Fótbolti

Drillo óttast að mæta Íslendingum í fyrsta leik

Byrjunarlið Íslands var þannig skipað gegn Færeyjum.
Byrjunarlið Íslands var þannig skipað gegn Færeyjum.
Egil „Drillo" Olsen, þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu, telur að liðið hafi ekki getað fengið erfiðari byrjunarleik í undankeppni HM 2014. Norðmenn mæta Íslendingum þann 7. september á Laugardalsvelli í fyrstu umferð. „Við hefðum ekki getað fengið erfiðari byrjun," segir „Drillo" Olsen í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten.

„Ísland gæti komið mest á óvart. Þeir eru mjög góðir núna, og hafa bætt sig verulega. Eins og við gerðum fyrir tveimur áratugum síðan," segir Drillo. „Ísland hefur ekki haft heppnina með sér og þeir hafa leikið undir getu, og úrslitin hafa ekki gefið rétta mynd af því hve vel liðið hefur leikið. Þeir hafa skipulagt varnarleik sinn betur, fengið nýjan þjálfara. Með þetta í huga hefðum við ekki getað fengið erfiðari byrjun á þessari keppni en við þurfum að takast á við þetta verkefni."

Drillo og aðstoðarmenn hans ætla að skoða æfingaleiki Íslands gegn Frökkum og Svíum á næstu dögum. „Ísland er með marga góða leikmenn sem leika með stórum félagsliðum. Þeir eru með fleiri leikmenn í slíkum liðum en við," segir Drillo nefnir m.a. til sögunnar þá Birki Bjarnason sem leikur með Pescara í efstu deild á Ítalíu, Kolbein Sigþórsson í Ajax og að sjálfsögðu Gylfa Sigurðsson hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham.

Að mati Drillo geta þrjú lið barist um efsta sæti riðilsins, Noregur, Sviss og Ísland. En hann hefur ekki trú á því að Albanía og Kýpur nái að blanda sér í þá baráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×