Brýnt að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir 16. ágúst 2012 19:05 Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur brýnt að þingsályktunartillaga um forvirkar rannsóknarheimildir fái brautargengi. Hann segir í ljósi tíðinda frá Noregi sé enn brýnna en áður að lögreglan fái heimildir til að bregðast við og uppræta hugsanlega hryðjuverkaógn í fæðingu. Ný skýrsla rannsóknarnefndar um hryðjuverk Anders Behring Breivik í Osló og Útey kemur fram hörð gagnrýni á stjórnvöld og lögregluna í Osló. Skýrslan hefur líka vakið upp spurningar um hvernig íslensk stjórnvöld eru í stakk búin til að glíma við ógn af þessu tagi. Formaður Landssbands lögreglumanna sagði í fréttum Rúv í gær að lögreglan væri langt frá reiðubúin að takast á við ógn af þessu tagi. En lögreglan er vanbúin á fleiri sviðum. Lögreglan hefur ekki forvirkar rannsóknarheimildir, þ.e heimildir til að fylgjast með mönnum sem tengjast skipulögðum glæpahópum eða mönnum sem sýna af sér hegðun sem vekur grunsemdir, t.d við kaup á búnaði. Hér á landi þarf að vera rökstuddur grunur í tilteknu máli, samkvæmt sakamálalögum. Þingsályktunartillaga Sivjar Friðleifsdóttur um heimildir af þessu tagi hlaut afgreiðslu í vor, þrátt fyrir þingstuðning. Birgir Ármannsson, sem var meðflutningsmaður, telur brýnt að tillagan fái brautargengi þegar hún verður flutt í haust. „Varðandi forvirku rannsóknarheimildirnar er alveg ljóst að þær geta skipt máli í svona tilvikum. Þær eru fyrir hendi í nágrannalöndunum í ríkari máli en hér. Við komum ekki í veg fyrir öll svona atvik, en með þeim getum við stoppað atburðarrás af þessu tagi," segir Birgir og nefnir sem dæmi þegar danska lögreglan kom í veg fyrir sprengjuárás á Jyllands Posten fyrir nokkrum árum. „Öryggið verður aldrei 100 prósent en það er verið að auka öryggið með þessum hætti." Alþingi Lögreglan Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur brýnt að þingsályktunartillaga um forvirkar rannsóknarheimildir fái brautargengi. Hann segir í ljósi tíðinda frá Noregi sé enn brýnna en áður að lögreglan fái heimildir til að bregðast við og uppræta hugsanlega hryðjuverkaógn í fæðingu. Ný skýrsla rannsóknarnefndar um hryðjuverk Anders Behring Breivik í Osló og Útey kemur fram hörð gagnrýni á stjórnvöld og lögregluna í Osló. Skýrslan hefur líka vakið upp spurningar um hvernig íslensk stjórnvöld eru í stakk búin til að glíma við ógn af þessu tagi. Formaður Landssbands lögreglumanna sagði í fréttum Rúv í gær að lögreglan væri langt frá reiðubúin að takast á við ógn af þessu tagi. En lögreglan er vanbúin á fleiri sviðum. Lögreglan hefur ekki forvirkar rannsóknarheimildir, þ.e heimildir til að fylgjast með mönnum sem tengjast skipulögðum glæpahópum eða mönnum sem sýna af sér hegðun sem vekur grunsemdir, t.d við kaup á búnaði. Hér á landi þarf að vera rökstuddur grunur í tilteknu máli, samkvæmt sakamálalögum. Þingsályktunartillaga Sivjar Friðleifsdóttur um heimildir af þessu tagi hlaut afgreiðslu í vor, þrátt fyrir þingstuðning. Birgir Ármannsson, sem var meðflutningsmaður, telur brýnt að tillagan fái brautargengi þegar hún verður flutt í haust. „Varðandi forvirku rannsóknarheimildirnar er alveg ljóst að þær geta skipt máli í svona tilvikum. Þær eru fyrir hendi í nágrannalöndunum í ríkari máli en hér. Við komum ekki í veg fyrir öll svona atvik, en með þeim getum við stoppað atburðarrás af þessu tagi," segir Birgir og nefnir sem dæmi þegar danska lögreglan kom í veg fyrir sprengjuárás á Jyllands Posten fyrir nokkrum árum. „Öryggið verður aldrei 100 prósent en það er verið að auka öryggið með þessum hætti."
Alþingi Lögreglan Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira