Fótbolti

Umboðsmaður Zlatans: Ítalska deildin er þriðja flokks deild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/AFP
Mino Raiola, umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic, er alltaf óhræddur að segja sína skoðun umbúðalaust og nú hefur hann ráðlagt Robin van Persie að fara ekki til Ítalíu.

Zlatan Ibrahimovic er og verður líklega áfram leikmaður AC Milan í ítölsku deildinni en eins og flest önnur sumur þá hefur sænski landsliðsframherjinn verið orðaður við stórlið á Englandi.

„Ef Van Persie vill virkilega fara frá Arsenal til Juventus þá verður hann bara að gera það sem hann telur best í stöðunni. Hann ætti samt að hugsa sig vandlega um áður en hann fer til Ítalíu," sagði Mino Raiola við goal.com.

„Að mínu mati er ítalska deildin bara að verða verri og verri. Ítalski fótboltinn hefði átt að endurnýja sig fyrir tíu árum síðan og ég er ekki bara að tala um leikvangana," sagði Raiola.

„Ég er ekkert smeykur við að segja að ítalska deildin sé þriðja flokks deild í dag. Þegar ég var að byrja sem umboðsmaður þá var Ítalía aðallandið og það þótti ekki gott að fara til Englands. Nú hefur allt breyst og leikmenn vilja frekar fara til Englands, Spánar eða Þýskalands," sagði Mino Raiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×