Framkonur héldu áfram sigurgöngu sinni í N1 deild kvenna í kvöld með 19 marka heimasigri á nýliðum Selfoss, 33-14, í Framhúsinu í Safamýri.
Framliðið er búið að vinna níu fyrstu leiki sína á tímabilinu og er með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Vals en Valskonur eiga einn leik inni.
Landsliðsskytturnar Stella Sigurðardóttir og Birna Berg Haraldsdóttir skoruðu saman fimmtán mörk í kvöld en Fram var komið með 11 marka forskot í hálfleik, 16-5.
Selfossliðið tapaði þarna fjórða leik sínum í röð en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 2 stig út úr fyrstu tíu leikjum sínum.
Fram - Selfoss 33-14 (16-5)
Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 9, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Ásta Birna Gunnarsdóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 3, Marthe Sördal 2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1.
Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Kristrún Steinþórsdóttir 5, Carmen Palamariu 2, Kara Rún Árnadóttir 1, Thelma Björk Einarsdóttir 1.
Níu sigrar í röð hjá Framkonum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti