Mikil sorg á Ítalíu eftir fráfall Morosini Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2012 11:00 Piermario Morosini í leik á Ítalíu. Nordic Photos / Getty Images Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað. Morosini var aðeins 25 ára gamall. Hann var í láni hjá Livorno í ítölsku B-deildinni frá Udinese en hann lék áður með ítalska U-21 landsliðinu. Hann hneig niður á 31. mínútu leiksins. Hann var fluttur á sjúkrahús en var látinn áður en þangað var komið. Leikurinn fór fram í borginni Pescara á Ítalíu og yfirmaður hjartadeildar sjúkrahússins sem Morsini var fluttur á var á meðal áhorfenda í leiknum. Sá heitir Leonardo Paloscia og sagði við fréttamenn í gær að Morosini hafi aldrei komist til meðvitundar aftur. Paloscia hljóp inn á völlinn til að aðstoða við endurlífgunartilraunir. „Hjartað hans hætti að slá og var ekkert lífsmark að sjá með honum," sagði hann. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að lögreglubifreið hefði verið lagt fyrir innkeyrslu sjúkrabílsins inn á völlinn. Þurfti að brjóta rúðu til að færa bílinn og er fullyrt að sjúkrabíllinn hafi tafist af þeim sökum. Stutt ævi Morosini var þyrnum stráð. Hann var ungur þegar báðir foreldrar hans létust og systkini hans eru líkamlega fötluð. Yngri bróðir hans framdi nýverið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga. Morosini ólst upp í Atalanta og fyrrum þjálfari hans í unglingaliði borgarinnar minntist hans í gær. „Ég kynntist honum sem ungum dreng. Hann var frábær strákur sem vildi alltaf allt fyrir alla gera. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína - þannig var Piermario." „Líf hans var erfitt. En hann hafði einstaka hæfileika. Hann átti góðan feril í knattspyrnunni og hvert sem hann fór naut hann virðingar. Allir sem kynntust honum höfðu ekkert nema gott um hann að segja. Hann var með hjarta úr gulli." Fjölmargir aðilar víða úr knattspyrnuheiminum hafa vottað Morosini virðingu sína. Ítalski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira
Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað. Morosini var aðeins 25 ára gamall. Hann var í láni hjá Livorno í ítölsku B-deildinni frá Udinese en hann lék áður með ítalska U-21 landsliðinu. Hann hneig niður á 31. mínútu leiksins. Hann var fluttur á sjúkrahús en var látinn áður en þangað var komið. Leikurinn fór fram í borginni Pescara á Ítalíu og yfirmaður hjartadeildar sjúkrahússins sem Morsini var fluttur á var á meðal áhorfenda í leiknum. Sá heitir Leonardo Paloscia og sagði við fréttamenn í gær að Morosini hafi aldrei komist til meðvitundar aftur. Paloscia hljóp inn á völlinn til að aðstoða við endurlífgunartilraunir. „Hjartað hans hætti að slá og var ekkert lífsmark að sjá með honum," sagði hann. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að lögreglubifreið hefði verið lagt fyrir innkeyrslu sjúkrabílsins inn á völlinn. Þurfti að brjóta rúðu til að færa bílinn og er fullyrt að sjúkrabíllinn hafi tafist af þeim sökum. Stutt ævi Morosini var þyrnum stráð. Hann var ungur þegar báðir foreldrar hans létust og systkini hans eru líkamlega fötluð. Yngri bróðir hans framdi nýverið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga. Morosini ólst upp í Atalanta og fyrrum þjálfari hans í unglingaliði borgarinnar minntist hans í gær. „Ég kynntist honum sem ungum dreng. Hann var frábær strákur sem vildi alltaf allt fyrir alla gera. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína - þannig var Piermario." „Líf hans var erfitt. En hann hafði einstaka hæfileika. Hann átti góðan feril í knattspyrnunni og hvert sem hann fór naut hann virðingar. Allir sem kynntust honum höfðu ekkert nema gott um hann að segja. Hann var með hjarta úr gulli." Fjölmargir aðilar víða úr knattspyrnuheiminum hafa vottað Morosini virðingu sína.
Ítalski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira