Fótbolti

Messi: Það var engin pressa á mér að faðma Guardiola

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Messi faðmar hér Guardiola.
Messi faðmar hér Guardiola. Mynd/AP
Það vakti heimsathygli þegar Lionel Messi faðmaði Pep Guardiola eftir að hann skoraði fjórða mark sitt í 4-0 sigri Barcelona á Espanyol í spænsku deildinni um síðustu helgi en þetta var síðasti heimaleikur Barca undir stjórn Guardiola.

Eftir leikinn fór að bera á sögusögnum um að það hafi verið Javier Mascherano sem setti pressu á Messi að hlaupa til Guardiola en hávær orðrómur hefur verið um að samband Messi og Guardiola hafi verið stirt undanfarna mánuði. Það sem ýtti enn frekar undir það var að Messi mætti ekki á blaðamannafundinni þegar Pep Guardiola tilkynnti að hann ætlaði að hætta með Barcelona-liðið í vor.

Messi hefur nú komið fram og eytt þeim efasemdum um að faðmlagið hafi ekki verið af hans eigin hvötum. „Það var engin pressa á mér að faðma Guardiola. Mér fannst ég þurfa að faðma Pep og þakka honum fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir mig. Guardiola hefur verið mjög mikilvægur á mínum ferli," sagði Lionel Messi.

Lionel Messi hefur skorað 210 mörk í 217 leikjum undir stjórn Pep Guardiola sem færði hann framar á völlinn þegar hann tók við Barcelona-liðinu sumarið 2008.

Messi: Það var engin pressa á mér að faðma Guardiola

Það vakti heimsathygli þegar Lionel Messi faðmaði Pep Guardiola eftir að hann skoraði fjórða mark sitt í 4-0 sigri Barcelona á Espanyol í spænsku deildinni um síðustu helgi en þetta var síðasti heimaleikur Barca undir stjórn Guardiola.

Eftir leikinn fór að bera á sögusögnum um að það hafi verið Javier Mascherano sem setti pressu á Messi að hlaupa til Guardiola en hávær orðrómur hefur verið um að samband Messi og Guardiola hafi verið stirt undanfarna mánuði. Það sem ýtti enn frekar undir það var að Messi mætti ekki á blaðamannafundinni þegar Pep Guardiola tilkynnti að hann ætlaði að hætta með Barcelona-liðið í vor.

Messi hefur nú komið fram og eytt þeim efasemdum um að faðmlagið hafi ekki verið af hans eigin hvötum. „Mér fannst ég þurfa að faðma Pep og þakka honum fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir mig. Guardiola hefur verið mjög mikilvægur á mínum ferli," sagði Lionel Messi.

Lionel Messi hefur skorað 210 mörk í 217 leikjum undir stjórn Pep Guardiola sem færði hann framar á völlinn þegar hann tók við Barcelona-liðinu sumarið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×