Með þökk fyrir allt Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 5. júní 2012 09:45 Á árunum undir lok og fljótt eftir seinna stríð fæddist það fólk sem hefur byggt upp Ísland nútímans. Þetta fólk, sem sleit barnskóm sínum á sama tíma og lýðveldið okkar, er af þeirri kynslóð sem man eftir skorti, haftastefnu, harmonikkuböllum og síðar bítlum, verbúðum, námsmannabyltingum og þeirri tilfinningu að sitja við kertaljós í skammdeginu og finna eplalykt á jólum. Við eigum þessu fólki margt að þakka. Kannski of margt. Þetta er kynslóðin sem færði okkur Þorskastríðin og kvótakerfið. Afnám gjaldeyrishafta og upptöku þeirra aftur. Þetta er kynslóðin sem á 7. áratugnum krafðist náms- og íbúðarlána til handa ungu fólki sem eru lífsgæði sem ungt fólk nýtur enn í dag (að vísu með því skilyrði að þurfa að greiða lánin aftur blikk blikk), kynslóðin sem kom okkur í EES, Schengen og næstum í Öryggisráðið, kynslóðin sem færði okkur litasjónvarp og rauðsokkubyltinguna. Þetta er kynslóðin sem fékk þá hugmynd að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð en líka þá hugmynd að framtíð þjóðarinnar lægi í refarækt, kynslóðin sem færði okkur hugmyndina um að best væri að sökkva hálendinu en líka hugmyndina um að við þyrftum að bjarga því aftur. Þetta er kynslóðin sem breytti Sjálfstæðisflokknum úr síldarslorugum Dunhill hatti yfir í Hugo Boss (og aftur til baka), Framsóknarflokknum úr lopa í flís og Alþýðuflokknum úr bláum galla verkamannsins yfir í ný föt keisarans. Þetta er kynslóðin sem afnam skatta á blaðið en setti nýja á skaftið. Þetta er kynslóðin sem færði okkur lausnirnar og vandamálin, hugsjónir og skipbrot þeirra, hlýja drauma en líka hljóð vekjaraklukkunnar. Þetta er gott fólk. Þetta er kynslóð foreldra minna. Þetta er fólkið sem ól okkur upp og ég er fullur þakklætis. Þau hafa stjórnað okkur svo lengi og hringlað svo oft í heimsmynd okkar að við erum næstum orðin háð því að hafa þau yfir okkur. En nú er þetta komið gott. Við megum ekki gleyma því, við unga fólk á öllum aldri, að við ráðum framtíð okkar. Ég meina þetta af einlægni: Ég vil þakka þér fyrir þjónustuna Ólafur Ragnar Grímsson. Sem þakklætisvott kýs ég Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Forsetakosningar 2012 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á árunum undir lok og fljótt eftir seinna stríð fæddist það fólk sem hefur byggt upp Ísland nútímans. Þetta fólk, sem sleit barnskóm sínum á sama tíma og lýðveldið okkar, er af þeirri kynslóð sem man eftir skorti, haftastefnu, harmonikkuböllum og síðar bítlum, verbúðum, námsmannabyltingum og þeirri tilfinningu að sitja við kertaljós í skammdeginu og finna eplalykt á jólum. Við eigum þessu fólki margt að þakka. Kannski of margt. Þetta er kynslóðin sem færði okkur Þorskastríðin og kvótakerfið. Afnám gjaldeyrishafta og upptöku þeirra aftur. Þetta er kynslóðin sem á 7. áratugnum krafðist náms- og íbúðarlána til handa ungu fólki sem eru lífsgæði sem ungt fólk nýtur enn í dag (að vísu með því skilyrði að þurfa að greiða lánin aftur blikk blikk), kynslóðin sem kom okkur í EES, Schengen og næstum í Öryggisráðið, kynslóðin sem færði okkur litasjónvarp og rauðsokkubyltinguna. Þetta er kynslóðin sem fékk þá hugmynd að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð en líka þá hugmynd að framtíð þjóðarinnar lægi í refarækt, kynslóðin sem færði okkur hugmyndina um að best væri að sökkva hálendinu en líka hugmyndina um að við þyrftum að bjarga því aftur. Þetta er kynslóðin sem breytti Sjálfstæðisflokknum úr síldarslorugum Dunhill hatti yfir í Hugo Boss (og aftur til baka), Framsóknarflokknum úr lopa í flís og Alþýðuflokknum úr bláum galla verkamannsins yfir í ný föt keisarans. Þetta er kynslóðin sem afnam skatta á blaðið en setti nýja á skaftið. Þetta er kynslóðin sem færði okkur lausnirnar og vandamálin, hugsjónir og skipbrot þeirra, hlýja drauma en líka hljóð vekjaraklukkunnar. Þetta er gott fólk. Þetta er kynslóð foreldra minna. Þetta er fólkið sem ól okkur upp og ég er fullur þakklætis. Þau hafa stjórnað okkur svo lengi og hringlað svo oft í heimsmynd okkar að við erum næstum orðin háð því að hafa þau yfir okkur. En nú er þetta komið gott. Við megum ekki gleyma því, við unga fólk á öllum aldri, að við ráðum framtíð okkar. Ég meina þetta af einlægni: Ég vil þakka þér fyrir þjónustuna Ólafur Ragnar Grímsson. Sem þakklætisvott kýs ég Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun