Keflvíkingar senda inn kæru vegna Fannars Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2012 09:38 Fannar Freyr Helgason í leik með Stjörnunni. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag. Stjarnan vann leikinn og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Fannar Freyr þótti gerast brotlegur eftir viðskipti sín við Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur. Stjórnin fordæmdi hegðun Fannars og hvatti Stjörnuna til að taka á málinu innan félagsins. Stjarnan brást við með því að taka fyrirliðabandið af Fannari en sagði brot hans engu að síður hafa verið óviljaverk. Birgir Már Bragason, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði við Körfuna.is að þeim hafi Stjörnumönnum ekki taka málið nægilega föstum töku. „Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál að svo stöddu," bætti hann við. Í fyrri yfirlýsingu Keflvíkinga, sem birtist á heimasíðu félagsins á mánudaginn, segir meðal annars eftirfarandi: „Hart hefur verið sótt að Keflavík að kæra umrætt atvik enda virðist sem Körfuknattleikssamband Íslands hyggist ekkert aðhafast í málinu. Má jafnvel ganga svo langt að segja að með því að aðhafast ekki sé Körfuknattleikssamband Íslands að samþykkja þann fádæma fautaskap sem Fannar Helgason sýndi af sér í umræddum leik og tengist körfuboltaíþróttinni á engan hátt." Þessu var svo svarað af stjórn KKÍ með eftirfarandi yfirlýsingu, sem birtist á heimasíðu KKÍ: „Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður um atvik er átti sér stað í leik Stjörnunnar og Keflavíkur síðastliðinn fimmtudag. Forysta KKÍ fordæmir öll óheilindi og fólskubrögð innan sem utan vallar. Að saka KKÍ um að horfa framhjá fautaskap er einfaldlega rangt. Til upplýsinga þá hefur forysta KKÍ ekki lagt inn kærur vegna svona mála. Þess vegna er það undarlegt að lesa í yfirlýsingu KKD. Keflavíkur að KKÍ eigi að aðhafast sérstaklega í þessu tiltekna máli þegar það hefur hingað til verið á hendi félaganna/leikmanna sem telja á sér brotið, að leggja inn kærur ef ekki var tekið á meintu broti í viðkomandi leik. Það getur jú gerst að dómarar í kappleikjum sjái ekki öll atvik sem upp koma. Það eru skýrar reglur um aga og úrskurðarmál og eru mörg dæmi um að félög hafi lagt inn kærur til aga og úrskurðarnefndar við slíkar aðstæður. Það er hins vegar ekki dæmi þess að KKÍ hafi gert það og því ekki ástæða til að byrja á því í þessu tilfelli." Birgir segir í samtali við Körfuna.is að KKÍ beri að endurskoða stefnu sína í svona málum. „Ef það koma upp atvik í leik sem dómarar missa ef en eru til á myndbandsupptöku þá eigi KKÍ að grípa inní líkt og gerist í hinum stóra heimi. Jafnvel að setja á einhverja nefnd sem tæki á slíkum málum," sagði Birgir en frétt Körfunnar.is má lesa hér. Stjarnan tapaði fyrsta leik sínum gegn Grindavík í undanúrslitunum en liðin mætast aftur annað kvöld, þá í Ásgarði í Garðabæ. Dominos-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag. Stjarnan vann leikinn og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Fannar Freyr þótti gerast brotlegur eftir viðskipti sín við Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur. Stjórnin fordæmdi hegðun Fannars og hvatti Stjörnuna til að taka á málinu innan félagsins. Stjarnan brást við með því að taka fyrirliðabandið af Fannari en sagði brot hans engu að síður hafa verið óviljaverk. Birgir Már Bragason, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði við Körfuna.is að þeim hafi Stjörnumönnum ekki taka málið nægilega föstum töku. „Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál að svo stöddu," bætti hann við. Í fyrri yfirlýsingu Keflvíkinga, sem birtist á heimasíðu félagsins á mánudaginn, segir meðal annars eftirfarandi: „Hart hefur verið sótt að Keflavík að kæra umrætt atvik enda virðist sem Körfuknattleikssamband Íslands hyggist ekkert aðhafast í málinu. Má jafnvel ganga svo langt að segja að með því að aðhafast ekki sé Körfuknattleikssamband Íslands að samþykkja þann fádæma fautaskap sem Fannar Helgason sýndi af sér í umræddum leik og tengist körfuboltaíþróttinni á engan hátt." Þessu var svo svarað af stjórn KKÍ með eftirfarandi yfirlýsingu, sem birtist á heimasíðu KKÍ: „Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður um atvik er átti sér stað í leik Stjörnunnar og Keflavíkur síðastliðinn fimmtudag. Forysta KKÍ fordæmir öll óheilindi og fólskubrögð innan sem utan vallar. Að saka KKÍ um að horfa framhjá fautaskap er einfaldlega rangt. Til upplýsinga þá hefur forysta KKÍ ekki lagt inn kærur vegna svona mála. Þess vegna er það undarlegt að lesa í yfirlýsingu KKD. Keflavíkur að KKÍ eigi að aðhafast sérstaklega í þessu tiltekna máli þegar það hefur hingað til verið á hendi félaganna/leikmanna sem telja á sér brotið, að leggja inn kærur ef ekki var tekið á meintu broti í viðkomandi leik. Það getur jú gerst að dómarar í kappleikjum sjái ekki öll atvik sem upp koma. Það eru skýrar reglur um aga og úrskurðarmál og eru mörg dæmi um að félög hafi lagt inn kærur til aga og úrskurðarnefndar við slíkar aðstæður. Það er hins vegar ekki dæmi þess að KKÍ hafi gert það og því ekki ástæða til að byrja á því í þessu tilfelli." Birgir segir í samtali við Körfuna.is að KKÍ beri að endurskoða stefnu sína í svona málum. „Ef það koma upp atvik í leik sem dómarar missa ef en eru til á myndbandsupptöku þá eigi KKÍ að grípa inní líkt og gerist í hinum stóra heimi. Jafnvel að setja á einhverja nefnd sem tæki á slíkum málum," sagði Birgir en frétt Körfunnar.is má lesa hér. Stjarnan tapaði fyrsta leik sínum gegn Grindavík í undanúrslitunum en liðin mætast aftur annað kvöld, þá í Ásgarði í Garðabæ.
Dominos-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum