Fótbolti

Villa tryggði Börsungum dramatískan sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Barcelona er með fullt hús stiga á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir nauman og dramatískan útisigur á Sevilla í kvöld.

Sevilla komst í 2-0 forystu með mörkum þeirra Piotr Trochowski og Alvaro Negredo. Cesc Fabregas minnkaði svo muninn fyrir Börsunga á 53. mínútu.

Sevilla missti svo mann af velli með rautt spjald þegar að Gary Medel rak hausinn í andlit Fabregas á 72. mínútu. Fabregas gerði mikið úr snertingunni en dómarinn rak Medel beint í sturtu.

Börsungar sóttu stíft eftir þetta en það var ekki fyrr en á 89. mínútu að jöfnunarmarkið kom. Fabregas skoraði það eftir laglega sendingu frá Lionel Messi.

Það var svo varamaðurinn David Villa sem tryggði Börsungum sigurinn á þriðju mínútu uppbótartíma, aftur eftir sendingu frá Lionel Messi.

Leikmenn Sevilla trúðu vart eigin augum en fyrir tveimur vikum síðan höfðu þeir betur gegn hinu risaveldinu á Spáni, 1-0, á heimavelli sínum.

Barca heldur því fjögurra stiga forystu sinni á Barcelona og er nú ellefu stigum á undan Real Madrid, sem mætir Deportivo á morgun. Sevilla er í fimmta sæti með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×