Aron ráðinn þjálfari til ársins 2015 | Þjálfar líka Hauka í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. ágúst 2012 11:42 mynd/pjetur Aron Kristjánsson var í hádeginu ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs karla til ársins 2012. Aron mun einnig þjálfa Haukaliðið í vetur en hætta næsta sumar og einbeita sér alfarið að vinnu sinni fyrir HSÍ. Gunnar Magnússon mun áfram verða í þjálfarateymi landsliðsins og vonir standa til þess að Óskar Bjarni Óskarsson verði einnig áfram aðstoðarþjálfari. Vísir lýsti því helsta sem fram fór á blaðamannafundinum í hádeginu og má lesa það hér að neðan. - Hefðbundnum blaðamannafundi er lokið. - Fyrsta verkefni er að tala við leikmenn liðsins um framhaldið segir nýi þjálfarinn. Aron vonar að Ólafur Stefánsson haldi áfram í landsliðinu. Hann hefur ekki rætt við neina leikmenn nú þegar. - Einar framkvæmdastjóri segir að þetta sé gömul reglugerð og eigi ekki við lengur. Ráðningin er því lögleg segir Einar. - Gaupi spyr hvort það sé löglegt að landsliðsþjálfari þjálfi einnig félag í efstu deild. Knútur staðfestir að svo sé ekki samkvæmt reglugerð. Aron átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. - Aron þakkar fyrir traustið en segir það vera afar krefjandi að taka við starfinu af Guðmundi. Hann ætlar að byggja á sama grunni. - Fyrstu verkefni Arons eru að stýra liðinu í leikjum í undankeppni EM 2014. Hann fer svo með liðið á HM á Spáni í janúar. - Aron mun þjálfa Hauka áfram í vetur. Hann mun hætta með félagið næsta sumar. HSÍ fannst ósanngjarnt að rífa þjálfarann af félaginu korteri fyrir mót. - HSÍ vildi halda sama teymi og hefur samið við Gunnar Magnússon um að vera aðstoðarmaður Arons. Óskar Bjarni hefur einnig áhuga á að halda áfram en hann er nýbyrjaður að þjálfa í Danmörku og hefur ekki enn tekist að ganga frá samningi við hann. Knútur er bjartsýnn á að það gangi upp en hann vonaðist til þess að klára það í morgun. Það gekk ekki. - "Aron var efstur á blaði," segir Knútur og bætir við að samningaviðræður hafi gengið hratt fyrir sig. Gengið var frá samningnum rétt fyrir Ólympíuleikana. - Knútur Hauksson tekur fyrstur til máls. Segir að það hafi verið mikilvægt að ráða mann sem býr hér á landi. HSÍ vill að þjálfarinn hafi meiri vinnuskyldu á skrifstofunni og komi að uppbyggingunni á íslenskum handbolta. - Fundurinn er nú að byrja. Mættir eru Aron Kristjánsson, Knútur Hauksson, formaður HSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ ásamt fleiri stjórnarmönnum. Fjölmiðlabönnum er boðið upp á samlokur, ávexti og súkkulaðikex. Kaffið er gott. - Aron er mjög reyndur þjálfari. Hann gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð og hefur verið í sérflokki sem félagsþjálfari á Íslandi undanfarin ár. Hann þjálfaði einnig Skjern í Danmörku á sínum tíma og þjálfaði síðan Hannover-Burgdorf áður en hann kom aftur heim. - Það á enn eftir að koma ýmislegt í ljós á þessum fundi. Hverjir verða aðstoðarmenn Arons og hvort hann haldi áfram að þjálfa Haukaliðið. Fjölmiðlamenn streyma nú á fundinn hver á fætur öðrum. Gaupi er mættur og er hress. - Aron semur við HSÍ til ársins 2015. Hann er að skipta um föt í augnablikinu og að skella sér í pólo-bol merktum HSÍ. Hann er mættur í bolnum og tekur sig vel út í honum. - Forkólfar HSÍ eru hér mættir ásamt nýja landsliðsþjálfaranum, Aroni Kristjánssyni. Það er líklega verst geymda leyndarmál ársins að Aron væri að fara að taka við liðinu. Olís-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Aron Kristjánsson var í hádeginu ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs karla til ársins 2012. Aron mun einnig þjálfa Haukaliðið í vetur en hætta næsta sumar og einbeita sér alfarið að vinnu sinni fyrir HSÍ. Gunnar Magnússon mun áfram verða í þjálfarateymi landsliðsins og vonir standa til þess að Óskar Bjarni Óskarsson verði einnig áfram aðstoðarþjálfari. Vísir lýsti því helsta sem fram fór á blaðamannafundinum í hádeginu og má lesa það hér að neðan. - Hefðbundnum blaðamannafundi er lokið. - Fyrsta verkefni er að tala við leikmenn liðsins um framhaldið segir nýi þjálfarinn. Aron vonar að Ólafur Stefánsson haldi áfram í landsliðinu. Hann hefur ekki rætt við neina leikmenn nú þegar. - Einar framkvæmdastjóri segir að þetta sé gömul reglugerð og eigi ekki við lengur. Ráðningin er því lögleg segir Einar. - Gaupi spyr hvort það sé löglegt að landsliðsþjálfari þjálfi einnig félag í efstu deild. Knútur staðfestir að svo sé ekki samkvæmt reglugerð. Aron átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. - Aron þakkar fyrir traustið en segir það vera afar krefjandi að taka við starfinu af Guðmundi. Hann ætlar að byggja á sama grunni. - Fyrstu verkefni Arons eru að stýra liðinu í leikjum í undankeppni EM 2014. Hann fer svo með liðið á HM á Spáni í janúar. - Aron mun þjálfa Hauka áfram í vetur. Hann mun hætta með félagið næsta sumar. HSÍ fannst ósanngjarnt að rífa þjálfarann af félaginu korteri fyrir mót. - HSÍ vildi halda sama teymi og hefur samið við Gunnar Magnússon um að vera aðstoðarmaður Arons. Óskar Bjarni hefur einnig áhuga á að halda áfram en hann er nýbyrjaður að þjálfa í Danmörku og hefur ekki enn tekist að ganga frá samningi við hann. Knútur er bjartsýnn á að það gangi upp en hann vonaðist til þess að klára það í morgun. Það gekk ekki. - "Aron var efstur á blaði," segir Knútur og bætir við að samningaviðræður hafi gengið hratt fyrir sig. Gengið var frá samningnum rétt fyrir Ólympíuleikana. - Knútur Hauksson tekur fyrstur til máls. Segir að það hafi verið mikilvægt að ráða mann sem býr hér á landi. HSÍ vill að þjálfarinn hafi meiri vinnuskyldu á skrifstofunni og komi að uppbyggingunni á íslenskum handbolta. - Fundurinn er nú að byrja. Mættir eru Aron Kristjánsson, Knútur Hauksson, formaður HSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ ásamt fleiri stjórnarmönnum. Fjölmiðlabönnum er boðið upp á samlokur, ávexti og súkkulaðikex. Kaffið er gott. - Aron er mjög reyndur þjálfari. Hann gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð og hefur verið í sérflokki sem félagsþjálfari á Íslandi undanfarin ár. Hann þjálfaði einnig Skjern í Danmörku á sínum tíma og þjálfaði síðan Hannover-Burgdorf áður en hann kom aftur heim. - Það á enn eftir að koma ýmislegt í ljós á þessum fundi. Hverjir verða aðstoðarmenn Arons og hvort hann haldi áfram að þjálfa Haukaliðið. Fjölmiðlamenn streyma nú á fundinn hver á fætur öðrum. Gaupi er mættur og er hress. - Aron semur við HSÍ til ársins 2015. Hann er að skipta um föt í augnablikinu og að skella sér í pólo-bol merktum HSÍ. Hann er mættur í bolnum og tekur sig vel út í honum. - Forkólfar HSÍ eru hér mættir ásamt nýja landsliðsþjálfaranum, Aroni Kristjánssyni. Það er líklega verst geymda leyndarmál ársins að Aron væri að fara að taka við liðinu.
Olís-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira