Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 20-26 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Mosfellsbæ skrifar 6. október 2012 15:30 Örn Ingi Bjarkason, leikmaður Aftureldingar. Valur vann sanngjarnan sex marka sigur á Aftureldingu 26-20 í uppgjöri botnliða N1 deildar karla í handbolta í dag. Valsmenn voru baráttuglaðir á sama tíma og Mosfellingar virkuðu ragir og hræddir og því aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Afturelding skoraði fyrsta markið og var inni í leiknum fyrstu 17 mínúturnar. Bæði lið léku fínan varnarleik og aðeins munaði einu mark en Valur var jafnan á undan að skora. Afturelding skoraði aðeins tvö mörk síðustu 13 mínútur fyrri hálfleiks og Valur fimm mörkum yfir í hálfleik 13-8. Valsmenn gáfu eftir í seinni hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum og voru staðráðir í að gera það ekki í dag. Valur skoraði sjö mörk gegn tveimur á fyrstu 13 mínútum seinni hálfleiks og náðu tíu marka forystu 20-10. Ætla má að Valsmenn hafi haldið að þetta væri búið því þá hrundi leikur gestanna gjörsamlega. Liðið skoraði aðeins tvö mörk næstu tíu mínúturnar, bæði eftir sóknarfrákast. Valur skoraði í raun þrjú mörk í röð eftir sóknarfrákast en þau ásamt frábærri markvörslu Hlyns Morthens í markinu urðu til þess að Afturelding næði ekki að minnka muninn enn frekar og gera leikinn spennandi. Valur hélt sex til sjö marka forystu út leikinn og vann að lokum öruggan 26-20 sigur. Valur er þar með komið með tvö stig líkt og ÍR og Fram en Afturelding situr eftir á botninum án stiga. Hlynur: Keyrðum yfir fríska Aftureldingargutta„Þetta var gríðarlegur baráttuleikur. Þetta var ekki glæsilegur handbolti, bara barátta út í eitt og við gerðum það sem þurftu til að vinna," sagði Hlynur Morthens markvörður Vals sem varði á þriðja tug skota í leiknum, mörg hver úr dauðafærum. „Seinni hálfleikarnir í síðustu tveimur leikjum hafa verið lélegir. Menn eru alveg í formi en við tókum annan vinkil á þetta í síðustu viku og keyrðum upp tempóið og það sást, við keyrðum yfir gríðarlega fríska Aftureldingargutta. Þá erum við í góðu formi. „Við ætluðum ekki að falla á sama bragðinu og skíta á okkur í upphafi seinni hálfleiks. Þannig að menn komu heldur betur grimmir til leiks og við náðum að slökkva í þeim. Þeir voru orðnir hálf hræddir við okkur í restina en svo slaka menn ósjálfrátt á eftir að við komumst tíu mörkum yfir. „Ég er í markinu til að verja og hinir til að berjast fyrir framan mig. Ég er gríðarlega ánægður," sagði Hlynur að lokum. Reynir: Erum mikið betri en þetta„Þetta var mjög lélegur leikur. Við vorum langt frá okkar besta hér í dag og mjög kaldir allir sem einn,“ sagði Reynir Þór Reynisson þjálfari Aftureldingar í leikslok. „Við vorum ískaldir frá fyrstu mínútu. Við vorum ragir og pínu hræddir. Spennustigið var ekki gott. Við vildum hafa það kórrétt en við vorum yfir spenntir. „Við settum leikinn ekki upp sem úrslitaleik. Við ætluðum að finna ýmis atriði í okkar leik. Við ætluðum að fara baráttuglaðir og rólegir og einbeittum okkur lítið að úrslitunum. Okkur tókst ekki nógu vel til. „Varnarfráköstin og dauðafærin fóru með þetta og svo vorum við í vandræðum sóknarlega allan tímann og fengum á okkur mikið af hraðaupphlaupum. Þegar við náðum að stilla upp þá skiluðum við varnarnleiknum ágætlega en það vantaði allt tempó. Við litum mjög illa út sóknarlega. „Það er enginn skjálfti kominn í okkar lið. Við erum miklu betri en þetta og það er það sem er mest svekkjandi, við erum mikið betri en þetta og höldum ótrauðir áfram. Við verðum að ná spennustiginu réttu, það hefur ekki tekist en um leið og það kemur þá erum við góðir,“ sagði Reynir. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Valur vann sanngjarnan sex marka sigur á Aftureldingu 26-20 í uppgjöri botnliða N1 deildar karla í handbolta í dag. Valsmenn voru baráttuglaðir á sama tíma og Mosfellingar virkuðu ragir og hræddir og því aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Afturelding skoraði fyrsta markið og var inni í leiknum fyrstu 17 mínúturnar. Bæði lið léku fínan varnarleik og aðeins munaði einu mark en Valur var jafnan á undan að skora. Afturelding skoraði aðeins tvö mörk síðustu 13 mínútur fyrri hálfleiks og Valur fimm mörkum yfir í hálfleik 13-8. Valsmenn gáfu eftir í seinni hálfleik í fyrstu tveimur umferðunum og voru staðráðir í að gera það ekki í dag. Valur skoraði sjö mörk gegn tveimur á fyrstu 13 mínútum seinni hálfleiks og náðu tíu marka forystu 20-10. Ætla má að Valsmenn hafi haldið að þetta væri búið því þá hrundi leikur gestanna gjörsamlega. Liðið skoraði aðeins tvö mörk næstu tíu mínúturnar, bæði eftir sóknarfrákast. Valur skoraði í raun þrjú mörk í röð eftir sóknarfrákast en þau ásamt frábærri markvörslu Hlyns Morthens í markinu urðu til þess að Afturelding næði ekki að minnka muninn enn frekar og gera leikinn spennandi. Valur hélt sex til sjö marka forystu út leikinn og vann að lokum öruggan 26-20 sigur. Valur er þar með komið með tvö stig líkt og ÍR og Fram en Afturelding situr eftir á botninum án stiga. Hlynur: Keyrðum yfir fríska Aftureldingargutta„Þetta var gríðarlegur baráttuleikur. Þetta var ekki glæsilegur handbolti, bara barátta út í eitt og við gerðum það sem þurftu til að vinna," sagði Hlynur Morthens markvörður Vals sem varði á þriðja tug skota í leiknum, mörg hver úr dauðafærum. „Seinni hálfleikarnir í síðustu tveimur leikjum hafa verið lélegir. Menn eru alveg í formi en við tókum annan vinkil á þetta í síðustu viku og keyrðum upp tempóið og það sást, við keyrðum yfir gríðarlega fríska Aftureldingargutta. Þá erum við í góðu formi. „Við ætluðum ekki að falla á sama bragðinu og skíta á okkur í upphafi seinni hálfleiks. Þannig að menn komu heldur betur grimmir til leiks og við náðum að slökkva í þeim. Þeir voru orðnir hálf hræddir við okkur í restina en svo slaka menn ósjálfrátt á eftir að við komumst tíu mörkum yfir. „Ég er í markinu til að verja og hinir til að berjast fyrir framan mig. Ég er gríðarlega ánægður," sagði Hlynur að lokum. Reynir: Erum mikið betri en þetta„Þetta var mjög lélegur leikur. Við vorum langt frá okkar besta hér í dag og mjög kaldir allir sem einn,“ sagði Reynir Þór Reynisson þjálfari Aftureldingar í leikslok. „Við vorum ískaldir frá fyrstu mínútu. Við vorum ragir og pínu hræddir. Spennustigið var ekki gott. Við vildum hafa það kórrétt en við vorum yfir spenntir. „Við settum leikinn ekki upp sem úrslitaleik. Við ætluðum að finna ýmis atriði í okkar leik. Við ætluðum að fara baráttuglaðir og rólegir og einbeittum okkur lítið að úrslitunum. Okkur tókst ekki nógu vel til. „Varnarfráköstin og dauðafærin fóru með þetta og svo vorum við í vandræðum sóknarlega allan tímann og fengum á okkur mikið af hraðaupphlaupum. Þegar við náðum að stilla upp þá skiluðum við varnarnleiknum ágætlega en það vantaði allt tempó. Við litum mjög illa út sóknarlega. „Það er enginn skjálfti kominn í okkar lið. Við erum miklu betri en þetta og það er það sem er mest svekkjandi, við erum mikið betri en þetta og höldum ótrauðir áfram. Við verðum að ná spennustiginu réttu, það hefur ekki tekist en um leið og það kemur þá erum við góðir,“ sagði Reynir.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira