Batinn rækilega staðfestur Steingrímur J. Sigfússon skrifar 8. júní 2012 14:38 Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar mest um mikla aukningu á einkaneyslu og í fjárfestingu. Einnig var kröftugur vöxtur í útflutningi enda var loðnuvertíðin hagfelld í vetur. Hagvöxturinn nam 2,4% á 1. fjórðungi sé miðað við fjórðunginn á undan. Þetta eru gleðileg tíðindi og benda til þess að spá Hagstofunnar um 2,6% hagvöxt á árinu 2012 muni standast og jafnvel vel það. Staðan á Íslandi er mjög ólík veruleikanum í Evrópu þar sem 0,1% hagvexti er spáð að meðaltali hjá Evrópusambandsríkjunum á 1. fjórðungi í ár. Ekkert af stóru ríkjunum innan ESB sýna viðlíka hagvöxt og Ísland á fjórðungnum. Einungis Lettland og Litháen geta státað af hærri tölum á 1. fjórðungi ársins. Í dag kynnti svo Hafrannsóknarstofnun ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Eins og við var að búast leggur stofnunin til talsverða aukningu í þorskkvóta. Ástand annarra stofna er misjafnt en heildarstaðan er mun meira jákvæð en neikvæð. Þorskur, ufsi, karfi, síld og langa eru á uppleið en ýsa á niðurleið. Teikn eru á lofti um að kolmunnastofninn sé að braggast og horfur ættu að geta verið ágætar fyrir loðnu, þó mælingar ungloðnu hafi því miður ekki enn heppnast. Í vikunni sendi Seðlabankinn frá sér Fjármálastöðugleikaskýrslu. Þar kemur margt fróðlegt fram. Tóninn í þeirri skýrslu er að áhættan í kerfinu hafi greinilega minnkað frá því síðasta skýrsla var gefin út í desember í fyrra en þó kemur fram að ástandið sé enn viðkvæmt. Að mati Seðlabankans hefur efnahagsleg staða heimila og fyrirtækja batnað. Auk þess hefur aðgangur ríkissjóðs að erlendu lánsfjármagni aftur verið staðfestur og erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins er góð að mati bankans. Það kemur ekki á óvart að Seðlabankinn telji ástandið enn viðkvæmt. Helstu ástæður þess eru m.a. óvissa í alþjóðlegu efnahagslífi, losun fjármagnshafta og endurfjármögnun erlendra skulda hjá öðrum en ríkissjóði. Nýleg samantekt OECD um stöðu efnahagsmála á Íslandi er enn ein staðfestingin á því að hjól efnahagslífsins hér á landi snúist nú hraðar en áður og einnig að horfur fyrir komandi misseri séu nokkuð bjartar. Hagvaxtarspá OECD fyrir árið 2012 er 3,1% - það er hærri spá en flestra annarra. Á árinu 2013 gerir OECD ráð fyrir 2,7% hagvexti. Samkvæmt spá OECD mun hagvöxturinn verða borinn upp af aukningu í einkaneyslu og fjárfestingu. Að auki gerir OECD ráð fyrir ágætum vexti í útflutningi líkt og við höfum glögglega séð undanfarið. OECD er nokkuð bjartsýnt á verðbólguþróun á næstunni og spáir 4,1% verðbólgu á næsta ári. Auk þess eru sérfræðingar OECD nokkuð bjartsýnir á atvinnustigið - þannig spá þeir 5,1% atvinnuleysi á næsta ári. Ef þessi sviðsmynd rætist er ljóst að atvinnuleysi verður enn hátt í sögulegu samhengi en batinn er þó mikill og greinilegur miðað stöðuna undanfarin ár. Ljóst er að atvinnuleysið getur lækkað enn meira ef stór fjárfestingarverkefni verða að veruleika á næstunni. Þessi spá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer nú batnandi og horfur fyrir yfirstandandi ár og árið 2013 eru ágætlega bjartar - sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. Margir forsvarsmenn hagsmunasamtaka í atvinnulífinu, svo ekki sé nú minnst á stjórnarandstöðuna, hafa beinlínis átt bágt undanfarin misseri vegna illviðráðnlegrar svartsýni hvað horfur í efnahagsmálum snertir. Opinberar hagtölur fyrir árið 2011, fyrstu mælingar á þessu ári og horfurnar eins og þær liggja nú fyrir út árið 2012 og næstu ár gerir þeim hinum sömu vonandi léttbærara að ganga nú á vit sumarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar mest um mikla aukningu á einkaneyslu og í fjárfestingu. Einnig var kröftugur vöxtur í útflutningi enda var loðnuvertíðin hagfelld í vetur. Hagvöxturinn nam 2,4% á 1. fjórðungi sé miðað við fjórðunginn á undan. Þetta eru gleðileg tíðindi og benda til þess að spá Hagstofunnar um 2,6% hagvöxt á árinu 2012 muni standast og jafnvel vel það. Staðan á Íslandi er mjög ólík veruleikanum í Evrópu þar sem 0,1% hagvexti er spáð að meðaltali hjá Evrópusambandsríkjunum á 1. fjórðungi í ár. Ekkert af stóru ríkjunum innan ESB sýna viðlíka hagvöxt og Ísland á fjórðungnum. Einungis Lettland og Litháen geta státað af hærri tölum á 1. fjórðungi ársins. Í dag kynnti svo Hafrannsóknarstofnun ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Eins og við var að búast leggur stofnunin til talsverða aukningu í þorskkvóta. Ástand annarra stofna er misjafnt en heildarstaðan er mun meira jákvæð en neikvæð. Þorskur, ufsi, karfi, síld og langa eru á uppleið en ýsa á niðurleið. Teikn eru á lofti um að kolmunnastofninn sé að braggast og horfur ættu að geta verið ágætar fyrir loðnu, þó mælingar ungloðnu hafi því miður ekki enn heppnast. Í vikunni sendi Seðlabankinn frá sér Fjármálastöðugleikaskýrslu. Þar kemur margt fróðlegt fram. Tóninn í þeirri skýrslu er að áhættan í kerfinu hafi greinilega minnkað frá því síðasta skýrsla var gefin út í desember í fyrra en þó kemur fram að ástandið sé enn viðkvæmt. Að mati Seðlabankans hefur efnahagsleg staða heimila og fyrirtækja batnað. Auk þess hefur aðgangur ríkissjóðs að erlendu lánsfjármagni aftur verið staðfestur og erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins er góð að mati bankans. Það kemur ekki á óvart að Seðlabankinn telji ástandið enn viðkvæmt. Helstu ástæður þess eru m.a. óvissa í alþjóðlegu efnahagslífi, losun fjármagnshafta og endurfjármögnun erlendra skulda hjá öðrum en ríkissjóði. Nýleg samantekt OECD um stöðu efnahagsmála á Íslandi er enn ein staðfestingin á því að hjól efnahagslífsins hér á landi snúist nú hraðar en áður og einnig að horfur fyrir komandi misseri séu nokkuð bjartar. Hagvaxtarspá OECD fyrir árið 2012 er 3,1% - það er hærri spá en flestra annarra. Á árinu 2013 gerir OECD ráð fyrir 2,7% hagvexti. Samkvæmt spá OECD mun hagvöxturinn verða borinn upp af aukningu í einkaneyslu og fjárfestingu. Að auki gerir OECD ráð fyrir ágætum vexti í útflutningi líkt og við höfum glögglega séð undanfarið. OECD er nokkuð bjartsýnt á verðbólguþróun á næstunni og spáir 4,1% verðbólgu á næsta ári. Auk þess eru sérfræðingar OECD nokkuð bjartsýnir á atvinnustigið - þannig spá þeir 5,1% atvinnuleysi á næsta ári. Ef þessi sviðsmynd rætist er ljóst að atvinnuleysi verður enn hátt í sögulegu samhengi en batinn er þó mikill og greinilegur miðað stöðuna undanfarin ár. Ljóst er að atvinnuleysið getur lækkað enn meira ef stór fjárfestingarverkefni verða að veruleika á næstunni. Þessi spá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer nú batnandi og horfur fyrir yfirstandandi ár og árið 2013 eru ágætlega bjartar - sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. Margir forsvarsmenn hagsmunasamtaka í atvinnulífinu, svo ekki sé nú minnst á stjórnarandstöðuna, hafa beinlínis átt bágt undanfarin misseri vegna illviðráðnlegrar svartsýni hvað horfur í efnahagsmálum snertir. Opinberar hagtölur fyrir árið 2011, fyrstu mælingar á þessu ári og horfurnar eins og þær liggja nú fyrir út árið 2012 og næstu ár gerir þeim hinum sömu vonandi léttbærara að ganga nú á vit sumarsins.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar