Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 25-28 Stefán Árni Pálsson í Mosfellsbæ skrifar 24. september 2012 15:25 ÍR-ingar komu sáu og sigruðu í Mosfellsbænum í kvöld þegar þeir unnu Aftureldingu, 28-25, í N1-deild karla en gestirnir léku sinn fyrsta leik í efstu deild í nokkur ár. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru virkilega ákveðnir í sínum sóknaaðgerðum. Fljótlega var staðan orðin 8-4 fyrir Aftureldingu og útlitið gott fyrir þá rauðu. ÍR-ingar mættu hreinlega ekki til leiks til að byrja með og virkuðu stressaðir. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust ÍR-ingar meira í takt við leikinn og fóru að spila góðan sóknarleik með Björgvin Hólmgeirsson í farabroddi. Hann lék sérstaklega vel og skoraði mörk úr öllum regnbogans litum. Allt í einu var staðan orðin 10-8 fyrir ÍR og sex mörk frá gestunum í röð staðreynd. Leikurinn var nokkuð jafn næstu mínútur og var því staðan 13-13 í hálfleik. Heimamenn voru einnig sterkari í upphafi síðari hálfleiksins og náðu fljótlega tveggja marka forystu en aldrei voru ÍR-ingar langt undan. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að ná fastari tökum á leiknum og voru á köflum að sýna frábæran sóknarleik. Vörnin small saman og markvarslan í leiðinni. Gestirnir enduðu með að vinna öflugan þriggja marka sigur 28-25 og koma sterkir til leiks í deildinni. Aftureldingarmenn þurfa alls ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína í leiknum og börðust allan leikinn alveg til loka. Þetta verður líklega sögulega jöfn úrvalsdeild í vetur. Björgvin Hólmgeirsson: Sóknin small alveg saman í kvöldmynd/vilhelm„Þetta gekk bara nokkuð vel í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var mjög kaflaskiptur leikurinn í kvöld en við byrjuðum skelfilega. Það var líklega um smá stress að ræða hjá okkur í byrjun leiks og leikurinn var hálfgerður barningur allan tíman". „Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum í sumar og erum núna loksins að ná vel saman. Sóknarleikurinn small algjörlega saman í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, sem skoraði tólf mörk í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Örn Ingi: Ég á eftir að vinna gamla í veturmynd/vilhelm„Að tapa þessum leik eru mikil vonbrigði en spilamennskan var samt sem áður þokkaleg," sagði Örn Ingi Bjarkason eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega kærulausir í lokin og fengum fína möguleika á því að minnka muninn en menn klikkuðu á ögurstundu". „Það er auðvitað virkilega fúlt að tapa fyrir pappa sínum og maður hafði einmitt dreymt um að vinna hann hér í þessu húsi, en það koma aðrir leikir eftir þennan og við eigum eftir að mæta honum á ný í vetur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að klikka hér. Bjarki: Við höfum verið að bæta okkur gríðarlega síðustu tvær vikurmynd/vilhelm„Það er að sjálfsögðu virkilega sterkt að vinna Aftureldingu sem hefur verið á miklu flugi að undanförnu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við verðum samt að halda okkur niðri á jörðinni en ÍR er bara nýtt lið í efstu deild. Liðið er enn að reyna koma sér saman og menn að kynnast hvor öðrum". „Ég hef fundið það síðustu tvær vikur að liðið er að smella alltaf betur og betur saman og það er gríðarlega jákvætt". „Ég lagði þennan leik bara upp eins og hvern annan leik þrátt fyrir að vera mæta liði þar sem synir mínir eru leikmenn, þetta var samt sem áður nokkuð skrítinn tilfinning," sagði Bjarki að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
ÍR-ingar komu sáu og sigruðu í Mosfellsbænum í kvöld þegar þeir unnu Aftureldingu, 28-25, í N1-deild karla en gestirnir léku sinn fyrsta leik í efstu deild í nokkur ár. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru virkilega ákveðnir í sínum sóknaaðgerðum. Fljótlega var staðan orðin 8-4 fyrir Aftureldingu og útlitið gott fyrir þá rauðu. ÍR-ingar mættu hreinlega ekki til leiks til að byrja með og virkuðu stressaðir. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust ÍR-ingar meira í takt við leikinn og fóru að spila góðan sóknarleik með Björgvin Hólmgeirsson í farabroddi. Hann lék sérstaklega vel og skoraði mörk úr öllum regnbogans litum. Allt í einu var staðan orðin 10-8 fyrir ÍR og sex mörk frá gestunum í röð staðreynd. Leikurinn var nokkuð jafn næstu mínútur og var því staðan 13-13 í hálfleik. Heimamenn voru einnig sterkari í upphafi síðari hálfleiksins og náðu fljótlega tveggja marka forystu en aldrei voru ÍR-ingar langt undan. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að ná fastari tökum á leiknum og voru á köflum að sýna frábæran sóknarleik. Vörnin small saman og markvarslan í leiðinni. Gestirnir enduðu með að vinna öflugan þriggja marka sigur 28-25 og koma sterkir til leiks í deildinni. Aftureldingarmenn þurfa alls ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína í leiknum og börðust allan leikinn alveg til loka. Þetta verður líklega sögulega jöfn úrvalsdeild í vetur. Björgvin Hólmgeirsson: Sóknin small alveg saman í kvöldmynd/vilhelm„Þetta gekk bara nokkuð vel í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var mjög kaflaskiptur leikurinn í kvöld en við byrjuðum skelfilega. Það var líklega um smá stress að ræða hjá okkur í byrjun leiks og leikurinn var hálfgerður barningur allan tíman". „Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum í sumar og erum núna loksins að ná vel saman. Sóknarleikurinn small algjörlega saman í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, sem skoraði tólf mörk í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Örn Ingi: Ég á eftir að vinna gamla í veturmynd/vilhelm„Að tapa þessum leik eru mikil vonbrigði en spilamennskan var samt sem áður þokkaleg," sagði Örn Ingi Bjarkason eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega kærulausir í lokin og fengum fína möguleika á því að minnka muninn en menn klikkuðu á ögurstundu". „Það er auðvitað virkilega fúlt að tapa fyrir pappa sínum og maður hafði einmitt dreymt um að vinna hann hér í þessu húsi, en það koma aðrir leikir eftir þennan og við eigum eftir að mæta honum á ný í vetur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að klikka hér. Bjarki: Við höfum verið að bæta okkur gríðarlega síðustu tvær vikurmynd/vilhelm„Það er að sjálfsögðu virkilega sterkt að vinna Aftureldingu sem hefur verið á miklu flugi að undanförnu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við verðum samt að halda okkur niðri á jörðinni en ÍR er bara nýtt lið í efstu deild. Liðið er enn að reyna koma sér saman og menn að kynnast hvor öðrum". „Ég hef fundið það síðustu tvær vikur að liðið er að smella alltaf betur og betur saman og það er gríðarlega jákvætt". „Ég lagði þennan leik bara upp eins og hvern annan leik þrátt fyrir að vera mæta liði þar sem synir mínir eru leikmenn, þetta var samt sem áður nokkuð skrítinn tilfinning," sagði Bjarki að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira