Til stuðnings Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur Örn Karlsson skrifar 26. júní 2012 13:00 Það blasir við eftir umrót síðustu ára að stjórnmálaflokkar í landinu eru handgengnir hagsmunaöflum sem hafa hagsmuni sem ganga gegn hagsmunum meirihluta almennings. Í gegnum stjórnmálaflokka hafa þessi hagsmunaöfl náð ægivaldi yfir Alþingi Íslendinga í tilteknum málum. Þetta er ljóst þegar horft er til þess að Alþingi hefur framselt peningaprentunarvaldið til einkaaðila án skilyrða, viðhaldið verðtryggingarsnörunni, afhent fámennum hópi sjávarauðlindina og horft, með hangandi hendi, á stóran hluta Íslendinga sökkva í skuldafen stökkbreyttra lána. Íslenska þjóðin er í vandræðum af þessum sökum og margir hafa hrökklast úr landi. Þetta ástand er okkar eigið sjálfskaparvíti, því við þessar rúmlega 300.000 hræður höfum gnógt auðlinda til að geta átt bestu tilveru sem fyrirfinnst. Andrea Jóhanna forsetaframbjóðandi hefur bent á að hún vilji virkja embætti forseta Íslands svo það verði farvegur til að koma fram vilja meirihluta Íslendinga á Alþingi í stórum málum sem varða hag allra landsmanna. Hún hefur í þessu sambandi bent á að forsetinn vinnur eið að stjórnarskránni skv. 10. grein hennar og er þar með í ákveðnum skilningi verndari hennar. Ofangreind úrlausnarefni, sem Alþingi hefur sniðgengið, eru öll tengd friðhelgum ákvæðum stjórnarskrár, svo sem eignarrétti og jöfnum möguleikum íslendinga til athafna. Úrlausnarefni þessi geta því öll verið á borði forseta til skoðunar. Samkvæmt 25. grein stjórnarskrárinnar er forseta heimilt að láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp. Þrátt fyrir að um neikvæða valdheimild sé að ræða í þeim skilningi að forsetinn þarf fulltingi alþingismanns til, er réttur forseta skýlaus að stjórnarskrá. Í ljósi 10. og 25. greina stjórnarskrárinnar hefur hinn þjóðkjörni forseti þannig heimild til að taka mál til skoðunar sem Alþingi tekst ekki á við, en varðar almannaheill og á sér grundvöll í stjórnarskránni. Hann getur kannað vilja meirihluta almennings til málsins og látið leggja fram frumvarp til laga á Alþingi þannig að niðurstaðan uppfylli ákvæði stjórnarskrár í samræmi við vilja meirihlutans. Heykist Alþingi á að vinna með slíkt frumvarp og laga það sem aflaga hefur farið á forsetinn þann síðasta kost að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, samanber 24 grein stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því sem hér er hefur verið rakið er í stjórnarskránni fyrirskrifaður öryggisventill sem er á valdi forseta að höndla og virkja. Mikilvægt er að benda á í þessu sambandi að forsetinn getur ekki fetað þessa braut nema vera nokkuð viss um að hann vinni eftir vilja meirihluta íslendinga. Ef hann gerir það ekki er viðbúið að þingið samþykki lausn hans frá embætti sem staðfest yrði með þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við 11. grein stjórnarskrárinnar. Andrea Jóhanna er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur lofað þjóðinni að hann muni í forsetaembætti nýta valdheimildir forseta til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu í stórum hagsmunamálum. Þetta er því ekki flókið. Ef við viljum breytingar, að unnið verði að eflingu lýðræðisins með virkjun þess í einstökum málum sem varða hag okkar allra, þá kjósum við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Örn Karlsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það blasir við eftir umrót síðustu ára að stjórnmálaflokkar í landinu eru handgengnir hagsmunaöflum sem hafa hagsmuni sem ganga gegn hagsmunum meirihluta almennings. Í gegnum stjórnmálaflokka hafa þessi hagsmunaöfl náð ægivaldi yfir Alþingi Íslendinga í tilteknum málum. Þetta er ljóst þegar horft er til þess að Alþingi hefur framselt peningaprentunarvaldið til einkaaðila án skilyrða, viðhaldið verðtryggingarsnörunni, afhent fámennum hópi sjávarauðlindina og horft, með hangandi hendi, á stóran hluta Íslendinga sökkva í skuldafen stökkbreyttra lána. Íslenska þjóðin er í vandræðum af þessum sökum og margir hafa hrökklast úr landi. Þetta ástand er okkar eigið sjálfskaparvíti, því við þessar rúmlega 300.000 hræður höfum gnógt auðlinda til að geta átt bestu tilveru sem fyrirfinnst. Andrea Jóhanna forsetaframbjóðandi hefur bent á að hún vilji virkja embætti forseta Íslands svo það verði farvegur til að koma fram vilja meirihluta Íslendinga á Alþingi í stórum málum sem varða hag allra landsmanna. Hún hefur í þessu sambandi bent á að forsetinn vinnur eið að stjórnarskránni skv. 10. grein hennar og er þar með í ákveðnum skilningi verndari hennar. Ofangreind úrlausnarefni, sem Alþingi hefur sniðgengið, eru öll tengd friðhelgum ákvæðum stjórnarskrár, svo sem eignarrétti og jöfnum möguleikum íslendinga til athafna. Úrlausnarefni þessi geta því öll verið á borði forseta til skoðunar. Samkvæmt 25. grein stjórnarskrárinnar er forseta heimilt að láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp. Þrátt fyrir að um neikvæða valdheimild sé að ræða í þeim skilningi að forsetinn þarf fulltingi alþingismanns til, er réttur forseta skýlaus að stjórnarskrá. Í ljósi 10. og 25. greina stjórnarskrárinnar hefur hinn þjóðkjörni forseti þannig heimild til að taka mál til skoðunar sem Alþingi tekst ekki á við, en varðar almannaheill og á sér grundvöll í stjórnarskránni. Hann getur kannað vilja meirihluta almennings til málsins og látið leggja fram frumvarp til laga á Alþingi þannig að niðurstaðan uppfylli ákvæði stjórnarskrár í samræmi við vilja meirihlutans. Heykist Alþingi á að vinna með slíkt frumvarp og laga það sem aflaga hefur farið á forsetinn þann síðasta kost að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, samanber 24 grein stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því sem hér er hefur verið rakið er í stjórnarskránni fyrirskrifaður öryggisventill sem er á valdi forseta að höndla og virkja. Mikilvægt er að benda á í þessu sambandi að forsetinn getur ekki fetað þessa braut nema vera nokkuð viss um að hann vinni eftir vilja meirihluta íslendinga. Ef hann gerir það ekki er viðbúið að þingið samþykki lausn hans frá embætti sem staðfest yrði með þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við 11. grein stjórnarskrárinnar. Andrea Jóhanna er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur lofað þjóðinni að hann muni í forsetaembætti nýta valdheimildir forseta til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu í stórum hagsmunamálum. Þetta er því ekki flókið. Ef við viljum breytingar, að unnið verði að eflingu lýðræðisins með virkjun þess í einstökum málum sem varða hag okkar allra, þá kjósum við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur til forseta.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun