Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-17 | Valskonur komnar í 2-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Hlíðarenda skrifar 7. maí 2012 19:00 Mynd/Stefán Valur er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta þriðja árið í röð eftir 23-17 sigur á Fram í þriðja leik liðanna í úrslitum N1 deildarinnar í kvöld. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Valur gerði tilraunir með 3-3 og 5-1 vörn áður en liðið bakkaði niður í 6-0 vörn um miðbik fyrri hálfleiks og þá skildu leiðir eftir jafnar og spennandi upphafsmínútur. Fram fór í raun illa að ráði sínu í uppnhafi því liðið fékk fjölmörg dauðafæri til að koma sér í góða stöðu en Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vel í marki Vals. Eftir að vörnin small hjá Val var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Leikmenn Fram virkuðu þreyttir og þá ekki síst Stella Sigurðardóttir sem mikið hefur mætt á í úrslitarimmunni og liðið má ekki við því að lykil leikmenn nái sér ekki á strik. Fram sótti mikið á miðja vörn Vals þar sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir varði hvert skotið á fætur öðru. Fram lék fínan varnarleik á köflum en liðið skorti þrek til að halda í við Val og það var liðinu um megn að elta lengst af leiknum. Liðið gerði tilraun til að saxa á forskotið seint í seinni hálfleik en það var of kraftlaust. Valur leiðir einvígið 2-1 og þarf því aðeins einn sigur til að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð. Næsti leikur er í Safamýrinni á miðvikudaginn og ljóst að bæði lið munu selja sig dýrt þá. Stefán: Ætlum að klára þetta á miðvikudaginnMynd/Stefán"Þetta var aldrei öruggt en við spiluðum mjög vel og unnum góðan sigur. 6-0 vörnin virkaði og eftir það var þetta auðveldara hjá okkur," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í leikslok. "Við erum mikið í vörn en við spilum fanta vörn þar sem er mikil hreyfing á leikmönnum og það útheimtir mikla orku en eins og ég segi þá vinnum við þennan leik á vörn. "Ég held að liðin séu að rúlla mjög svipað og bæði lið eru í góðu formi en ég er mjög ánægður með hvað öldungarnir í mínu liði standa sig vel. Við keyrum hraða miðju og fáum ekki nema eitt eða tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Við keyrum mjög vel til baka. "Við ætlum að sjálfsögðu að klára þetta á miðvikudaginn en við gerum okkur grein fyrir því að þetta er úrslitaeinvígi og þó maður vinni með sex mörkum hér þá skilar það ekki sigri á miðvikudaginn. Við þurfum að spila betur til tryggja okkur titilinn þá," sagði Stefán að lokum. Einar: Við leysum vörnina þeirraMynd/Stefán"Þetta var erfitt, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Þær ná þriggja marka forskoti sem var erfitt að brúa. Það kom smá kippur í okkur um miðjan seinni hálfleikinn en þetta var of erfitt. Valsliðið var að spila frábærlega og við ekki alveg nógu vel," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í leikslok. "Ég er óánægðastur með að þegar við vorum með undirtökin í fyrri hálfleik, þá förum við illa með mjög góð færi. Enn einu sinni eigum við sláar- og stangarskot og látum verja frá okkur dauðafæri. Ef við hefðum nýtt þessi færi þokkalega vel þá hefðum við getan náð þessum þrem, fjórum mörkum sem er oft erfitt fyrir þessi lið að brúa á móti hvort öðru. "Þær ná ákveðinni sálrænni yfirhönd og síðasti leikur held ég að hafi setið í okkur. Það er kannski klúður hjá mér að hafa ekki rúllað þessu betur. Ég hef keyrt á of fáum mönnum. Við erum með fína breidd en við höfum keyrt of mikið á tveim, þrem mönnum sem hafa fengið litla hvíld og við hefðum kannski átt að rótera aðeins betur," sagði Einar sem lofaði því að Fram verði búið að leysa 6-0 vörn Vals fyrir næsta leik. "Við leysum vörnina þeirra. Stella spilaði lítið í seinni hálfleik, okkar helsta skytta, en mér fannst Sunna þó koma mjög sterk hérna vinstra megin. Það kom meira sjálfstraust í hana og meiri áræðni og það bætist vonandi inn í vopnabúrið okkar í næsta leik. Mér fannst of margir góðir leikmenn í okkar liði ekki ná sér á strik og þeir þurfa að rífa sig upp og ég er sannfærður um að þeir geri það í næsta leik," sagði Einar að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Valur er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta þriðja árið í röð eftir 23-17 sigur á Fram í þriðja leik liðanna í úrslitum N1 deildarinnar í kvöld. Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Valur gerði tilraunir með 3-3 og 5-1 vörn áður en liðið bakkaði niður í 6-0 vörn um miðbik fyrri hálfleiks og þá skildu leiðir eftir jafnar og spennandi upphafsmínútur. Fram fór í raun illa að ráði sínu í uppnhafi því liðið fékk fjölmörg dauðafæri til að koma sér í góða stöðu en Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vel í marki Vals. Eftir að vörnin small hjá Val var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Leikmenn Fram virkuðu þreyttir og þá ekki síst Stella Sigurðardóttir sem mikið hefur mætt á í úrslitarimmunni og liðið má ekki við því að lykil leikmenn nái sér ekki á strik. Fram sótti mikið á miðja vörn Vals þar sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir varði hvert skotið á fætur öðru. Fram lék fínan varnarleik á köflum en liðið skorti þrek til að halda í við Val og það var liðinu um megn að elta lengst af leiknum. Liðið gerði tilraun til að saxa á forskotið seint í seinni hálfleik en það var of kraftlaust. Valur leiðir einvígið 2-1 og þarf því aðeins einn sigur til að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð. Næsti leikur er í Safamýrinni á miðvikudaginn og ljóst að bæði lið munu selja sig dýrt þá. Stefán: Ætlum að klára þetta á miðvikudaginnMynd/Stefán"Þetta var aldrei öruggt en við spiluðum mjög vel og unnum góðan sigur. 6-0 vörnin virkaði og eftir það var þetta auðveldara hjá okkur," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í leikslok. "Við erum mikið í vörn en við spilum fanta vörn þar sem er mikil hreyfing á leikmönnum og það útheimtir mikla orku en eins og ég segi þá vinnum við þennan leik á vörn. "Ég held að liðin séu að rúlla mjög svipað og bæði lið eru í góðu formi en ég er mjög ánægður með hvað öldungarnir í mínu liði standa sig vel. Við keyrum hraða miðju og fáum ekki nema eitt eða tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Við keyrum mjög vel til baka. "Við ætlum að sjálfsögðu að klára þetta á miðvikudaginn en við gerum okkur grein fyrir því að þetta er úrslitaeinvígi og þó maður vinni með sex mörkum hér þá skilar það ekki sigri á miðvikudaginn. Við þurfum að spila betur til tryggja okkur titilinn þá," sagði Stefán að lokum. Einar: Við leysum vörnina þeirraMynd/Stefán"Þetta var erfitt, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Þær ná þriggja marka forskoti sem var erfitt að brúa. Það kom smá kippur í okkur um miðjan seinni hálfleikinn en þetta var of erfitt. Valsliðið var að spila frábærlega og við ekki alveg nógu vel," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í leikslok. "Ég er óánægðastur með að þegar við vorum með undirtökin í fyrri hálfleik, þá förum við illa með mjög góð færi. Enn einu sinni eigum við sláar- og stangarskot og látum verja frá okkur dauðafæri. Ef við hefðum nýtt þessi færi þokkalega vel þá hefðum við getan náð þessum þrem, fjórum mörkum sem er oft erfitt fyrir þessi lið að brúa á móti hvort öðru. "Þær ná ákveðinni sálrænni yfirhönd og síðasti leikur held ég að hafi setið í okkur. Það er kannski klúður hjá mér að hafa ekki rúllað þessu betur. Ég hef keyrt á of fáum mönnum. Við erum með fína breidd en við höfum keyrt of mikið á tveim, þrem mönnum sem hafa fengið litla hvíld og við hefðum kannski átt að rótera aðeins betur," sagði Einar sem lofaði því að Fram verði búið að leysa 6-0 vörn Vals fyrir næsta leik. "Við leysum vörnina þeirra. Stella spilaði lítið í seinni hálfleik, okkar helsta skytta, en mér fannst Sunna þó koma mjög sterk hérna vinstra megin. Það kom meira sjálfstraust í hana og meiri áræðni og það bætist vonandi inn í vopnabúrið okkar í næsta leik. Mér fannst of margir góðir leikmenn í okkar liði ekki ná sér á strik og þeir þurfa að rífa sig upp og ég er sannfærður um að þeir geri það í næsta leik," sagði Einar að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira