Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Haukar 22-27 | Myndir Henry Birgir Gunnarsson í Mosfellsbæ skrifar 10. október 2012 11:58 Haukar eru enn í efsta sæti N1-deildar karla og Afturelding er enn stigalaust eftir eina leik kvöldsins í deildinni. Sigur Hauka í kvöld var aldrei í neinni hættu. Örn Ingi Bjarkason var ekki með Mosfellingum í kvöld vegna meiðsla og söknuðu heimamenn hans sárlega. Sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska og Haukarnir leiddu í hálfleik, 9-13. Gestirnir slökuðu svolítið mikið á klónni í upphafi síðari hálfleiks og ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri. Mosfellingar komust á bragðið og unnu sig inn í leikinn. Þá sagði Tjörvi Þorgeirsson hingað og ekki lengra. Hann skoraði mikilvæg mörk, kveikti í sínum mönnum sem náðu þægilegu forskoti á ný og kláruðu svo leikinn. Tjörvi var afar drjúgur í liði Hauka. Skoraði mörk og lagði upp. Frammistaða Morkunas í markinu lengstum var aðdáunarverð og hann lofar góðu. Stefán Rafn alltaf skemmtilegur en gerir sig allt of oft sekan um slæmar ákvarðanir. Það kemur hjá stráknum. Annars engin glansframmistaða hjá Haukunum en þessi frammistaða dugði í kvöld. Davíð var magnaður í marki Aftureldingar en það dugði ekki til þar sem aðrir í liðinu voru slakir. Hilmar skilaði sínu en sóknarleikur heimamanna var mjög slakur.Reynir: Þolum ekki pressuna "Þeir voru alltaf skrefi á undan og þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. "Það var vissulega vont að missa Örn Inga en við erum samt að klóra okkur upp úr skítnum frá síðasta leik. Við þurfum samt að vinna aðeins betur í okkar málum. Við vitum að við verðum að leggja á okkur hellings vinnu til þess að ná liðum eins og Haukum og verðum að vera tilbúnir í það." Reynir sagði vissulega ekki gott að vera enn stigalausir en er þó ekkert farinn að örvænta. "Við verðum aðeins að róa okkur. Væntingarnar í kringum liðið voru kannski fullmiklar fyrir veturinn," sagði Reynir en Mosfellingar bjuggu sjálfir til þessa pressu. Styrktu sig og sögðu vera komnir með nóg af botnbaráttu. "Þegar á reyndi þoldum við ekki pressuna sem við settum á okkur sem og aðrir. Við verðum bara að staldra við núna og taka eitt skref í einu. Það hlýtur svo að styttast í stigin," sagði Reynir kíminn.Aron: Megum ekki slaka á Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var slakur eftir leik. Sáttur við stigin en ekkert allt of sáttur við leik síns liðs. "Við bjuggumst við erfiðum leik enda vill Afturelding fara að fá stig. Ég er þokkalega sáttur við leikinn. Varnarleikurinn var þéttur lengstum. Sóknarleikurinn var ágætur þar sem Tjörvi var ákveðinn en við vorum stundum að horfa fullmikið upp í palla í stað þess að horfa á markið," sagði Aron. "Sóknarleikurinn var samt ráðleysislegur á köflum og það þurfum við að bæta. Byrjunin á seinni hálfleik var alls ekki nógu góð hjá okkur en við náðum að rífa okkur upp og klára dæmið." Haukarnir halda til Úkraínu á morgun í Evrópuverkefni en Aron vildi ekki meina að hans lið hefði verið komið með hugann við ferðalagið í seinni hálfleik. "Okkar vandamál er að halda dampi og einbeitingu og við erum að vinna í því. Við erum ekki það góðir að við getum leyft okkur þann munað að slaka á. Við þurfum að vera alveg 100 prósent allan leikinn. Annars erum við lélegir."Úr leiknum í kvöld.Myndir / Valgarður Gíslason Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Haukar eru enn í efsta sæti N1-deildar karla og Afturelding er enn stigalaust eftir eina leik kvöldsins í deildinni. Sigur Hauka í kvöld var aldrei í neinni hættu. Örn Ingi Bjarkason var ekki með Mosfellingum í kvöld vegna meiðsla og söknuðu heimamenn hans sárlega. Sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska og Haukarnir leiddu í hálfleik, 9-13. Gestirnir slökuðu svolítið mikið á klónni í upphafi síðari hálfleiks og ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri. Mosfellingar komust á bragðið og unnu sig inn í leikinn. Þá sagði Tjörvi Þorgeirsson hingað og ekki lengra. Hann skoraði mikilvæg mörk, kveikti í sínum mönnum sem náðu þægilegu forskoti á ný og kláruðu svo leikinn. Tjörvi var afar drjúgur í liði Hauka. Skoraði mörk og lagði upp. Frammistaða Morkunas í markinu lengstum var aðdáunarverð og hann lofar góðu. Stefán Rafn alltaf skemmtilegur en gerir sig allt of oft sekan um slæmar ákvarðanir. Það kemur hjá stráknum. Annars engin glansframmistaða hjá Haukunum en þessi frammistaða dugði í kvöld. Davíð var magnaður í marki Aftureldingar en það dugði ekki til þar sem aðrir í liðinu voru slakir. Hilmar skilaði sínu en sóknarleikur heimamanna var mjög slakur.Reynir: Þolum ekki pressuna "Þeir voru alltaf skrefi á undan og þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. "Það var vissulega vont að missa Örn Inga en við erum samt að klóra okkur upp úr skítnum frá síðasta leik. Við þurfum samt að vinna aðeins betur í okkar málum. Við vitum að við verðum að leggja á okkur hellings vinnu til þess að ná liðum eins og Haukum og verðum að vera tilbúnir í það." Reynir sagði vissulega ekki gott að vera enn stigalausir en er þó ekkert farinn að örvænta. "Við verðum aðeins að róa okkur. Væntingarnar í kringum liðið voru kannski fullmiklar fyrir veturinn," sagði Reynir en Mosfellingar bjuggu sjálfir til þessa pressu. Styrktu sig og sögðu vera komnir með nóg af botnbaráttu. "Þegar á reyndi þoldum við ekki pressuna sem við settum á okkur sem og aðrir. Við verðum bara að staldra við núna og taka eitt skref í einu. Það hlýtur svo að styttast í stigin," sagði Reynir kíminn.Aron: Megum ekki slaka á Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var slakur eftir leik. Sáttur við stigin en ekkert allt of sáttur við leik síns liðs. "Við bjuggumst við erfiðum leik enda vill Afturelding fara að fá stig. Ég er þokkalega sáttur við leikinn. Varnarleikurinn var þéttur lengstum. Sóknarleikurinn var ágætur þar sem Tjörvi var ákveðinn en við vorum stundum að horfa fullmikið upp í palla í stað þess að horfa á markið," sagði Aron. "Sóknarleikurinn var samt ráðleysislegur á köflum og það þurfum við að bæta. Byrjunin á seinni hálfleik var alls ekki nógu góð hjá okkur en við náðum að rífa okkur upp og klára dæmið." Haukarnir halda til Úkraínu á morgun í Evrópuverkefni en Aron vildi ekki meina að hans lið hefði verið komið með hugann við ferðalagið í seinni hálfleik. "Okkar vandamál er að halda dampi og einbeitingu og við erum að vinna í því. Við erum ekki það góðir að við getum leyft okkur þann munað að slaka á. Við þurfum að vera alveg 100 prósent allan leikinn. Annars erum við lélegir."Úr leiknum í kvöld.Myndir / Valgarður Gíslason
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira