Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 24-30 Benedikt Grétarsson í Digranesi skrifar 25. október 2012 19:15 Íslandsmeistarar HK töpuðu þriðja leiknum í röð í N1 deild karla í kvöld þegar Framarar sóttu tvö stig í Digranesið. Fram vann leikinn 30-24 og hefur nú unnið tvo leiki í röð og náð í 7 stig af síðustu 8 mögulegum. Framliðið skoraði fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og var 16-12 yfir í hálfeik. Framarar voru síðan með leikinn í sínum höndum allan síðari hálfleikinn. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk fyrir Fram í kvöld og Magnús Erlendsson varði mjög vel í markinu. Framarar héldu í kvöld áfram sigurgöngu sinni með því að leggja Íslandsmeistara HK á heimavelli þeirra síðarnefndu, 24-30. Leikurinn var í jafnvægi framan af en í stöðunni 8-6 tók Einar Jónsson, þjálfari Fram, leikhlé og eftir það skoruðu gestirnir fjögur mörk í röð. Framarar bættu örlítið við fram að leikhléi og leiddu að fyrri hálfleik loknum með fjórum mörkum, 12-16. Síðari hálfleikur náði aldrei að verða spennandi. Safamýrapiltar höfðu heljartak á heimamönnum sem þeir slepptu ekki til leiksloka. Örlítið vonarglæta kviknaði hjá örfáum aðdáendum HK sem mættu á leikinn í stöðunni 20-25, þegar hinn harðskeytti línumaður Fram, Haraldur Þorvarðarson nældi sér í fjögurra mínútna brottvísun en heimamenn glutruðu þá boltanum trekk í trekk og gestirnir sigldu leiknum í örugga höfn. Framarar léku vel í kvöld, Vörnin virkaði mjög sterk á köflum og bak við hana stóð Magnús markmaður vaktina með prýði. Sóknarleikur Framara var fjölhæfur og þeir skoruðu mörk í öllum regnbogans litum. HK-ingar vilja líklega gleyma þessum leik sem fyrst. Tæknifeilar þeirra voru á köflum pínlegir og varnarleikurinn hriplekur. Markverðir liðsins gerðu sitt besta en varnarmenn HK voru hreint ekki að hjálpa þeim mikið í kvöld. Athygli vakti að Bjarki Már Elísson misnotaði 6 skot í leiknum en það gerist ekki oft. Einar Jónsson: Maggi er að láta mig fá það óþvegiðMynd/VilhelmEinar Jónsson, þjálfari Fram, brosti breitt eftir leikinn. „Við náðum fínum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik og héldum þeim vel til leiksloka. Ég er rosalega ánægður að skora 30 mörk hérna í Digranesinu, það eru ekki mörg lið sem leika það eftir." Einar var ánægður með Magnús Erlendsson markvörð Fram. „Maggi er búinn að vera frábær í síðustu tveimur leikjum. Ég frysti hann duglega í upphafi móts og hann er að láta mig fá það óþvegið á jákvæðan hátt. Það er bara gaman að sjá til allra í liðinu, menn eru að leggja sig fram og þá er ég ánægður." Sigurður Eggertsson: Við vorum þunnir í fyrstu tveimur leikjunumMynd/VilhelmSigurður Eggertsson átti fínan leik í kvöld og var hreint ekki ósáttur eftir leikinn. „Við vorum ekkert svo góðir í dag, vörnin oft slöpp og sóknin frekar ryðguð en Maggi var reyndar flottur í markinu." Sigurður var með útskýringar á slæmri byrjun Framara í mótinu. „Það var eitthvað slen yfir okkur fyrst, menn eitthvað þunnir eftir þessa æfingaferð til Spánar og það sat í manni. Við erum samt með hrikalega flott lið ef allir eru í fíling og maður sér það svolítið í klefanum fyrir leik hvort að menn séu í réttum fíling." Eitt ljótasta handboltamark sögunnar leit dagsins ljós í kvöld og átti Sigurður heiðurinn af því. „Já, rosalega var þetta ljótt maður. Ég held að hann hafi varið hann þrisvar sinnum áður en boltinn fór inn. Ég fagnaði þessu marki extra vel." Sigurður ber þjálfara sínum góða sögu. „Ég hélt í alvörunni að það væri eitthvað að Einari fyrst þegar ég kom í Fram en svo er hann bara nettur náungi inn við beinið. Það er reyndar svolítið verið að spyrja mig hvort að hann liti á sér hárið en það gerir hann alls ekki. Hann fæddist bara með svona Scooter-hár." Kristinn Guðmundsson: Við munum rísa upp afturMynd/StefánKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið. „Við gerum okkur seka um allt og mikið af mistökum og leyfum þeim að refsa okkur grimmilega fyrir það. Þeir eru að fá fullt af auðveldum mörkum og öll þeirra vinna verður auðveldari en okkar vinna verður sífellt erfiðari." Kristinn er sannfærður um að HK hristi af sér slyðruorðið. „Við höfum oft fengið svona magalendingar en búningsklefinn er fullur af sterkum karakterum og við munum vinna okkur úr þessum vandræðum." Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Íslandsmeistarar HK töpuðu þriðja leiknum í röð í N1 deild karla í kvöld þegar Framarar sóttu tvö stig í Digranesið. Fram vann leikinn 30-24 og hefur nú unnið tvo leiki í röð og náð í 7 stig af síðustu 8 mögulegum. Framliðið skoraði fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og var 16-12 yfir í hálfeik. Framarar voru síðan með leikinn í sínum höndum allan síðari hálfleikinn. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk fyrir Fram í kvöld og Magnús Erlendsson varði mjög vel í markinu. Framarar héldu í kvöld áfram sigurgöngu sinni með því að leggja Íslandsmeistara HK á heimavelli þeirra síðarnefndu, 24-30. Leikurinn var í jafnvægi framan af en í stöðunni 8-6 tók Einar Jónsson, þjálfari Fram, leikhlé og eftir það skoruðu gestirnir fjögur mörk í röð. Framarar bættu örlítið við fram að leikhléi og leiddu að fyrri hálfleik loknum með fjórum mörkum, 12-16. Síðari hálfleikur náði aldrei að verða spennandi. Safamýrapiltar höfðu heljartak á heimamönnum sem þeir slepptu ekki til leiksloka. Örlítið vonarglæta kviknaði hjá örfáum aðdáendum HK sem mættu á leikinn í stöðunni 20-25, þegar hinn harðskeytti línumaður Fram, Haraldur Þorvarðarson nældi sér í fjögurra mínútna brottvísun en heimamenn glutruðu þá boltanum trekk í trekk og gestirnir sigldu leiknum í örugga höfn. Framarar léku vel í kvöld, Vörnin virkaði mjög sterk á köflum og bak við hana stóð Magnús markmaður vaktina með prýði. Sóknarleikur Framara var fjölhæfur og þeir skoruðu mörk í öllum regnbogans litum. HK-ingar vilja líklega gleyma þessum leik sem fyrst. Tæknifeilar þeirra voru á köflum pínlegir og varnarleikurinn hriplekur. Markverðir liðsins gerðu sitt besta en varnarmenn HK voru hreint ekki að hjálpa þeim mikið í kvöld. Athygli vakti að Bjarki Már Elísson misnotaði 6 skot í leiknum en það gerist ekki oft. Einar Jónsson: Maggi er að láta mig fá það óþvegiðMynd/VilhelmEinar Jónsson, þjálfari Fram, brosti breitt eftir leikinn. „Við náðum fínum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik og héldum þeim vel til leiksloka. Ég er rosalega ánægður að skora 30 mörk hérna í Digranesinu, það eru ekki mörg lið sem leika það eftir." Einar var ánægður með Magnús Erlendsson markvörð Fram. „Maggi er búinn að vera frábær í síðustu tveimur leikjum. Ég frysti hann duglega í upphafi móts og hann er að láta mig fá það óþvegið á jákvæðan hátt. Það er bara gaman að sjá til allra í liðinu, menn eru að leggja sig fram og þá er ég ánægður." Sigurður Eggertsson: Við vorum þunnir í fyrstu tveimur leikjunumMynd/VilhelmSigurður Eggertsson átti fínan leik í kvöld og var hreint ekki ósáttur eftir leikinn. „Við vorum ekkert svo góðir í dag, vörnin oft slöpp og sóknin frekar ryðguð en Maggi var reyndar flottur í markinu." Sigurður var með útskýringar á slæmri byrjun Framara í mótinu. „Það var eitthvað slen yfir okkur fyrst, menn eitthvað þunnir eftir þessa æfingaferð til Spánar og það sat í manni. Við erum samt með hrikalega flott lið ef allir eru í fíling og maður sér það svolítið í klefanum fyrir leik hvort að menn séu í réttum fíling." Eitt ljótasta handboltamark sögunnar leit dagsins ljós í kvöld og átti Sigurður heiðurinn af því. „Já, rosalega var þetta ljótt maður. Ég held að hann hafi varið hann þrisvar sinnum áður en boltinn fór inn. Ég fagnaði þessu marki extra vel." Sigurður ber þjálfara sínum góða sögu. „Ég hélt í alvörunni að það væri eitthvað að Einari fyrst þegar ég kom í Fram en svo er hann bara nettur náungi inn við beinið. Það er reyndar svolítið verið að spyrja mig hvort að hann liti á sér hárið en það gerir hann alls ekki. Hann fæddist bara með svona Scooter-hár." Kristinn Guðmundsson: Við munum rísa upp afturMynd/StefánKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið. „Við gerum okkur seka um allt og mikið af mistökum og leyfum þeim að refsa okkur grimmilega fyrir það. Þeir eru að fá fullt af auðveldum mörkum og öll þeirra vinna verður auðveldari en okkar vinna verður sífellt erfiðari." Kristinn er sannfærður um að HK hristi af sér slyðruorðið. „Við höfum oft fengið svona magalendingar en búningsklefinn er fullur af sterkum karakterum og við munum vinna okkur úr þessum vandræðum."
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira