Sport

Banega og bifreiðar eiga ekki vel saman

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólukka Ever Banega, leikmanns Valencia í spænsku knattspyrnunni, virðist engan enda ætla að taka. Hann ætti í það minnsta að velta fyrir sér öðrum samgöngumöguleikum en einkabifreiðum.

Banega sneri nýverið á knattspyrnuvöllinn eftir að hafa jafnað sig á ökklabroti í janúar. Þá gleymdi hann að setja bifreið sína í handbremsu sem keyrði yfir fót hans með fyrrnefndum afleiðingum.

Í dag sat Banega við stýrið á rándýrri Ferrari bifreið sinni þegar kviknaði í henni. Banega slapp við skrekkinn en hið sama verður ekki sagt um bílinn líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Bifreiðin er metin á 250 þúsund evrur eða sem nemur um 37 milljónum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×