Erlent

Norðmenn ánægðir með dóminn yfir Breivik

BBI skrifar
Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Breivik sem í gær var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi fyrir fjöldamorðin í Útey og sprengjuárásina í Osló í fyrra.

Þetta sýnir skoðannakönnun sem blaðiið Bergens Tidende og fleiri staðarblöð létu framkvæma strax eftir að hann féll. Um það bil áttatíu og fimm prósent aðspurðra segjast fagna dómnum og að niðurstaðan hafi verið rétt. Þrír af hverjum fjórum segja það hafa verið rétta ákvörðun af saksóknurum að áfrýja honum ekki. Aðeins fjögur prósent aðspurðra segjast óánægðir með dóminn og tólf prósent voru á því að honum ætti að áfrýja.

Hans Petter Graver, prófessor í lögum, segist þeirrar skoðunnar að dómurinn, sem var samhljóma, styrki trú tiltrú Norðmanna á réttarkerfinu. Graver segir í samtali við norska ríkisútvarpið að öll réttarhöldin hafi verið til þess að auka þessa tiltrú og þá hjálpi hve dómurinn er einfaldur þannig að auðvelt sé fyrir venjulegt fólk að leggja mat á hann. Graver fagnar því einnig að dómurinn skyldi ekki taka mark á fyrstu geðrannsókninni sem framkvæmd var á Breivik, en hún var á þann veg að að hann væri ósakhæfur. Graver segir að í norska réttarkerfinu sé stundum of mikið lagt upp úr sérfræðiálitum. Dómararnir í máli Breiviks hafi hinsvegar sýnt að þeir geti sjálfir lagt mat á málið á sínum forsendum. Það sé af hinu góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×