Alfreð: Svekkjandi að skora ekki á undan Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 16. október 2012 21:33 mynd/vilhelm „Við gáfum allt í þetta og uppskárum ekki neitt að þessu sinni, það eru mikil vonbrigði," sagði Alfreð Finnbogason framherji Íslands eftir tapið gegn Sviss í kvöld. „Fyrri hálfleikur var mjög lokaður og ekki mikið að gerast. Við fáum eitt, tvö hálffæri en í seinni hálfeik finnst mér við vera með yfirhöndina þegar þeir skora. Það var mjög svekkjandi að við náum ekki að skora á undan þeim. Við fengum nokkur góð upphlaup og það sama má segja um seinna markið. Við fáum eitt, tvö færi en þetta er reynslu mikið lið sem kann að halda forystu," sagði Alfreð sem átti í fullu tré við Johan Djourou varnarmann Arsenal allan leikinn. „Ég hef reynt að bæta það í mínum leik að halda boltanum og láta finna fyrir mér og mér fannst það takast ágætlega í kvöld," sagði Alfreð en Diego Benaglio reyndist Íslandi erfiður í marki Sviss. „Þetta er flottur markmaður, hann átti líka stórleik gegn Noregi. Ég átti snöggt skot í fyrri hálfleik sem hann varði vel og svo varði hann líka vel frá Birki og öðrum." Ísland er með sex stig eftir fjóra leiki og er Alfreð ekki sáttur við það. „Maður vill alltaf meira en til að komast lengra þurfum við að vinna lið eins Slóveníu, Albaníu og Kýpur á heimavelli. Það eru þeir sigrar sem telja mest og ef við náum að kroppa einhver stig á útivelli þá telja þau líka mikið. „Spilamennskan okkar var góð. Þetta er ekki eins og stundum áður þegar við eigum góða kafla en töpum, við viljum ekki detta í þá klisju. Það voru góðir kaflar og við létum Sviss hafa mjög fyrir hlutunum." Alfreð sagði erfiðan leik í Albaínu ekkert hafa setið í liðinu. „Þeir léku líka erfiðan leik og það er engin afsökun. „Nú fara menn og reyna að standa sig með sínum félagsliðum. Landsliðið er bónus. Menn standa sig og verða vonandi í góðu formi í mars," sagði Alfreð að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
„Við gáfum allt í þetta og uppskárum ekki neitt að þessu sinni, það eru mikil vonbrigði," sagði Alfreð Finnbogason framherji Íslands eftir tapið gegn Sviss í kvöld. „Fyrri hálfleikur var mjög lokaður og ekki mikið að gerast. Við fáum eitt, tvö hálffæri en í seinni hálfeik finnst mér við vera með yfirhöndina þegar þeir skora. Það var mjög svekkjandi að við náum ekki að skora á undan þeim. Við fengum nokkur góð upphlaup og það sama má segja um seinna markið. Við fáum eitt, tvö færi en þetta er reynslu mikið lið sem kann að halda forystu," sagði Alfreð sem átti í fullu tré við Johan Djourou varnarmann Arsenal allan leikinn. „Ég hef reynt að bæta það í mínum leik að halda boltanum og láta finna fyrir mér og mér fannst það takast ágætlega í kvöld," sagði Alfreð en Diego Benaglio reyndist Íslandi erfiður í marki Sviss. „Þetta er flottur markmaður, hann átti líka stórleik gegn Noregi. Ég átti snöggt skot í fyrri hálfleik sem hann varði vel og svo varði hann líka vel frá Birki og öðrum." Ísland er með sex stig eftir fjóra leiki og er Alfreð ekki sáttur við það. „Maður vill alltaf meira en til að komast lengra þurfum við að vinna lið eins Slóveníu, Albaníu og Kýpur á heimavelli. Það eru þeir sigrar sem telja mest og ef við náum að kroppa einhver stig á útivelli þá telja þau líka mikið. „Spilamennskan okkar var góð. Þetta er ekki eins og stundum áður þegar við eigum góða kafla en töpum, við viljum ekki detta í þá klisju. Það voru góðir kaflar og við létum Sviss hafa mjög fyrir hlutunum." Alfreð sagði erfiðan leik í Albaínu ekkert hafa setið í liðinu. „Þeir léku líka erfiðan leik og það er engin afsökun. „Nú fara menn og reyna að standa sig með sínum félagsliðum. Landsliðið er bónus. Menn standa sig og verða vonandi í góðu formi í mars," sagði Alfreð að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira