Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur.
Dómarar leiksins voru þeir Bjarni Viggósson og Júlíus Sigurjónsson. Svavar vildi ekki segja af hvorum hin meinta áfengislykt var af og þeir liggja því báðir undir grun. Ekkert hefur enn komið frá HSÍ vegna málsins.
Stuðningsmenn ÍBV hafa sett saman myndband með öllum vítadómunum ásamt öðrum vafasömum dómum úr leiknum.
Áhorfendur geta því dæmt sjálfir hvort eitthvað var óeðlilegt við dómgæsluna eður ei.
Myndbandið má finna hér á vef Eyjafrétta.
Oddaleikur liðanna í úrslitakeppni N1-deildar kvenna fer fram í Eyjum í kvöld.
Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti