Sundmaðurinn Michael Phelps og frjálsíþróttakonan Allyson Felix voru í gær útnefnd sem íþróttamenn ársins af bandarísku ólympíunefndinni. Phelps landaði fjórum gullverðlaunum á Ólympíuleikunum í London og samtals hefur hann unnið til 18 gullverðlauna á ÓL sem er met. Felix vann þrenn gullverðlaun á ÓL í London í 200 m hlaupi, 4x100 m. og 4x400 m. boðhlaupum.
Þetta er í þriðja sinn sem Phelps fær þessa viðurkenningu í Bandaríkjunum.
Phelps og Felix fengu viðurkenningar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti