Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 27-20 Sigmar Sigfússon skrifar 15. nóvember 2012 19:00 Mynd/Vilhelm ÍR-ingar unnu sætan sigur í kaflaskiptum leik í 8. Umferð N1 deildar karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig og Afturelding á botninum með fjögur stig. Fyrri hálfleikur einkenndist af slökum sóknaleik beggja liða framan af. Báðir markmenn áttu fína spretti fyrir sín lið og gerði það leikinn afar hraðann á köflum. Mikið var um hraðarupphlaup hjá Aftureldingu sem kom oftar en ekki út frá markvörslu Davíð Svanssonar sem var fljótur að hugsa og grýtti knettinum langt fram. Landsliðsmaðurinn og Breiðholtshetjan, Ingimundur var ekki að finna sig sóknarlega til að byrja með og var ekki með góða nýtingu í fyrri hálfleik. Mikið var um tapaða bolta í upphafi leiks og staðan var 1 - 1 þar til á 10. mínútu þegar Guðni Már Kristinsson, leikmaður ÍR, skoraði þá og staðan orðin 2-1. Gestirnir frá Mosfellsbæ leiddu í hálfleik 8 – 11. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og greinilegt að Bjarki hafi messað vel yfir sínum mönnum í hálfleik. ÍR-ingar komu mun grimmari til leiks og söxuðu á forskot Aftureldingar jafnt og þétt. Á 43 mínútu jafna ÍR-ingar leikinn með glæsilegu marki frá Guðna Má, smurði hann vel í samskeytin. Eftir það var þetta aldrei spurning, drengirnir frá Mosfellsbæ köstuðu boltanum hvað eftir annað í hendur ÍR-inga, ásamt því að Kristófer Fannar, markmaður þeirra byrjaði að verja eins engin væri morgundagurinn. Dómaraparið virtist fara mikið í taugarnar á báðum liðum, enda mikið um brottvísanir hjá báðum liðum og Ingimundur endaði á því að fá rauðaspjaldið eftir þrjár brottvísanir. ÍR keyrði á Aftureldingu stíft síðustu 10 mínúturnar og Björgvin Hólmgeirsson sá um markaskorunina að mestum hluta. Fór svo að ÍR sigraði með 6 mörkum hérna á heimavelli, þar sem áhorfendur voru frábærir og stóðu þétt við bakið á sínum mönnum hérna í kvöld. Sturla Ásgeirsson var markahæsti maður vallarins með sjö mörk. Kristófer Fannar: Sáttur með tvö stig„Ég er mjög sáttur með tvö stig úr þessum leik þar sem þetta var ekkert spes leikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik þá spiluðum við ekki góðan sóknarleik og varnarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir" Sagði Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR „Ég veit eiginlega ekki hvað Bjarki sagði við strákana í hálfleik, þar sem ég var frammi en hann sagði eitthvað rétt þar sem við snérum þessu algjörlega okkur í hag í seinni hálfleik og fór að finna mig í rammanum. Núna eru við komnir með tvo sigra í röð hérna á heimavelli, hér finnum við vel fyrir stuðningnum hjá okkar fólki í stúkunni og má segja að þau séu okkar áttundi maður" „ÍR-vélin er kominn í gang og næst eru það Haukarnir sem ég veit að verður erfiður leikur. Við hugsum bara um einn leik í einu og það verður bara koma í ljós hvar við endum á Íslandsmótinu" Reynir Þór: Ef við hefðum klárað þessi dauðafæri hefðum við unnið„Við fórum bara á taugum, þá missum við hausinn og og allt hrinur hjá okkur. Varnarlega missum við þá í gegn maður á mann og markvarslan hvarf. Við klikkum á dauðafæri á eftir dauðafæri og ég er viss um að við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum nýtt helmingin af þeim," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar. „Ég var frekar rólegur til að byrja með í seinni hálfleik og var viss um að við myndum vinna þennan leik en í stað þess að halda áfram og gefast ekki upp að þá gefumst við upp. Getan er miklu betri en tölurnar segja til um, tap með sex mörkum. Við eigum bara að gera þá kröfu á okkur að klára svona leiki til og vinna þá, þó svo að sé stemning hérna og markmaðurinn verji aðeins frá okkur" Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
ÍR-ingar unnu sætan sigur í kaflaskiptum leik í 8. Umferð N1 deildar karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig og Afturelding á botninum með fjögur stig. Fyrri hálfleikur einkenndist af slökum sóknaleik beggja liða framan af. Báðir markmenn áttu fína spretti fyrir sín lið og gerði það leikinn afar hraðann á köflum. Mikið var um hraðarupphlaup hjá Aftureldingu sem kom oftar en ekki út frá markvörslu Davíð Svanssonar sem var fljótur að hugsa og grýtti knettinum langt fram. Landsliðsmaðurinn og Breiðholtshetjan, Ingimundur var ekki að finna sig sóknarlega til að byrja með og var ekki með góða nýtingu í fyrri hálfleik. Mikið var um tapaða bolta í upphafi leiks og staðan var 1 - 1 þar til á 10. mínútu þegar Guðni Már Kristinsson, leikmaður ÍR, skoraði þá og staðan orðin 2-1. Gestirnir frá Mosfellsbæ leiddu í hálfleik 8 – 11. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og greinilegt að Bjarki hafi messað vel yfir sínum mönnum í hálfleik. ÍR-ingar komu mun grimmari til leiks og söxuðu á forskot Aftureldingar jafnt og þétt. Á 43 mínútu jafna ÍR-ingar leikinn með glæsilegu marki frá Guðna Má, smurði hann vel í samskeytin. Eftir það var þetta aldrei spurning, drengirnir frá Mosfellsbæ köstuðu boltanum hvað eftir annað í hendur ÍR-inga, ásamt því að Kristófer Fannar, markmaður þeirra byrjaði að verja eins engin væri morgundagurinn. Dómaraparið virtist fara mikið í taugarnar á báðum liðum, enda mikið um brottvísanir hjá báðum liðum og Ingimundur endaði á því að fá rauðaspjaldið eftir þrjár brottvísanir. ÍR keyrði á Aftureldingu stíft síðustu 10 mínúturnar og Björgvin Hólmgeirsson sá um markaskorunina að mestum hluta. Fór svo að ÍR sigraði með 6 mörkum hérna á heimavelli, þar sem áhorfendur voru frábærir og stóðu þétt við bakið á sínum mönnum hérna í kvöld. Sturla Ásgeirsson var markahæsti maður vallarins með sjö mörk. Kristófer Fannar: Sáttur með tvö stig„Ég er mjög sáttur með tvö stig úr þessum leik þar sem þetta var ekkert spes leikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik þá spiluðum við ekki góðan sóknarleik og varnarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir" Sagði Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR „Ég veit eiginlega ekki hvað Bjarki sagði við strákana í hálfleik, þar sem ég var frammi en hann sagði eitthvað rétt þar sem við snérum þessu algjörlega okkur í hag í seinni hálfleik og fór að finna mig í rammanum. Núna eru við komnir með tvo sigra í röð hérna á heimavelli, hér finnum við vel fyrir stuðningnum hjá okkar fólki í stúkunni og má segja að þau séu okkar áttundi maður" „ÍR-vélin er kominn í gang og næst eru það Haukarnir sem ég veit að verður erfiður leikur. Við hugsum bara um einn leik í einu og það verður bara koma í ljós hvar við endum á Íslandsmótinu" Reynir Þór: Ef við hefðum klárað þessi dauðafæri hefðum við unnið„Við fórum bara á taugum, þá missum við hausinn og og allt hrinur hjá okkur. Varnarlega missum við þá í gegn maður á mann og markvarslan hvarf. Við klikkum á dauðafæri á eftir dauðafæri og ég er viss um að við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum nýtt helmingin af þeim," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar. „Ég var frekar rólegur til að byrja með í seinni hálfleik og var viss um að við myndum vinna þennan leik en í stað þess að halda áfram og gefast ekki upp að þá gefumst við upp. Getan er miklu betri en tölurnar segja til um, tap með sex mörkum. Við eigum bara að gera þá kröfu á okkur að klára svona leiki til og vinna þá, þó svo að sé stemning hérna og markmaðurinn verji aðeins frá okkur"
Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira