Stofnandi IKEA sagður auðugasti maður heimsins 14. desember 2012 10:12 Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. Það er tímaritið Veckans Affärer sem gefur út þennan lista. Á honum kemur fram að auður Kamprad er metinn á um 500 milljarða sænskra króna eða hina stjarnfræðilegu upphæð 9.500 milljarða króna. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk en þar er þess getið að á sambærilegum lista yfir auðugustu menn heimsins sem Bloomberg tók nýlega saman var Kamprad í fimmta sæti og þar var auður hans metinn á nærri helmingi lægri upphæð eða 275 milljarða sænskra króna. Á lista sænska tímaritsins er auður Kamprad sagður vera um 20 milljörðum sænskra króna meiri en Carlos Slim frá Mexíkó sem hingað til hefur verið talinn auðugasti maður heimsins. Milljarðamæringum í Svíþjóð fjölgar um 11 frá því í fyrra og eru þeir orðnir 119 talsins í ár. Nýtt nafn er að finna meðal þeirra sem eru í tíu efstu sætunum á sænska auðmannalistanum. Þar er raunar um danska konu að ræða eða Mærsk erfingjann Anne Mærsk McKinney Uggla. Auður hennar er metin á 32 milljarða sænskra króna eða rúmlega 600 milljarða króna sem dugir henni í áttunda sætið á listanum. Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. Það er tímaritið Veckans Affärer sem gefur út þennan lista. Á honum kemur fram að auður Kamprad er metinn á um 500 milljarða sænskra króna eða hina stjarnfræðilegu upphæð 9.500 milljarða króna. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk en þar er þess getið að á sambærilegum lista yfir auðugustu menn heimsins sem Bloomberg tók nýlega saman var Kamprad í fimmta sæti og þar var auður hans metinn á nærri helmingi lægri upphæð eða 275 milljarða sænskra króna. Á lista sænska tímaritsins er auður Kamprad sagður vera um 20 milljörðum sænskra króna meiri en Carlos Slim frá Mexíkó sem hingað til hefur verið talinn auðugasti maður heimsins. Milljarðamæringum í Svíþjóð fjölgar um 11 frá því í fyrra og eru þeir orðnir 119 talsins í ár. Nýtt nafn er að finna meðal þeirra sem eru í tíu efstu sætunum á sænska auðmannalistanum. Þar er raunar um danska konu að ræða eða Mærsk erfingjann Anne Mærsk McKinney Uggla. Auður hennar er metin á 32 milljarða sænskra króna eða rúmlega 600 milljarða króna sem dugir henni í áttunda sætið á listanum.
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent