Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík - 76-87 Stefán Árni Pálsson í Ljónagryfjunni skrifar 1. apríl 2012 00:01 Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af. Grindvíkingar voru sterkari til að byrja með og náðu fljótlega góðu forskoti 14-9. Njarðvíkingar voru alls ekki á því að gefast upp og komust aftur inn í leikinn. Staðan var 25-24 eftir fyrsta leikhlutann. Ryan Pettinella, leikmaður Grindavíkur, fékk sína þriðju villu strax í upphafi annars leikhluta en hann hafði aðeins verið inná vellinum í nokkrar mínútur. Það var mikill hiti í leiknum og einu sinni þurfti að stíga menn í sundur eftir að slagsmál brutust út. Þegar annar fjórðungur var hálfnaður var staðan 32-28 fyrir Grindavík. Njarðvíkingar komu þá sterkir til baka og jöfnuðu metinn á mjög stuttum tíma. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og var staðan 45-43 fyrir Grindavík þegar menn gengu til búningsherbergja. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, datt heldur betur í gang í síðari hálfleiknum og fór á kostum í upphafi hálfleiksins. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 51-48 og Njarðvíkingar alltaf rétt á eftir deildarmeisturunum. Elvar Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, var frábær í kvöld og stjórnaði leiknum eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Njarðvík hélt áfram að elta Grindvíkinga eins og skugginn og var staðan jöfn 61-61 eftir þriðja leikhlutann. Það var eins og heimamenn væru orðnir bensínlausir í fjórða leikhlutanum og voru Grindvíkingar hreinlega bara of sterkir. Breiddin hjá Grindavík er gríðarlega og álagið dreifist svakalega á milli manna. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var Grindavík komið með 14 stiga forskot 81-67. Grindavík náði að innbyrða öruggan sigur að lokum 87-76vog eru komnir í undanúrslit.Helgi: Vildi alls ekki fara með þetta í oddaleik„Ég er bara rosalega sáttur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Ég vissi að þessi leikur yrði gríðarlega erfiður sem var síðan raunin en við sýndum góðan karakter í lokin og kláruðum dæmið. Mér fannst við oft á tíðum heldur værukærir í leiknum og það átti ekkert að koma okkur á óvart að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks." „Við náðum smá forskoti í byrjun leiksins en slökuðum síðan allt of mikið á. Þetta hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur í vetur og við verðum að lagfæra það fyrir næsta einvígi." „Við erum með flotta breidd og það er erfitt að halda út gegn okkur í 40 mínútur, menn verða þreyttir á meðan við höldum áfram af fullum krafti. Ég vildi alls ekki fara í oddaleik því þar getur allt gerst," sagði Helgi. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Helga hér að ofan. Einar: Framtíðin er heldur betur björt hjá Njarðvík„Mér fannst við spila virkilega góðan körfubolta í 35 mínútur í kvöld," sagði Einar Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði ofboðslega lítið upp á hjá okkur í kvöld. Grindavík er bara með virkilega breiðan hóp og rosaleg gæði í nánast öllum leikmönnum liðsins." „Við erum með fullt af flottum strákum hér í Njarðvík sem hafa öðlast mikilvæga reynslu í vetur, það mun skila sér." „Það verður gaman að sjá hvernig þessir strákar koma til leiks á næsta tímabili. Grindavík er einfaldlega með besta liðið á landinu í dag og ég held að þeir fari alla leið í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Dominos-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Grindavík tryggði sæti sitt í undanúrslitum Iceland-Express deild karla í körfubolta þegar liðið vann Njarðvík, 87-76, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jafnræði var á með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða stungu Grindvíkingar af. Grindvíkingar voru sterkari til að byrja með og náðu fljótlega góðu forskoti 14-9. Njarðvíkingar voru alls ekki á því að gefast upp og komust aftur inn í leikinn. Staðan var 25-24 eftir fyrsta leikhlutann. Ryan Pettinella, leikmaður Grindavíkur, fékk sína þriðju villu strax í upphafi annars leikhluta en hann hafði aðeins verið inná vellinum í nokkrar mínútur. Það var mikill hiti í leiknum og einu sinni þurfti að stíga menn í sundur eftir að slagsmál brutust út. Þegar annar fjórðungur var hálfnaður var staðan 32-28 fyrir Grindavík. Njarðvíkingar komu þá sterkir til baka og jöfnuðu metinn á mjög stuttum tíma. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og var staðan 45-43 fyrir Grindavík þegar menn gengu til búningsherbergja. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, datt heldur betur í gang í síðari hálfleiknum og fór á kostum í upphafi hálfleiksins. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 51-48 og Njarðvíkingar alltaf rétt á eftir deildarmeisturunum. Elvar Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, var frábær í kvöld og stjórnaði leiknum eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Njarðvík hélt áfram að elta Grindvíkinga eins og skugginn og var staðan jöfn 61-61 eftir þriðja leikhlutann. Það var eins og heimamenn væru orðnir bensínlausir í fjórða leikhlutanum og voru Grindvíkingar hreinlega bara of sterkir. Breiddin hjá Grindavík er gríðarlega og álagið dreifist svakalega á milli manna. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var Grindavík komið með 14 stiga forskot 81-67. Grindavík náði að innbyrða öruggan sigur að lokum 87-76vog eru komnir í undanúrslit.Helgi: Vildi alls ekki fara með þetta í oddaleik„Ég er bara rosalega sáttur," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Ég vissi að þessi leikur yrði gríðarlega erfiður sem var síðan raunin en við sýndum góðan karakter í lokin og kláruðum dæmið. Mér fannst við oft á tíðum heldur værukærir í leiknum og það átti ekkert að koma okkur á óvart að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks." „Við náðum smá forskoti í byrjun leiksins en slökuðum síðan allt of mikið á. Þetta hefur verið ákveðið vandamál hjá okkur í vetur og við verðum að lagfæra það fyrir næsta einvígi." „Við erum með flotta breidd og það er erfitt að halda út gegn okkur í 40 mínútur, menn verða þreyttir á meðan við höldum áfram af fullum krafti. Ég vildi alls ekki fara í oddaleik því þar getur allt gerst," sagði Helgi. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Helga hér að ofan. Einar: Framtíðin er heldur betur björt hjá Njarðvík„Mér fannst við spila virkilega góðan körfubolta í 35 mínútur í kvöld," sagði Einar Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Það vantaði ofboðslega lítið upp á hjá okkur í kvöld. Grindavík er bara með virkilega breiðan hóp og rosaleg gæði í nánast öllum leikmönnum liðsins." „Við erum með fullt af flottum strákum hér í Njarðvík sem hafa öðlast mikilvæga reynslu í vetur, það mun skila sér." „Það verður gaman að sjá hvernig þessir strákar koma til leiks á næsta tímabili. Grindavík er einfaldlega með besta liðið á landinu í dag og ég held að þeir fari alla leið í ár."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum