Körfubolti

Valsmenn fyrstir inn í átta liða úrslit Powerade-bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Gylfason lék vel í kvöld.
Ragnar Gylfason lék vel í kvöld. Mynd/ÓskarÓ
Valsmenn eru komnir í átta liða úrslit Poweradebikars karla í körfubolta eftir 41 stigs sigur á b-liði KR í Vodafone-höllinni í kvöld, 94-54. 1. deildarlið Valsmanna hefur unnið alla átta deildarleiki sína í vetur og átti ekki í miklum vandræðum með Bumbuna í kvöld.

Valsmenn voru 28-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með 22 stiga forystu í hálfleik, 53-31. KR-ingar slógu 1.deildarlið Breiðabliks út úr 32 liða úrslitunum en áttu aldrei möguleika í þessum leik.

Ragnar Gylfason átti flottan leik hjá Val en hann var með 24 stig og 8 fráköst á 22 mínútum, Chris Woods skoraði 19 stig og Birgir Björn Pétursson var með 9 stig og 14 fráköst.

Guðmundur Þór Magnússon skoraði 12 stig fyrir KR-b og Hjalti Kristinsson var með 9 stig.





Valur-KR b 94-53 (28-18, 25-13, 23-6, 18-16)

Valur: Ragnar Gylfason 24/4 fráköst/8 stoðsendingar, Chris Woods 19/4 fráköst, Benedikt Skúlason 10/5 fráköst, Birgir Björn Pétursson 9/14 fráköst/4 varin skot, Benedikt Blöndal 8, Jens Guðmundsson 8, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Hlynur Logi Víkingsson 3, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Kristinn Ólafsson 2, Þorgrímur Guðni Björnsson 2/7 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 0/7 fráköst/3 varin skot.

KR b: Guðmundur Þór Magnússon 12/4 fráköst, Hjalti Kristinsson 9, Danero Thomas 7/4 fráköst, Halldór Óli Úlriksson 6/8 fráköst, Snorri Bjarnvin Jónsson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/6 fráköst, Birgir Mikaelsson 4/8 fráköst, Hugi Hólm Guðbjörnsson 2/7 fráköst, Lárus Þórarinn Árnason 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×