Íslenski boltinn

Lars ætlar að funda með Eiði Smára í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson.
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson. Mynd/Stefán
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, valdi Eið Smára Guðjohnsen ekki í landsliðshóp sinn fyrir vináttuleiki við Frakka og Svía þrátt fyrir að Eiður Smári sé byrjaður að spila á ný með AEK Aþenu eftir að hann fótbrotnaði í október.

Lagerbäck talaði um það á blaðamannafundi í dag að hann fagnaði því að Eiður Smári sé byrjaður að spila með AEK en viðurkenndi að hann hafi ekki talað við hann í nokkurn tíma. Lagerbäck taldi það samt réttast að leyfa Eiði að klára tímabilið með AEK og athuga frekar með hann í haust.

Lagerbäck ræddi ennfremur þá hugmynd að hann myndi hitta Eið Smára á fundi í sumar ásamt Heimi Hallgrímssyni aðstoðarþjálfara og þar gætu þeir þrír fara yfir framhaldið saman.

Það er ekki enn ljóst hvar Eiður spilar á næsta tímabili og Lars taldi það nauðsynlegt að Eiður vissi meira um framhaldið hjá sér þegar þeir færu saman yfir möguleika Eiðs á að spila með landsliðinu í komandi undankeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×