Allt bendir til þess að Katrín og Margrét Lára verði báðar leikfærar á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2012 18:21 Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni EM á Laugardalsvellinum á laugardaginn þar sem sigur tryggir íslensku stelpunum í það minnsta þátttöku í umspili um sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Það hefur verið mikil óvissa í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markahæsta leikmanns liðsins, Margrétar Láru Viðarsdóttur, í þessum mikilvæga leik. Allt bendir nú til þess að þær geti báðar verið með í leiknum á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. „Ég er bjartsýn á að geta verið leikfær miðað við hvernig þetta hefur gengið undanfarið en ég geri mér fulla grein fyrir því að það er þjálfarinn sem velur liðið og ég er ekki búin að spila marga leiki á síðustu tveimur mánuðum. Þetta verður bara að koma í ljós því ég ræð þessu ekki á endanum," sagði Katrín fyrir æfingu liðsins í dag. Katrín æfði reyndar ekki í dag en þó ekki vegna lærameiðslanna heldur vegna þess að hún tognaði á ökkla á æfingu í gær. Það var einnig gott hljóð í Margréti Láru sem var í fyrstu ekki valin í hópinn vegna meiðsla en var síðan bætt við hópinn á þriðjudaginn. „Ég er komin hingað með landsliðinu. Ég er ánægð með það og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað," sagði Margrét Lára en hún kom inn á sem varamaður í leik með Kristianstad í byrjun vikunnar. „Það gekk bara fínt í þessum leik. Ég spilaði einhverjar 20 til 25 mínútur. Ég vissi það á laugardeginum að ég yrði í hópnum með Kristianstad. Ég hafði þá strax samband við Sigga því ég vildi láta hann vita af því að ég væri í hóp og væri mögulega að fara að koma inn á. Ef ég get hjálpað liðinu mínu úti og verið til staðar fyrir það þá er ég að sjálfsögðu til staðar ef kallið kemur frá landsliðsþjálfaranum," sagði Margrét Lára sem var með á æfingunni í dag. Margrét Lára veit þó ekki frekar en Katrín hvert hlutverk hennar verður í leiknum við Norður-Íra. „Við erum ekkert búin að ræða það og það kemur bara í ljós. Við þurfum að láta æfingarnar þróast og svo velur Siggi bara sitt besta lið á laugardaginn. Maður tekur því bara hvort að maður spilar eða er á bekknum. Ég ætla að sinna mínu hlutverki eins vel og ég get," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni EM á Laugardalsvellinum á laugardaginn þar sem sigur tryggir íslensku stelpunum í það minnsta þátttöku í umspili um sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Það hefur verið mikil óvissa í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markahæsta leikmanns liðsins, Margrétar Láru Viðarsdóttur, í þessum mikilvæga leik. Allt bendir nú til þess að þær geti báðar verið með í leiknum á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. „Ég er bjartsýn á að geta verið leikfær miðað við hvernig þetta hefur gengið undanfarið en ég geri mér fulla grein fyrir því að það er þjálfarinn sem velur liðið og ég er ekki búin að spila marga leiki á síðustu tveimur mánuðum. Þetta verður bara að koma í ljós því ég ræð þessu ekki á endanum," sagði Katrín fyrir æfingu liðsins í dag. Katrín æfði reyndar ekki í dag en þó ekki vegna lærameiðslanna heldur vegna þess að hún tognaði á ökkla á æfingu í gær. Það var einnig gott hljóð í Margréti Láru sem var í fyrstu ekki valin í hópinn vegna meiðsla en var síðan bætt við hópinn á þriðjudaginn. „Ég er komin hingað með landsliðinu. Ég er ánægð með það og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað," sagði Margrét Lára en hún kom inn á sem varamaður í leik með Kristianstad í byrjun vikunnar. „Það gekk bara fínt í þessum leik. Ég spilaði einhverjar 20 til 25 mínútur. Ég vissi það á laugardeginum að ég yrði í hópnum með Kristianstad. Ég hafði þá strax samband við Sigga því ég vildi láta hann vita af því að ég væri í hóp og væri mögulega að fara að koma inn á. Ef ég get hjálpað liðinu mínu úti og verið til staðar fyrir það þá er ég að sjálfsögðu til staðar ef kallið kemur frá landsliðsþjálfaranum," sagði Margrét Lára sem var með á æfingunni í dag. Margrét Lára veit þó ekki frekar en Katrín hvert hlutverk hennar verður í leiknum við Norður-Íra. „Við erum ekkert búin að ræða það og það kemur bara í ljós. Við þurfum að láta æfingarnar þróast og svo velur Siggi bara sitt besta lið á laugardaginn. Maður tekur því bara hvort að maður spilar eða er á bekknum. Ég ætla að sinna mínu hlutverki eins vel og ég get," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki