Fótbolti

BÍ/Bolungarvík slökkti í vonum Þróttar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
BÍ/Bolungarvík sigraði Þrótt á heimavelli sínum í kvöld 2-0 í 1. deild karla í fótbolta. Með sigrinum er sæti BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni svo gott sem tryggt en Þróttur á nú litla möguleika á að komast upp í Pepsí deildina.

BÍ/Bolungarvík komst yfir á 22. mínútu með marki Jerson Aldair Dos Santos og staðan í hálfleik 1-0.

Þróttur hefur leikið mjög vel að undanförnu en ekki tókst liðinu að jafna metin áður en Mark Tubæk gerði út um leikinn á 87. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Góður sigur heimamanna staðreynd en BÍ/Bolungarvík er nú með 22 stig í 7. sæti deildarinnar en getur þó fallið á ný niður í áttunda sæti vinni Víkingur Reykjavík sinn leik í kvöld.

Þróttur er sem fyrr með 24 stig, fjórum stigum frá öðru sæti þar sem Víkingur Ólafsvík situr en Víkingur á leik til góða í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×