Lokamálflutningur að hefjast í máli Breivik 21. júní 2012 10:32 Breivik hefur viðurkennt að hafa banað fólkinu mynd/afp Réttarhöldunum yfir Anders Breivik fer nú senn að ljúka. Ríkissaksóknarar Svein Holden og Inga Bejer Engh munu í dag hefja loka málflutning í máli Anders Breivik og færa rök fyrir sekt hans. Þau munu byggja mál sitt á geðrannsóknum sem voru framkvæmdar á hinum 33 ára gamla öfga hægri manni, en niðurstöður geðrannsókna hafa strítt í mótsögn við hvor aðra. Í formlegu kærunni, sem lögð var fram í mars, þar sem Breivik var ákærður fyrir hryðjuverk, kröfðust saksóknararnir tveir að hann yrði lagður á geðdeild en héldu þeim möguleika opnum að geta skipt um skoðun ef nýjar upplýsingar um hans geðheilsu kæmu á yfirborðið. Á þeim tíma höfðu þau einungis upplýsingar um eina geðrannsókn sem framkvæmd hafði verið á þeim tíma þar sem Breivik var greindur með geðklofa og þar með væri hann ekki ábyrgur fyrir eigin gjörðum. Niðurstaða þessarar geðrannsóknar olli miklu uppnámi í Noregi þar sem margir voru gáttaður á því að maðurinn sem hafði eytt árum í að skipuleggja tvíbura árásirnar á laun, yrði ekki haldinn ábyrgur fyrir gjörðum sínum. Héraðsdómurinn í Osló fékk þá annað álit sem stóð í mótsögn við fyrri rannsókn, og var hann þar talinn heill á geði, sem staðfest var af fleiri sálfræðingum sem voru viðstaddir réttarhöldunum og fylgdust með framferði hans á meðan á þeim stóð. Allir þessir sérfræðingar voru sammála um það að Breivik þjáist ekki af geðveilu, heldur persónuleikaröskun, sem þýðir að hann er sakhæfur. Breivik hefur gefið yfirlýsingu þess efnis að hann vilji vera greindur heill á geði til þess að hans and-íslamska hugmyndafræði yrði ekki afskrifuð sem geðröskun en hann hefur sagt að þau örlög yrðu "verri en dauði". Ef talinn sakhæfur á hann yfir höfði sér möguleika á hámarks fangelsistíma í Noregi sem eru 21 ár. Það er refsing með möguleika á framlenginu ef hann verður enn talinn ógn við samfélagið að afplánunni lokinni. Ef hann verður talinn geðsjúkur gæti hann dvalið ævilangt á geðdeild. Til þess að geta sent hann í fangelsi verður dómari að telja hann heilan á geði "yfir skynsamlegan vafa" sem er lögfræði hugtak sem erfitt er að skilgreina. Lokaávarp ríkissaksóknara er því mikilvægur partur í því að leggja áherslu eða að eyða þeim efa. Þann 22. júlí, kom Breivik fyrir sprengju í bíl fyrir utan þingið í Osló þar sem átta manns létust, áður en hann silgdi til Útey, þar sem hann eyddi yfir klukkustund að skjóta á unglinga sem leiddi til dauða 69 þeirra. Fórnarlömbin voru þar í sumarbúðum sem skipulögð voru að samtökum ungmanna í Verkamannaflokknum. Breivik hefur borið vitni í réttinum þess efnis að gjörðir hans voru "illkvittnar en nauðsynlegar" til þess að sporna við innflutningi annara menningastrauma í landið og innrás múslima. Réttarhöldunum, sem hófust þann 16. apríl, lýkur á morgun með lokaávarpi verjanda Breivik. Búist er við að þau krefjist þess að hann verði sýknaður enda halda þau fram að hann sé saklaus, þrátt fyrir að hann hafi viðurkennt allar sínar gjörðir. Búist er við að rétturinn í Olsó muni kveða á í málinu annað hvort þann 20. júlí eða þann 24. ágúst nk. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Réttarhöldunum yfir Anders Breivik fer nú senn að ljúka. Ríkissaksóknarar Svein Holden og Inga Bejer Engh munu í dag hefja loka málflutning í máli Anders Breivik og færa rök fyrir sekt hans. Þau munu byggja mál sitt á geðrannsóknum sem voru framkvæmdar á hinum 33 ára gamla öfga hægri manni, en niðurstöður geðrannsókna hafa strítt í mótsögn við hvor aðra. Í formlegu kærunni, sem lögð var fram í mars, þar sem Breivik var ákærður fyrir hryðjuverk, kröfðust saksóknararnir tveir að hann yrði lagður á geðdeild en héldu þeim möguleika opnum að geta skipt um skoðun ef nýjar upplýsingar um hans geðheilsu kæmu á yfirborðið. Á þeim tíma höfðu þau einungis upplýsingar um eina geðrannsókn sem framkvæmd hafði verið á þeim tíma þar sem Breivik var greindur með geðklofa og þar með væri hann ekki ábyrgur fyrir eigin gjörðum. Niðurstaða þessarar geðrannsóknar olli miklu uppnámi í Noregi þar sem margir voru gáttaður á því að maðurinn sem hafði eytt árum í að skipuleggja tvíbura árásirnar á laun, yrði ekki haldinn ábyrgur fyrir gjörðum sínum. Héraðsdómurinn í Osló fékk þá annað álit sem stóð í mótsögn við fyrri rannsókn, og var hann þar talinn heill á geði, sem staðfest var af fleiri sálfræðingum sem voru viðstaddir réttarhöldunum og fylgdust með framferði hans á meðan á þeim stóð. Allir þessir sérfræðingar voru sammála um það að Breivik þjáist ekki af geðveilu, heldur persónuleikaröskun, sem þýðir að hann er sakhæfur. Breivik hefur gefið yfirlýsingu þess efnis að hann vilji vera greindur heill á geði til þess að hans and-íslamska hugmyndafræði yrði ekki afskrifuð sem geðröskun en hann hefur sagt að þau örlög yrðu "verri en dauði". Ef talinn sakhæfur á hann yfir höfði sér möguleika á hámarks fangelsistíma í Noregi sem eru 21 ár. Það er refsing með möguleika á framlenginu ef hann verður enn talinn ógn við samfélagið að afplánunni lokinni. Ef hann verður talinn geðsjúkur gæti hann dvalið ævilangt á geðdeild. Til þess að geta sent hann í fangelsi verður dómari að telja hann heilan á geði "yfir skynsamlegan vafa" sem er lögfræði hugtak sem erfitt er að skilgreina. Lokaávarp ríkissaksóknara er því mikilvægur partur í því að leggja áherslu eða að eyða þeim efa. Þann 22. júlí, kom Breivik fyrir sprengju í bíl fyrir utan þingið í Osló þar sem átta manns létust, áður en hann silgdi til Útey, þar sem hann eyddi yfir klukkustund að skjóta á unglinga sem leiddi til dauða 69 þeirra. Fórnarlömbin voru þar í sumarbúðum sem skipulögð voru að samtökum ungmanna í Verkamannaflokknum. Breivik hefur borið vitni í réttinum þess efnis að gjörðir hans voru "illkvittnar en nauðsynlegar" til þess að sporna við innflutningi annara menningastrauma í landið og innrás múslima. Réttarhöldunum, sem hófust þann 16. apríl, lýkur á morgun með lokaávarpi verjanda Breivik. Búist er við að þau krefjist þess að hann verði sýknaður enda halda þau fram að hann sé saklaus, þrátt fyrir að hann hafi viðurkennt allar sínar gjörðir. Búist er við að rétturinn í Olsó muni kveða á í málinu annað hvort þann 20. júlí eða þann 24. ágúst nk.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira