Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 20-21 Benedikt Grétarsson skrifar 15. nóvember 2012 19:00 Mynd/Vilhelm Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla þegar þeir unnu vængbrotið lið Fram á útivelli 20-21. Haukar halda því yfirburðastöðu á topp deildarinnar en þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum gegn sprækum Frömurum í kvöld. Flestir hafa sennilega búist við stórsigri gestana þegar liðin voru kynnt til leiks í kvöld. Jóhann Gunnar Einarsson, Sigurður Eggertsson og Róbert Aron Hostert voru allir fjarri góðu gamni í liði Fram og Haukar virtust eiga náðugan dag framundan. Ungir og sprækir leikmenn Fram voru ekki á þeim buxunum og gerðu reynslumiklu liði Hauka lífið leitt með mikilli baráttu og leikgleði. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en nápu aldrei almennilega að stinga Framara af og munurinn aðeins tvö mörk í leikhléi, 8-10. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af ágætum krafti, komust fjórum mörkum yfir, 12-16 og héldu þá flestir að björninn væri unninn. Heimamenn blésu á spekingana og skoruðu næstu þrjú mörk og leikurinn í járnum. Mikill darraðadans var stiginn á lokamínútum leiksins en það fór svo að Haukar fögnuðu eins marks sigri, 20-21 og geta í raun prísað sig sæla með punktana tvo. Undir lok leiksins fengu Haukar tvívegis frákast eftir varin skot Björns Viðars í marki Fram og óðagot í hraðaupphlaupi kostaði Framara mögulega eitt stig í kvöld. Haukarnir voru daprir og ekki ólíklegt að leikmenn hafi vanmetið lið Fram. Þeir náðu þó að kreista fram sigur og það einkennir góð lið, að vinna leiki þrátt fyrir slaka frammistöðu. Aron varði þokkalega í markinu en tók þrjú víti sem átti eftir að reynast dýrmætt. Jón Þorbjörn var traustur og Tjörvi kom sterkur inn í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hægt er að taka hattinn ofan fyrir Frömurum. Þeir börðust allt til loka og hefðu átt að taka stig í kvöld. Elías Bóasson og Ólafur Magnússon áttu báðir skínandi leik og Magnús varði vel í fyrri hálfleik. Þá átti reynsluboltinn Haraldur Þorvarðason flotta innkomu í síðari hálfleik. Aron Kristjánsson: Tvö stig það eina jákvæðaLandsliðs- og Haukaþjálfarinn Aron Kristjánsson var frekar brúnaþungur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna. „Ég er alltaf að hamra á því að við erum bara slakir ef við mætum ekki tilbúnir og það var raunin í kvöld. Liðið fellur um 40-50% í getustigi við það að missa 10% af einbeitingunni." Aron var fljótur að svara því hvaða jákvæðu punkta hann tæki úr þessum leik „Stigin tvö, það er eiginlega það eina. Ágætis karakter að ná að klára þetta miðað við frammistöðuna en annars er ég ósáttur við leikinn." Daði Hafþórsson: Virkilega stoltur af liðinuDaði Hafþórsson stjórnaði liði Fram í fjarveru Einars Jónssonar sem tók út leikbann og hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst við eiga skilið eitthvað úr þessu miðað við framlag leikmanna." Daði var ósáttur við vítanýtingu sinna manna „Við klúðrum fjórum vítum og það er ástæðan fyrir því að þeir fara með tvö stig en ekki við." Stefán Rafn Sigurmannsson: Skelfilega lélegtStefán Rafn Sigurmannson var frekar daufur í leiknum og hann dró ekki fjöður yfir frammistöðu Hauka „Þetta var skelfilega lélegt hjá okkur og kannski spennufall eftir FH-leikinn. Við hendum frá okkur boltanum trekk í trekk, mjög slappt bara." Stefán vildi samt ekki draga úr frammistöðu Fram í leiknum „Við vissum að ef við myndum ekki mæta þeirra baráttu, myndum við lenda í vandræðum og það varð raunin. Þeir eiga hrós skilið fyrir góðan leik." Aðspurður hvort að hann væri að verða grófasti leikmaður deildarinnar en Stefán fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna kælingu, svaraði hornamaðurinn knái „Þetta var hvorugt brot sem verðskuldaði tvær mínútur en þetta er bara svona, dómararnir meta þetta svona." Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla þegar þeir unnu vængbrotið lið Fram á útivelli 20-21. Haukar halda því yfirburðastöðu á topp deildarinnar en þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum gegn sprækum Frömurum í kvöld. Flestir hafa sennilega búist við stórsigri gestana þegar liðin voru kynnt til leiks í kvöld. Jóhann Gunnar Einarsson, Sigurður Eggertsson og Róbert Aron Hostert voru allir fjarri góðu gamni í liði Fram og Haukar virtust eiga náðugan dag framundan. Ungir og sprækir leikmenn Fram voru ekki á þeim buxunum og gerðu reynslumiklu liði Hauka lífið leitt með mikilli baráttu og leikgleði. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en nápu aldrei almennilega að stinga Framara af og munurinn aðeins tvö mörk í leikhléi, 8-10. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af ágætum krafti, komust fjórum mörkum yfir, 12-16 og héldu þá flestir að björninn væri unninn. Heimamenn blésu á spekingana og skoruðu næstu þrjú mörk og leikurinn í járnum. Mikill darraðadans var stiginn á lokamínútum leiksins en það fór svo að Haukar fögnuðu eins marks sigri, 20-21 og geta í raun prísað sig sæla með punktana tvo. Undir lok leiksins fengu Haukar tvívegis frákast eftir varin skot Björns Viðars í marki Fram og óðagot í hraðaupphlaupi kostaði Framara mögulega eitt stig í kvöld. Haukarnir voru daprir og ekki ólíklegt að leikmenn hafi vanmetið lið Fram. Þeir náðu þó að kreista fram sigur og það einkennir góð lið, að vinna leiki þrátt fyrir slaka frammistöðu. Aron varði þokkalega í markinu en tók þrjú víti sem átti eftir að reynast dýrmætt. Jón Þorbjörn var traustur og Tjörvi kom sterkur inn í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hægt er að taka hattinn ofan fyrir Frömurum. Þeir börðust allt til loka og hefðu átt að taka stig í kvöld. Elías Bóasson og Ólafur Magnússon áttu báðir skínandi leik og Magnús varði vel í fyrri hálfleik. Þá átti reynsluboltinn Haraldur Þorvarðason flotta innkomu í síðari hálfleik. Aron Kristjánsson: Tvö stig það eina jákvæðaLandsliðs- og Haukaþjálfarinn Aron Kristjánsson var frekar brúnaþungur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna. „Ég er alltaf að hamra á því að við erum bara slakir ef við mætum ekki tilbúnir og það var raunin í kvöld. Liðið fellur um 40-50% í getustigi við það að missa 10% af einbeitingunni." Aron var fljótur að svara því hvaða jákvæðu punkta hann tæki úr þessum leik „Stigin tvö, það er eiginlega það eina. Ágætis karakter að ná að klára þetta miðað við frammistöðuna en annars er ég ósáttur við leikinn." Daði Hafþórsson: Virkilega stoltur af liðinuDaði Hafþórsson stjórnaði liði Fram í fjarveru Einars Jónssonar sem tók út leikbann og hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst við eiga skilið eitthvað úr þessu miðað við framlag leikmanna." Daði var ósáttur við vítanýtingu sinna manna „Við klúðrum fjórum vítum og það er ástæðan fyrir því að þeir fara með tvö stig en ekki við." Stefán Rafn Sigurmannsson: Skelfilega lélegtStefán Rafn Sigurmannson var frekar daufur í leiknum og hann dró ekki fjöður yfir frammistöðu Hauka „Þetta var skelfilega lélegt hjá okkur og kannski spennufall eftir FH-leikinn. Við hendum frá okkur boltanum trekk í trekk, mjög slappt bara." Stefán vildi samt ekki draga úr frammistöðu Fram í leiknum „Við vissum að ef við myndum ekki mæta þeirra baráttu, myndum við lenda í vandræðum og það varð raunin. Þeir eiga hrós skilið fyrir góðan leik." Aðspurður hvort að hann væri að verða grófasti leikmaður deildarinnar en Stefán fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna kælingu, svaraði hornamaðurinn knái „Þetta var hvorugt brot sem verðskuldaði tvær mínútur en þetta er bara svona, dómararnir meta þetta svona."
Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira