt það að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild á góðum degi eins og flest lið í þessari deild." "Oft hefur þetta munað ofboðslega litlu, verið að fá á okkur mörk á lokakafla leiks og annað slíkt. Við komum samt sterkir inn í þessa síðustu umferð en það var bara ekki nóg, of lítið of seint." Sagði Sturla Ásgeirsson stuttu áður en hann lagði af stað út í rútu sem hann taldi ágætlega verðskuldað miðað við árangur tímabilsins.Atli Hilmarsson ánægður með karakterinn "Ég er bara rosalega ánægður að ná að klára þetta. Þetta er mjög mikilvægt upp á framhaldið að láta ekki slá sig útaf laginu. Við höfum verið á góðu róli og viljum halda því áfram." "Við vorum mjög ósáttir með okkur í hálfleik og ákváðum það að breyta aðeins varnarleiknum, færa okkur framar og komast í meiri snertingu við þá og það gekk ágætlega framan af en svo duttum við aftur í sama farið. Þetta er samt Akureyrar-karakterinn að klára þetta svona í restina." "Aðal atriðið í þessum leik var að vinna og sjá hvað það gefur okkur, því miður var það bara þriðja sætið, en samt. Að lenda í þriðja sæti í þessari deild finnst mér bara vera frábær árangur miðað við allt og allt. Við vorum í tómum vandræðum í fyrstu umferð og næst neðstir lengi vel. Við höfum verið á siglingu og það fyllir mann bjartsýni fyrir úrslitakeppnina." Nú er það ljóst að Akureyri mætir FH í undanúrslitum. "Það verður viss mótivering hjá okkur að svara fyrir síðasta tímabil og þessi leikur fyrir tveimur umferðum síðan á móti þeim hjálpar okkur þar sem við gjörsamlega pökkuðum þeim saman. Með það að framkalla svoleiðis leik aftur þá erum við í fínum málum. Þessi fjögur lið sem komast áfram plús Fram eru öll frábær lið og allt getur gerst. Auðvitað hafa Haukar og FH forskot sem er heimaleikjarétturinn." Atli er væntanlega sáttur með innkomu Stefáns Guðnasonar í markinu, er hann að minna á sig fyrir úrslitakeppnina? "Hann fær nú ekki mörg tækifæri en þegar hann það gerist þá kemur hann svona inn og það er alveg frábært. Auðvitað minnir hann á sig, það er alveg frábært að gera þetta svona." Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Akureyri vann Val 27-25 í lokaumferð N1-deildar karla í kvöld. Leikurinn var æsispennandi þar til undir lokin þegar Akureyri reyndist sterkara. Áður en leikur hófst klöppuðu stuðningsmenn Akureyrar vel og lengi fyrir Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, en hann er á leiðinni út til Danmerkur. Þá fékk Andri Snær Stefánsson fékk blómvönd fyrir sinn hundraðasta leik sem hann leik í síðustu umferð gegn FH. Svarta Áttan, stuðningsmannafélag Akureyrar, gaf einnig Guðmundi Hólmari Helgasyni gjöf í tilefni þess að hann er nýbakaður faðir. Það var ekki nein gjafmildi í boði í upphafi leiks en bæði lið mættu tilbúin til leiks klár í að berjast um tvö stigin sem í boði voru. Það var ekki fyrr en fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður sem Valsmenn náðu þriggja marka forustu í fyrsta sinn í leiknum. Sú forusta dugði skammt þar sem Akureyringar voru búnir að jafna strax um fimm mínútum seinna eftir að Atli Hilmarsson tók leikhlé. Valsmenn sóttu vel út á móti Guðmundi Hólmari og riðlaði það sóknarleik Akureyrar nokkuð. Liðin var hikandi oft á tíðum og tapaði boltanum nokkrum sinnum klaufalega. Valsmenn voru fljótir að refsa og skoruðu nokkur mörk úr hraðaupphlaupum. Gestirnir sóttu stíft á skyttur Akureyrar sem fundu í staðinn Hörð Fannar ítrekað inni á línunni. Hann fékk ein sjö dauðafæri, skoraði fimm mörk og fiskaði víti. Sókn Valsmanna var fín lengst af og Akureyringar náðu ekki að finna taktinn almennilega í vörninni. Báðir markmennirnir, Sveinbjörn hjá Akureyri og Hlynur hjá Val, vörðu sjö skot í hálfleiknum. Jafnt var svo á flestum tölum út hálfleikinn þangað til að Valsmenn náðu að fara inn í leikhléið með eins marka forustu, 16-17. Akureyringar mættu mjög svo grimmir til leiks í seinni hálfleik og voru fljótir að koma sér í tveggja marka forsutu og var það þéttur varnarleikur þeirra sem skilaði þeirri forustu. Valsmenn áttu í bullandi vandræðum með að finna leið í geg enda skoruðu þeir aðeins tvö mörk á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks og Sturla Ásgeirsson átti þau bæði. Varnarleikur Valsmanna var aftur á móti nokkuð góður og Hlynur Morthens á varðbergi þar fyrir aftan. Sturla Ásgeirsson hélt áfram að leiða sóknarleik Vals en Bjarni Fritzsson var öflugastur sóknarlega í liði Akureyrar í bráðfjörugum seinni hálfleik þar sem liðin skiptust á að leiða. Stefán "Uxi" Guðnason kom þá inn á í mark Akureyrar lokaði markinu og lagði grunn að tveggja marka sigri Akureyringa. Stefán var frábær undir lokin og varði vel. Akureyrar sigu fram úr og unnu flottan sigur í skemmtilegum leik. Valsmenn hefðu getað komist yfir þegar Stefán varði meistaralega úr hraðaupphlaupi og þeir gátu svo jafnað þegar Stefán varði úr dauðafæri. Uxinn tók svo enn eitt skotið að utan og lagði grunn að sigrinum. Hörður Fannar var virkilega öflugur í liði Akureyrar og Guðlaugur stóð vörnina vel. Sturla var bestur í liði Vals í kaflaskiptum leik. Akureyri mætir FH í undanúrslitunum þar sem FH á heimaleikjarétt. Valur er aftur á móti komið í sumarfrí. Stefán Guðnason: Lokaði markinu til að losna við skammir frá Bjarna Fritz Stefán "Uxi" Guðnason var að vonum kátur eftir leik enda mætti hann í markið undir lokin og lokaði því hreinlega, varði þrjú síðustu skot leiksins og átti mikið í því að heimamenn lönduðu sigri. "Það komu þægileg skot, vörnin small í gang og lokaði vel þannig að skotmenn gátu varla sett hann annarstaðar en þar sem ég náði til. Bjarni er alltaf á bakinu á mér með staðsetningar fyrir hvert mark sem ég fæ á mig í leik þá er hann kominn er það bara hálftími aukalega með honum. Það er því best að hafa mörkin sem fæst, því þá kemst ég fyrr heim." Núna er það ljóst að Akureyringar mæta FH í úrslitum, er Stefán sáttur með þá niðurstöðu? "Það er skemmtilegra að fá FHinga og þá eru það helst sárindi frá síðasta tímabili sem sitja í manni og ég er mjög ánægður að fá tækifæri til að kvitta fyrir það." Sturla Ásgeirsson: Ætlaði aldrei aftur í frí fyrir páska Sturla Ásgeirsson var ekkert sérstaklega sáttur eftir leikinn í kvöld enda voru Valsmenn inni í leiknum þangað til að Stefán Guðnason lokaði markinu. "Já, þetta var bara fínn leikur af okkar hálfu þangað til að það voru bara 2-3 mínútur eftir. Stefán kom í markið, Fúsi er eini sem er svona stór fyrir sunnan og hann er með okkur í liði þannig að mönnum brá og skutu bara í hann. Það voru rosalega dýrar vörslur fyrir okkur, þeir náðu að skora í bakið og komast yfir." Var hann annars sáttur með leik Valsmanna í kvöld þrátt fyrir tap? "Þetta var einn af okkar betri leikjum í vetur, skemmtilegt að spila enda fullt af fólki í húsinu enda mikilvægur leikur fyrir Akureyri. Bara helst súrt að fá ekkert út úr þessu. Það er líf í húsinu, maður heyrir í þeim og það er bara gaman enda eflir það mann bara og peppir." Þetta er annað árið í röð sem Sturla er að fara í frí áður en úrslitakeppnin hefst. Þetta er væntanlega ekki í takt við væntingar og plön? "Sama gerðist í fyrra, ég sagði þá við mig að þetta ætti aldrei að gerast aftur að vera kominn í frí fyrir páska. Ég, strákarnir og allt félagið erum mjög óánægð með að komast ekki í úrslitin. Einhverjir dýrir punktar á tímabilinu eru að gera það að verkum að við erum ekki að komast áfram. Við höfum sýnt það að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild á góðum degi eins og flest lið í þessari deild." "Oft hefur þetta munað ofboðslega litlu, verið að fá á okkur mörk á lokakafla leiks og annað slíkt. Við komum samt sterkir inn í þessa síðustu umferð en það var bara ekki nóg, of lítið of seint." Sagði Sturla Ásgeirsson stuttu áður en hann lagði af stað út í rútu sem hann taldi ágætlega verðskuldað miðað við árangur tímabilsins.Atli Hilmarsson ánægður með karakterinn "Ég er bara rosalega ánægður að ná að klára þetta. Þetta er mjög mikilvægt upp á framhaldið að láta ekki slá sig útaf laginu. Við höfum verið á góðu róli og viljum halda því áfram." "Við vorum mjög ósáttir með okkur í hálfleik og ákváðum það að breyta aðeins varnarleiknum, færa okkur framar og komast í meiri snertingu við þá og það gekk ágætlega framan af en svo duttum við aftur í sama farið. Þetta er samt Akureyrar-karakterinn að klára þetta svona í restina." "Aðal atriðið í þessum leik var að vinna og sjá hvað það gefur okkur, því miður var það bara þriðja sætið, en samt. Að lenda í þriðja sæti í þessari deild finnst mér bara vera frábær árangur miðað við allt og allt. Við vorum í tómum vandræðum í fyrstu umferð og næst neðstir lengi vel. Við höfum verið á siglingu og það fyllir mann bjartsýni fyrir úrslitakeppnina." Nú er það ljóst að Akureyri mætir FH í undanúrslitum. "Það verður viss mótivering hjá okkur að svara fyrir síðasta tímabil og þessi leikur fyrir tveimur umferðum síðan á móti þeim hjálpar okkur þar sem við gjörsamlega pökkuðum þeim saman. Með það að framkalla svoleiðis leik aftur þá erum við í fínum málum. Þessi fjögur lið sem komast áfram plús Fram eru öll frábær lið og allt getur gerst. Auðvitað hafa Haukar og FH forskot sem er heimaleikjarétturinn." Atli er væntanlega sáttur með innkomu Stefáns Guðnasonar í markinu, er hann að minna á sig fyrir úrslitakeppnina? "Hann fær nú ekki mörg tækifæri en þegar hann það gerist þá kemur hann svona inn og það er alveg frábært. Auðvitað minnir hann á sig, það er alveg frábært að gera þetta svona."
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira