Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH - 22-25 Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2012 12:28 FH-ingar unnu fínan sigur gegn Val, 25-22, í 2. umferð N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn voru mikið mun sterkari aðilinn til að byrja með í leiknum en þegar leið á leikinn náðu FH-ingar völdunum á vellinum og uppskáru frábæran sigur. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var magnaður í síðari hálfleiknum og lagði grunninn af sigri gestanna. Heimamenn voru strax mun ákveðnari og virkilega markvissir í sínum aðgerðum. Valsmenn brutust auðveldlega í gegnum slaka vörn FH-inga og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Fljótlega voru Valsmenn komnir með góð tök á leiknum og staðan allt í einu orðin 12-6. Þá fóru gestirnir frá Hafnafirði að hressast og varnarleikur liðsins virtist lifna örlítið við. Hægt og rólega minnkuðu FH-ingar muninn og var því staðan 15-13 í hálfleik. FH-ingar komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Liðið var skynsamt í sínum sóknaraðgerðum og lék varnarleikinn af stakri snilld. Þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir yfir í fyrsta sinni 19-18. Eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi fara með sigur af hólmi í kvöld og lauk leiknum með sigri FH 25-22. FH-ingar eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en Valsmenn eru án stiga. Einar Andri: Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleiknum„Við vorum ekki tilbúnir í byrjun leiksins en síðan small þetta saman í síðari hálfleiknum," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikurinn og markvarslan í síðari hálfleiknum var til fyrirmyndar og lagði heldur betur grunninn af þessum sigri". „Daníel (Freyr Andrésson) er með yfir 70 % markvörslu í síðari hálfleiknum og slík frammistaða er fáheyrð". „Ungir strákar stigu síðan upp og stóðu sig eins og hetjur, þetta var bara frábær sigur fyrir liðsheildina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Patrekur Jóhannesson: Getur verið hættulegt að fara út í svona mót með þunnan hóp„Miðað við allar þær breytingar sem voru á liðinu fyrir tímabilið þá vissum við að þetta gæti orðið erfitt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Valsmenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum liðsins í N1-deildinni. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleiknum og sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Það er samt sem áður staðreynd að liðið er án stiga eftir tvær umferðir og það verðum við að horfast í augu við. Það var samt mun meira jákvætt í gangi hjá liðinu í kvöld en í fyrstu umferð gegn HK." „Þetta er gríðarlega ungt lið og við erum með stráka í 3. og 2. flokki inná vellinum í einu, en mér finnst bara gaman að fylgjast með leikmönnum þroskast. Það er samt sem áður nokkuð hættulegt að fara út í mót með svona þunnan hóp og marga reynslulitla leikmenn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
FH-ingar unnu fínan sigur gegn Val, 25-22, í 2. umferð N1-deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni í kvöld. Valsmenn voru mikið mun sterkari aðilinn til að byrja með í leiknum en þegar leið á leikinn náðu FH-ingar völdunum á vellinum og uppskáru frábæran sigur. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var magnaður í síðari hálfleiknum og lagði grunninn af sigri gestanna. Heimamenn voru strax mun ákveðnari og virkilega markvissir í sínum aðgerðum. Valsmenn brutust auðveldlega í gegnum slaka vörn FH-inga og skoruðu hvert markið á fætur öðru. Fljótlega voru Valsmenn komnir með góð tök á leiknum og staðan allt í einu orðin 12-6. Þá fóru gestirnir frá Hafnafirði að hressast og varnarleikur liðsins virtist lifna örlítið við. Hægt og rólega minnkuðu FH-ingar muninn og var því staðan 15-13 í hálfleik. FH-ingar komust hægt og bítandi í takt við leikinn. Liðið var skynsamt í sínum sóknaraðgerðum og lék varnarleikinn af stakri snilld. Þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir yfir í fyrsta sinni 19-18. Eftir það var aldrei spurning hvaða lið myndi fara með sigur af hólmi í kvöld og lauk leiknum með sigri FH 25-22. FH-ingar eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en Valsmenn eru án stiga. Einar Andri: Frábær vörn og markvarsla í síðari hálfleiknum„Við vorum ekki tilbúnir í byrjun leiksins en síðan small þetta saman í síðari hálfleiknum," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Varnarleikurinn og markvarslan í síðari hálfleiknum var til fyrirmyndar og lagði heldur betur grunninn af þessum sigri". „Daníel (Freyr Andrésson) er með yfir 70 % markvörslu í síðari hálfleiknum og slík frammistaða er fáheyrð". „Ungir strákar stigu síðan upp og stóðu sig eins og hetjur, þetta var bara frábær sigur fyrir liðsheildina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Patrekur Jóhannesson: Getur verið hættulegt að fara út í svona mót með þunnan hóp„Miðað við allar þær breytingar sem voru á liðinu fyrir tímabilið þá vissum við að þetta gæti orðið erfitt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Valsmenn hafa tapað fyrstu tveimur leikjum liðsins í N1-deildinni. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleiknum og sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Það er samt sem áður staðreynd að liðið er án stiga eftir tvær umferðir og það verðum við að horfast í augu við. Það var samt mun meira jákvætt í gangi hjá liðinu í kvöld en í fyrstu umferð gegn HK." „Þetta er gríðarlega ungt lið og við erum með stráka í 3. og 2. flokki inná vellinum í einu, en mér finnst bara gaman að fylgjast með leikmönnum þroskast. Það er samt sem áður nokkuð hættulegt að fara út í mót með svona þunnan hóp og marga reynslulitla leikmenn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Patrek með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira