Fótbolti

Barcelona ekki í vandræðum með Zaragoza

Stefán Árni Pálsson skrifar
Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið gjörsigraði leikinn 4-1 á Zaragoza komst yfir eftir hálftíma leik þegar Carlos Aranda skoraði laglegt mark.

Fyrirliðin Carles Puyol jafnaði síðan metin nokkrum mínútum síðar. Þá var komið að besta knattspyrnumanni jarðarinnar en Lionel Messi stimplaði sig inn 5 mínútum fyrir hálfleik með fínu marki. Staðan var 2-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Messi bætti við öðru marki sínu í leiknum á 86. mínútu og það var síðan Pedro sem innsiglaði þægilegan sigur með marki á loka mínútu leiksins.

Barcelona minnkaði því forskot Real Madrid niður í þrjú stig. Real Madrid á aftur á móti leik til góða, en þetta mót er ennþá galopið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×