Mikil sorg á Ítalíu eftir fráfall Morosini Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2012 11:00 Piermario Morosini í leik á Ítalíu. Nordic Photos / Getty Images Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað. Morosini var aðeins 25 ára gamall. Hann var í láni hjá Livorno í ítölsku B-deildinni frá Udinese en hann lék áður með ítalska U-21 landsliðinu. Hann hneig niður á 31. mínútu leiksins. Hann var fluttur á sjúkrahús en var látinn áður en þangað var komið. Leikurinn fór fram í borginni Pescara á Ítalíu og yfirmaður hjartadeildar sjúkrahússins sem Morsini var fluttur á var á meðal áhorfenda í leiknum. Sá heitir Leonardo Paloscia og sagði við fréttamenn í gær að Morosini hafi aldrei komist til meðvitundar aftur. Paloscia hljóp inn á völlinn til að aðstoða við endurlífgunartilraunir. „Hjartað hans hætti að slá og var ekkert lífsmark að sjá með honum," sagði hann. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að lögreglubifreið hefði verið lagt fyrir innkeyrslu sjúkrabílsins inn á völlinn. Þurfti að brjóta rúðu til að færa bílinn og er fullyrt að sjúkrabíllinn hafi tafist af þeim sökum. Stutt ævi Morosini var þyrnum stráð. Hann var ungur þegar báðir foreldrar hans létust og systkini hans eru líkamlega fötluð. Yngri bróðir hans framdi nýverið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga. Morosini ólst upp í Atalanta og fyrrum þjálfari hans í unglingaliði borgarinnar minntist hans í gær. „Ég kynntist honum sem ungum dreng. Hann var frábær strákur sem vildi alltaf allt fyrir alla gera. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína - þannig var Piermario." „Líf hans var erfitt. En hann hafði einstaka hæfileika. Hann átti góðan feril í knattspyrnunni og hvert sem hann fór naut hann virðingar. Allir sem kynntust honum höfðu ekkert nema gott um hann að segja. Hann var með hjarta úr gulli." Fjölmargir aðilar víða úr knattspyrnuheiminum hafa vottað Morosini virðingu sína. Ítalski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað. Morosini var aðeins 25 ára gamall. Hann var í láni hjá Livorno í ítölsku B-deildinni frá Udinese en hann lék áður með ítalska U-21 landsliðinu. Hann hneig niður á 31. mínútu leiksins. Hann var fluttur á sjúkrahús en var látinn áður en þangað var komið. Leikurinn fór fram í borginni Pescara á Ítalíu og yfirmaður hjartadeildar sjúkrahússins sem Morsini var fluttur á var á meðal áhorfenda í leiknum. Sá heitir Leonardo Paloscia og sagði við fréttamenn í gær að Morosini hafi aldrei komist til meðvitundar aftur. Paloscia hljóp inn á völlinn til að aðstoða við endurlífgunartilraunir. „Hjartað hans hætti að slá og var ekkert lífsmark að sjá með honum," sagði hann. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að lögreglubifreið hefði verið lagt fyrir innkeyrslu sjúkrabílsins inn á völlinn. Þurfti að brjóta rúðu til að færa bílinn og er fullyrt að sjúkrabíllinn hafi tafist af þeim sökum. Stutt ævi Morosini var þyrnum stráð. Hann var ungur þegar báðir foreldrar hans létust og systkini hans eru líkamlega fötluð. Yngri bróðir hans framdi nýverið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga. Morosini ólst upp í Atalanta og fyrrum þjálfari hans í unglingaliði borgarinnar minntist hans í gær. „Ég kynntist honum sem ungum dreng. Hann var frábær strákur sem vildi alltaf allt fyrir alla gera. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína - þannig var Piermario." „Líf hans var erfitt. En hann hafði einstaka hæfileika. Hann átti góðan feril í knattspyrnunni og hvert sem hann fór naut hann virðingar. Allir sem kynntust honum höfðu ekkert nema gott um hann að segja. Hann var með hjarta úr gulli." Fjölmargir aðilar víða úr knattspyrnuheiminum hafa vottað Morosini virðingu sína.
Ítalski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira