"Við höfum beðið lengi eftir þessu... alltof lengi!" sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Grindavík vann sex stiga sigur á Þór í Þórlákshöfn og vann einvígið 3-1.
"Þetta var eins og úrslitaleikur á að vera. Leikurinn þróaðist eins og við vildum. Við ætluðum að bæta vörnina frá síðasta leik og gerðum það."
Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en á endanum stóð Grindavík uppi sem sigurvegari.
"Ég vona að þetta gleðji fólk. Þetta gleður allavega okkur og við ætlum að njóta þessa titils."
J'Nathan Bullock var hreint magnaður hjá Grindavík í kvöld, skoraði 36 stig og var verðskuldað valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar.
"Hann dró vagninn hjá okkur sóknarlega og við spiluðum upp á hann. En það var vörnin sem vann þetta í kvöld."
Helgi Jónas: Höfum beðið allt of lengi eftir þessu
Elvar Geir Magnússon í Þorlákshöfn skrifar

Mest lesið

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna
Enski boltinn

Fullorðnir menn grétu á Ölveri
Enski boltinn


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Aron tekur við landsliði Kúveits
Handbolti