Victoria Azarenka frá Hvíta-Rússlandi, efsta kona heimslistans í tennis, féll óvænt úr keppni í fjórðu umferð Opna franska meistaramótsins í tennis í gær.
Azarenka, sem talin var sigurstrangleg í París, tapaði í tveimur settum, 2-6 og 6-7, gegn Dominiku Cibulkovu frá Slóvakíu sem situr í 16. sæti heimslistans.
Þegar Azarenka var spurð á blaðamannafundi eftir tapið hvernig hún færi að því að jafna sig á tapinu svaraði hún kaldhæðnislega.
„Ég ætla að fremja sjálfsmorð," sagði hún og bætti svo við. „Mótinu er lokið. Á hverju þarf ég að jafna mig? Nú þarf ég bara að horfa fram á veginn og bæta minn leik."
Azarenka sigraði á Opna ástralska meistaramótinu í janúar og komst í kjölfarið á topp heimslistans. Ólíklegt er að hún haldi sæti sínu þar eftir tapið í gær.
Cibulkova mætir Sam Stosur frá Bandaríkjunum í fimmtu umferð mótsins. Stosur sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra og situr í sjötta sæti heimslistans.
Efsta kona heimslistans úr leik í París
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti


„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn