Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 105-99 Jón Júlíus Karlsson í Hertz hellinum skrifar 1. nóvember 2012 18:45 Myndir / Valgarður Gíslason ÍR vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 105-99, í Hertz hellinum í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var hin besta skemmtun því sóknarleikurinn var í fararbroddi í leiknum. ÍR lék betur í seinni hálfleik og náði að knýja fram góðan sex stiga heimasigur. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru sex stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta, 21-27. Munurinn var kominn upp í 8 stig í hálfleik en þá var staðan 44-52. Jóhann Ólafsson var heitur í fyrri hálfleik hjá Grindvíkingum og skoraði 13 stig en Eric Palm var stigahæstur heimamanna með 12 stig. ÍR hóf þriðja leikhluta af miklum krafti og komu gestunum greinilega úr jafnvægi með kröftugum varnarleik. ÍR var að skora mörg stig úr hröðum sóknum og á sama tíma áttu Grindvíkingar í miklum erfiðleikum með að finna leiðina að körfunni. Leikhlutann unnu ÍR-ingar 29-19 og því var staðan 73-71 fyrir ÍR. Stemmningin var öll ÍR megin í fjórða leikhluta. ÍR-ingar sóttu af krafti inn í teig Grindvíkinga og fengu í kjölfarið mikið pláss fyrir utan þriggja stiga línuna sem skyttur ÍR nýttu sér vel. Nemanja Sovic hrökk sem dæmi í mikinn gír fyrir utan og raðaði niður þristum. Það reyndist lykilinn að frábærum sigri heimamanna sem áttu sigurinn skilinn. Lokatölur urðu 105-99 og er fyrsti heimasigur ÍR í hús. Eric Palm átti mjög góðan leik fyrir ÍR í kvöld en hann skoraði 35 stig. Nemanja Sovic kom næstur með 24 stig og sjö fráköst. Hjá Grindavík var Samuel Zeglinski atkvæðamestur en hann skoraði 28 stig. Jóhann Ólafsson kom næstur með 25 stig.Sverrir Þór: „Vörnin arfaslök" „Við spiluðum enga vörn og þá vinnum við ekki leiki. 99 stig eiga að duga til sigurs en við vorum virkilega daprir varnarlega. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem við skorum um 100 stig en töpum samt," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur eftir tap gegn ÍR í kvöld „Ég hélt að menn myndu mæta brjálaðir til leiks eftir tapið fyrir Keflavík fyrr í vikunni og reyna að kvitta fyrir það. Þetta eru mikil vonbrigði. Við vorum í fínni stöðu í hálfleik og en mætum ekki í þriðja leikhluta og áttu þegar upp er staðið ekkert skilið úr þessum leik," bætir Sverrir við sem reiknar með að helga næstu æfingum varnarleiknum. „Sóknarleikurinn stendur fyrir sínu en vörnin arfaslök. Við þurfum að laga varnarleikinn og það strax."Jón Arnar: „Gerist ekki betra en að vinna Íslandsmeistarana" „Ég er þrælánægður með mína menn og gaman að vinna Íslandsmeistarana. Það gerist ekki mikið betra en það. Gengið hjá okkur hefur verið misjafnt það sem af er en erum sterkir á heimavelli," sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR eftir sigur liðsins gegn Íslandsmeisturum Grindavíkur í kvöld. „Það opnaðist töluvert fyrir utan teiginn hjá Grindavík í seinni hálfleik og það var virkilega gaman að sjá hversu vel mínir menn voru að hitta í kvöld. Við lásum í varnarleik Grindvíkinga og þetta var þeirra veikleiki. Við þurfum hins vegar sjálfir að spila betri vörn til að ég sé ánægður." ÍR liðið getur á góðum degi unnið hvaða lið sem er í Dominos-deildinni. Jón Arnar segir að liðið ætli sér stóra hluti í vetur. „Ég er mjög sáttur með að skora 105 stig gegn ríkjandi Íslandsmeisturum og vonandi heldur þetta svona áfram. Við ætlum okkur að vera ofar en að komast bara inn í úrslitakeppnina og það væri óskandi að vera með heimaleikarétt í lok leiktíðar."ÍR-Grindavík 105-99 (21-27, 23-25, 29-19, 32-28)ÍR: Eric James Palm 35, Nemanja Sovic 24/7 fráköst, D'Andre Jordan Williams 14/4 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 12, Sveinbjörn Claessen 8, Hjalti Friðriksson 8, Þorvaldur Hauksson 4/6 fráköst.Grindavík: Samuel Zeglinski 28/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 25/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/10 fráköst, Aaron Broussard 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Davíð Ingi Bustion 1.Bein lýsing frá leiknum: 40. min: Leik lokið með 105-99 sigri ÍR. 12,5 sek eftir: Eric Palm skorar úr tveimur vítum og eykur munninn í 105-99 þegar aðeins 12,5 sekúndur eru eftir. Veik von gestana á að jafna leikinn. 39 min: Samuel Zeglinski skorar úr tveimur vítaskotum. 103-99 þegar 19 sekúndur eru eftir. 39. min: Grindvíkingar minnka muninn niður í 4 stig og 20 sekúndur eftir. 39 min: Þegar innan við mínúta er eftir er staðan 101-95. 38 min: Grindvíkingar leika mjög aggressíva vörn og reyna að þvinga fram mistök hjá heimamönnum. 37 min: Það er ekkert sem stöðvar ÍR fyrir utan þriggja stiga línuna. Það fer allt niður! Staðan 96-87 þegar það eru 2:45 á klukkunni. ÍR-er með sjö fingur á sigrinum. 36. min: ÍR er mun betra hér í fjórða leikhluta. Sovic heldur áfram að raða niður þristunum. Staðan er 93-83. 35. min: Nemanja Sovic stígur upp á réttum tíma fyrir ÍR og skorar tvo þrista í röð fyrir ÍR. Staðan er 90-80. 34. min: Stemmningin er með ÍR sem er komið með 11 stiga forystu, 87-76. 34. min: Sveinbjörn Claessen skorar þrist um leið og skotklukkan rennur út. ÍR-ingar skora svo aftur í næstu sókn og breyta stöðunni í 82-76. Grindvíkingar taka leikhlé og freista þess að skerpa sinn leik. Ekki veitir af. 31. min: Samuel Zeglinski skorar þrist fyrir Grindavík og kemur þeim aftur yfir. 73-75. 30. min: Staðan að loknum þriðja leikhluta er 73-71 fyrir ÍR. Grindvíkingar byrjuðu þriðja leikhluta skelfilega en gerðu vel að halda sér inni í leiknum. Aðeins munar tveimur stigum fyrir síðasta leikhluta og getur allt gerst. ÍR vann þriðja leikhluta með 10 stigum, 29-19. 29. min: Eric Palm hefur farið á kostum í liði ÍR í þriðja leikhluta. Hann er kominn með 29 stig og er sjóðheitur. 28. min: Grindvíkingar eru aðeins að hressast. Ómar Sævarsson í liði Grindavíkur kemur með góða innkomu gegn sínum gömlu samherjum. Staðan 70-65 26. min: Það gengur allt hjá ÍR-ingum. Eric Palm setur niður þrist sem skoppar þrisvar á hringnum áður en boltinn dettur niður. Staðan 66-60. 25. min: ÍR-ingar leika á alls oddi hér í þriðja leikhluta og leiða nú 63-55. Varnarleikur ÍR hefur verið frábær og hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturunum. 23. min: Eric Palm setur niður frábæran þrist í litlu jafnvægi og jafnar leikinn 55-55. Að svo búnu tekur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, leikhlé. Hann er ekki sáttur með byrjun sinna manna í seinni hálfleik. 22. min: Jóhann Ólafsson kemur Grindvíkingum af stað í þriðja leikhluta með góðum þrist. Jóhann er að leika vel í kvöld. Staðan 50-55. 21. min: Þriðji leikhluti farinn af stað og ÍR-ingar fara vel af stað og skora fyrstu fjögur stigin. 20. min (Hálfleikur) 44-52: Stigahæstu menn hjá ÍR eru þeir Eric Palm með 12 stig, D'Andre Willams með 9 stig og Hreggviður Magnússon með 8 stig. Hjá Grindavík er Jóhann Ólafsson með 13 stig og Aaroun Broussard með 10. Leikurinn hefur verið hraður og varnarleikurinn kannski ekki sá allra besti. 19. min: Bæði lið setja niður góðar þriggja stiga körfur. Fyrst ÍR-ingar en svo svar gestirnir í sömu mynt. Staðan 42-49. 16 min: Það er þægileg fjölskyldustemmning hér í Hertz-hellinum. Áhorfendur eru frekar afslappaðir og eru ekkert sérstaklega mikið að láta í sér heyra. Þeir taka þó við sér við góðan þrist hjá heimamönnum. 15. min: Staðan er 39-44 fyrir Grindavík. Eric Palm er að leika vel fyrir ÍR og er kominn með 10 stig. 13. min: Þeir Samuel Zeglinski og Aaron Broussard fara fyrir stigaskorinu hjá Grindvíkingum og eru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna.Staðan er 33-39 10. min: Grindvíkingar leiða 21-27 að loknum fyrsta leikhluta. Grindvíkingar spiluðu góðan varnarleik síðari hlutan af fyrsta leikhluta og eru í forystu. 8. min: Grindvíkingar tóku flotta rispu og eru nú yfir 18-27 sem er mesti munurinn á liðunum til þessa.7. min: Liðunum leiðist ekki að taka þriggja stiga skot og hafa þó nokkur litið dagsins ljós í kvöld. Staðan er 18-22 fyrir Grindavík.4 min: Staðan er 12-9 fyrir heimamenn sem hafa byrjað leikinn vel. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
ÍR vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 105-99, í Hertz hellinum í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var hin besta skemmtun því sóknarleikurinn var í fararbroddi í leiknum. ÍR lék betur í seinni hálfleik og náði að knýja fram góðan sex stiga heimasigur. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og voru sex stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta, 21-27. Munurinn var kominn upp í 8 stig í hálfleik en þá var staðan 44-52. Jóhann Ólafsson var heitur í fyrri hálfleik hjá Grindvíkingum og skoraði 13 stig en Eric Palm var stigahæstur heimamanna með 12 stig. ÍR hóf þriðja leikhluta af miklum krafti og komu gestunum greinilega úr jafnvægi með kröftugum varnarleik. ÍR var að skora mörg stig úr hröðum sóknum og á sama tíma áttu Grindvíkingar í miklum erfiðleikum með að finna leiðina að körfunni. Leikhlutann unnu ÍR-ingar 29-19 og því var staðan 73-71 fyrir ÍR. Stemmningin var öll ÍR megin í fjórða leikhluta. ÍR-ingar sóttu af krafti inn í teig Grindvíkinga og fengu í kjölfarið mikið pláss fyrir utan þriggja stiga línuna sem skyttur ÍR nýttu sér vel. Nemanja Sovic hrökk sem dæmi í mikinn gír fyrir utan og raðaði niður þristum. Það reyndist lykilinn að frábærum sigri heimamanna sem áttu sigurinn skilinn. Lokatölur urðu 105-99 og er fyrsti heimasigur ÍR í hús. Eric Palm átti mjög góðan leik fyrir ÍR í kvöld en hann skoraði 35 stig. Nemanja Sovic kom næstur með 24 stig og sjö fráköst. Hjá Grindavík var Samuel Zeglinski atkvæðamestur en hann skoraði 28 stig. Jóhann Ólafsson kom næstur með 25 stig.Sverrir Þór: „Vörnin arfaslök" „Við spiluðum enga vörn og þá vinnum við ekki leiki. 99 stig eiga að duga til sigurs en við vorum virkilega daprir varnarlega. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem við skorum um 100 stig en töpum samt," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur eftir tap gegn ÍR í kvöld „Ég hélt að menn myndu mæta brjálaðir til leiks eftir tapið fyrir Keflavík fyrr í vikunni og reyna að kvitta fyrir það. Þetta eru mikil vonbrigði. Við vorum í fínni stöðu í hálfleik og en mætum ekki í þriðja leikhluta og áttu þegar upp er staðið ekkert skilið úr þessum leik," bætir Sverrir við sem reiknar með að helga næstu æfingum varnarleiknum. „Sóknarleikurinn stendur fyrir sínu en vörnin arfaslök. Við þurfum að laga varnarleikinn og það strax."Jón Arnar: „Gerist ekki betra en að vinna Íslandsmeistarana" „Ég er þrælánægður með mína menn og gaman að vinna Íslandsmeistarana. Það gerist ekki mikið betra en það. Gengið hjá okkur hefur verið misjafnt það sem af er en erum sterkir á heimavelli," sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR eftir sigur liðsins gegn Íslandsmeisturum Grindavíkur í kvöld. „Það opnaðist töluvert fyrir utan teiginn hjá Grindavík í seinni hálfleik og það var virkilega gaman að sjá hversu vel mínir menn voru að hitta í kvöld. Við lásum í varnarleik Grindvíkinga og þetta var þeirra veikleiki. Við þurfum hins vegar sjálfir að spila betri vörn til að ég sé ánægður." ÍR liðið getur á góðum degi unnið hvaða lið sem er í Dominos-deildinni. Jón Arnar segir að liðið ætli sér stóra hluti í vetur. „Ég er mjög sáttur með að skora 105 stig gegn ríkjandi Íslandsmeisturum og vonandi heldur þetta svona áfram. Við ætlum okkur að vera ofar en að komast bara inn í úrslitakeppnina og það væri óskandi að vera með heimaleikarétt í lok leiktíðar."ÍR-Grindavík 105-99 (21-27, 23-25, 29-19, 32-28)ÍR: Eric James Palm 35, Nemanja Sovic 24/7 fráköst, D'Andre Jordan Williams 14/4 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 12, Sveinbjörn Claessen 8, Hjalti Friðriksson 8, Þorvaldur Hauksson 4/6 fráköst.Grindavík: Samuel Zeglinski 28/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 25/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/10 fráköst, Aaron Broussard 10/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Davíð Ingi Bustion 1.Bein lýsing frá leiknum: 40. min: Leik lokið með 105-99 sigri ÍR. 12,5 sek eftir: Eric Palm skorar úr tveimur vítum og eykur munninn í 105-99 þegar aðeins 12,5 sekúndur eru eftir. Veik von gestana á að jafna leikinn. 39 min: Samuel Zeglinski skorar úr tveimur vítaskotum. 103-99 þegar 19 sekúndur eru eftir. 39. min: Grindvíkingar minnka muninn niður í 4 stig og 20 sekúndur eftir. 39 min: Þegar innan við mínúta er eftir er staðan 101-95. 38 min: Grindvíkingar leika mjög aggressíva vörn og reyna að þvinga fram mistök hjá heimamönnum. 37 min: Það er ekkert sem stöðvar ÍR fyrir utan þriggja stiga línuna. Það fer allt niður! Staðan 96-87 þegar það eru 2:45 á klukkunni. ÍR-er með sjö fingur á sigrinum. 36. min: ÍR er mun betra hér í fjórða leikhluta. Sovic heldur áfram að raða niður þristunum. Staðan er 93-83. 35. min: Nemanja Sovic stígur upp á réttum tíma fyrir ÍR og skorar tvo þrista í röð fyrir ÍR. Staðan er 90-80. 34. min: Stemmningin er með ÍR sem er komið með 11 stiga forystu, 87-76. 34. min: Sveinbjörn Claessen skorar þrist um leið og skotklukkan rennur út. ÍR-ingar skora svo aftur í næstu sókn og breyta stöðunni í 82-76. Grindvíkingar taka leikhlé og freista þess að skerpa sinn leik. Ekki veitir af. 31. min: Samuel Zeglinski skorar þrist fyrir Grindavík og kemur þeim aftur yfir. 73-75. 30. min: Staðan að loknum þriðja leikhluta er 73-71 fyrir ÍR. Grindvíkingar byrjuðu þriðja leikhluta skelfilega en gerðu vel að halda sér inni í leiknum. Aðeins munar tveimur stigum fyrir síðasta leikhluta og getur allt gerst. ÍR vann þriðja leikhluta með 10 stigum, 29-19. 29. min: Eric Palm hefur farið á kostum í liði ÍR í þriðja leikhluta. Hann er kominn með 29 stig og er sjóðheitur. 28. min: Grindvíkingar eru aðeins að hressast. Ómar Sævarsson í liði Grindavíkur kemur með góða innkomu gegn sínum gömlu samherjum. Staðan 70-65 26. min: Það gengur allt hjá ÍR-ingum. Eric Palm setur niður þrist sem skoppar þrisvar á hringnum áður en boltinn dettur niður. Staðan 66-60. 25. min: ÍR-ingar leika á alls oddi hér í þriðja leikhluta og leiða nú 63-55. Varnarleikur ÍR hefur verið frábær og hvorki gengur né rekur hjá Íslandsmeisturunum. 23. min: Eric Palm setur niður frábæran þrist í litlu jafnvægi og jafnar leikinn 55-55. Að svo búnu tekur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, leikhlé. Hann er ekki sáttur með byrjun sinna manna í seinni hálfleik. 22. min: Jóhann Ólafsson kemur Grindvíkingum af stað í þriðja leikhluta með góðum þrist. Jóhann er að leika vel í kvöld. Staðan 50-55. 21. min: Þriðji leikhluti farinn af stað og ÍR-ingar fara vel af stað og skora fyrstu fjögur stigin. 20. min (Hálfleikur) 44-52: Stigahæstu menn hjá ÍR eru þeir Eric Palm með 12 stig, D'Andre Willams með 9 stig og Hreggviður Magnússon með 8 stig. Hjá Grindavík er Jóhann Ólafsson með 13 stig og Aaroun Broussard með 10. Leikurinn hefur verið hraður og varnarleikurinn kannski ekki sá allra besti. 19. min: Bæði lið setja niður góðar þriggja stiga körfur. Fyrst ÍR-ingar en svo svar gestirnir í sömu mynt. Staðan 42-49. 16 min: Það er þægileg fjölskyldustemmning hér í Hertz-hellinum. Áhorfendur eru frekar afslappaðir og eru ekkert sérstaklega mikið að láta í sér heyra. Þeir taka þó við sér við góðan þrist hjá heimamönnum. 15. min: Staðan er 39-44 fyrir Grindavík. Eric Palm er að leika vel fyrir ÍR og er kominn með 10 stig. 13. min: Þeir Samuel Zeglinski og Aaron Broussard fara fyrir stigaskorinu hjá Grindvíkingum og eru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna.Staðan er 33-39 10. min: Grindvíkingar leiða 21-27 að loknum fyrsta leikhluta. Grindvíkingar spiluðu góðan varnarleik síðari hlutan af fyrsta leikhluta og eru í forystu. 8. min: Grindvíkingar tóku flotta rispu og eru nú yfir 18-27 sem er mesti munurinn á liðunum til þessa.7. min: Liðunum leiðist ekki að taka þriggja stiga skot og hafa þó nokkur litið dagsins ljós í kvöld. Staðan er 18-22 fyrir Grindavík.4 min: Staðan er 12-9 fyrir heimamenn sem hafa byrjað leikinn vel.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira